Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2009, Page 10

Frjáls verslun - 01.10.2009, Page 10
10 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 9 Eitt besta ráðið til að vera vinsæl(l) á vinnu- stað er að vera kona. Konur eru vinsælli en karlar. Þetta mun vera vegna þess að þær eru léttari í lund en karlar, hugmyndaríkari og félagslyndari. Það voru sænsku stjórnunarsamtökin Ledarna – eða Stjórarnir – sem létu kanna hugmyndir fólks um vinsældir á vinnustað. Yfir 60 prósent af um 1000 aðspurðum töldu það happadrýgst í vinsældakapphlaup- inu að vera kona. Hitt mun þó ljóst að um það bil helm- ingur mannkyns eru karlar svo eitthvað verður að gera til að gefa þeim von um vinsældir. Og svo er ekki sjálfgefið að allar konur séu vinsælar þótt margir haldi það. Óvinsælar konur hljóta oft verra umtal á vinnustað en óvinsælir karlar. En hvað er til ráða? í vinsældakönnun sænsku stjórnunarsamtakanna voru þessi tíu ráð oftast nefnd til öflunar vinsælda á vinnustað: Jákvætt viðhorf til vinnunnar – 45%1. Ábyrg framkoma – 44% 2. Að vera góður vinnufélagi – 43%3. Gott skap – 36%4. Árangur í starfi – 27%5. Uppbyggilegar leiðbeiningar - 23%6. Umhyggja – 20%7. Hrós – 14%8. Stundvísi – 13%9. Skipuleg vinnubrögð – 11%10. Örugg ráð við óvinsælda eru líka mörg og þessi voru oftast nefnd: Neikvætt viðhorf til vinnunnar – 61%1. Að bera slúðursögur í yfirmanninn – 2. 60% Beita aðra þrýstingi – 54%3. Gleyma að sturta niður á klósettinu 4. – 50% Að standa ekki við gerða samninga 5. – 40% Óstundvísi – 39%6. Að lykta illa – 38% 7. S T J ó R N u N a R m o L I TExTI: gísli kristjánsson Vegurinn til vinsælda

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.