Frjáls verslun - 01.09.2008, Qupperneq 145
Fólk
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 8 145
marinus ehf. er markaðs- og aðflutn-ingsfyrirtæki og er hluti af Ice-landic Group. Marinus ber meðal
annars ábyrgð á öflun aðfanga fyrir Japans-
skrifstofu Icelandic og er einnig í miklum
viðskiptum við Kína og önnur lönd í Aust-
urlöndum fjær. Framkvæmdastjóri Mar-
inus er Jónas Engilbertsson: „Undirstaðan í
starfsemi fyrirtækisins er í Japan þar sem við
seljum afurðir sem koma frá Íslandi, Kanada
og Rússlandi. Í Japan starfa tólf manns á
skrifstofu okkar og þar af er einn Íslendingur,
Kári Sturlaugsson.“
Jónas, sem nýtekinn er við starfi fram-
kvæmdastjóra Marinus, hefur unnið hjá
Icelandic Group í níu ár, var bæði í
Úganda og Þýskalandi á vegum fyrirtæk-
isins áður en hann hóf störf hjá Marinusi,
fyrst sem sölustjóri. „Starfið er þannig
vaxið að við þurfum að vera í góðum sam-
böndum við birgja okkar og er því nokkuð
um ferðalög.
Ætli ég fari ekki til dæmis að meðaltali
fimm til sex sinnum á ári til Asíu, en þar
skiptir sérlega miklu máli að vera í góðu
sambandi við viðskiptavini okkar. Í þeirri
stöðu sem nú er komin upp i efnahags-
málum okkar mun reyna enn meira á góð
viðskiptasambönd. “
Jónas bjó sem barn og unglingur mikið
erlendis og gekk þar í skóla. „En ég lauk þó
stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum á Akra-
nesi og síðan stjórnmálafræði frá Háskóla
Íslands. Meðfram námi var ég mikið á sjó.
Nú er ég í MBA-námi við Háskóla Reykja-
víkur, en verð því miður að fresta því námi
núna þegar ég hef tekið við nýrri stöðu.“
Eiginkona Jónasar er Lilja Benónýsdóttir
og eiga þau þrjú börn. „Lilja er kennari og
er í framhaldsnámi við Kennaraháskóla
Íslands. Það er því nóg um að vera á heim-
ilinu.
Það er ekki mikill tími fyrir áhugamál, en
ég hef mikinn áhuga á stjórnmálum og reyni
að fylgast eins vel með á þeim vettvangi eins
og kostur er. Fótboltinn er einnig áhugamál
og ég er sjálfsagt einn af fáum Skagamönnum
sem ekki hafa stundað fótbolta en hef þeim
mun meiri ánægju af að fylgjast með honum.
Þegar ég bjó í Þýsklandi var ég mikill stuðn-
ingsmaður Hamburger Sportverein og fylgist
vel með gengi þess, sem er gott um þessar
mundir.“
Hvað varðar ferðalög fjölskyldunnar þá
segir Jónas þau mikið tengjast því að hitta
ættingja á erlendri grund: „Margir mínir
nánustu búa í útlöndum, meðal annars búa
foreldrar mínir núna í Sierra Leone í Vestur-
Afríku og reynum við að hittast þar sem því
verður við komið.“
Jónas
Engilbertsson:
„Ætli ég fari ekki að
meðaltali fimm til
sex sinnum á ári til
Asíu, en þar skiptir
sérlega miklu máli
að vera í góðu
sambandi við við-
skiptavini okkar.“
framkvæmdastjóri Marinus ehf.
Jónas enGilbertsson
Nafn: Jónas Engilbertsson
Fæðingarstaður: Kaupmannahöfn,
31. október 1973
Foreldrar: Ingunn Anna Jónasdóttir
og Engilbert Guðmundsson
Maki: Lilja Benónýsdóttir
Börn: Vaka Lind, 13 ára,
Kári,7 ára, Pálmi, 3 ára
Menntun: Stjórnmálafræðingur
frá HÍ. Er í MBA-námi við HR
FV0808X.indd 145 10/28/08 2:53:28 PM