Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2009, Blaðsíða 46

Frjáls verslun - 01.10.2009, Blaðsíða 46
46 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 9 krónan skellti mcdonald’s það varð hamborgarafár þegar sagt var frá því að fyrirtækið lyst hefði sagt upp samningi við mcdonald’s vegna falls krónunnar. En hvernig er staðan hjá öðrum helstu „franchise“ fyrirtækjunum á skyndibitamarkaðnum, eins og Pizza Hut, subway, dominos, kentucky Fried Chicken, taco bell, Quiznos og fleirum? skyndibitamarkaðurinn: tExti: vilmundur hansEn ● myndir: gEir ólaFsson hvað með hina „franchise“ staðina á skyndi-bitamarkaðnum? Staði eins og Pizza Hut, Subway, Dominos, Kentucky Fried Chicken, Taco Bell og Quiznos? Þannig spurðu margir þegar sagt var frá því að McDonald’s væri að hætta á Íslandi vegna þess að leyfishafinn, Lyst hf., gafst upp á samstarfinu við keðjuna úti vegna falls krónunnar. Eigandinn skipti um nafn á stöðunum; Metró varð fyrir valinu. En hvað gerðist hjá Lyst? Hráefnisverðið rúmlega tvöfaldast í verði eftir bankahrunið en Lyst hefur undanfarin ár orðið að flytja inn allt hráefni í borgarana að kröfu McDonald’s; eins og kjöt, ost, grænmeti og brauð. Núna er allt hráefnið í borgarana ættað frá Íslandi. Fréttin um McDonald’s væri að loka á Íslandi fór sem eldur í sinu hjá erlendum fréttastofum sem lögðu út af þessu á þann veg að meira að segja McDonald’s hefði gefist upp á Íslandi. Ja, hver fjárinn, nú var það orðið svart á Íslandi því enginn staður í veröldinni er svo aumur að bjóða ekki upp á Makk. Það greip um sig hamborgarafár eftir fréttina og svo mikið var að gera á McDonald’s síðustu dagana að næstum eitt hundrað þúsund hamborgarar seldust síðustu vikuna fyrir lokun. En hvað er sérleyfi eða „franchise“ eins og Lyst var með frá McDonald’s? Með sérleyfi eða „franchise“ fær sérleyfistaki leyfi til að reka fyrirtæki samkvæmt uppskrift að viðskiptahugmynd sem þegar hefur fengist reynsla af og sannað gildi sitt. Kúnninn á að geta gengið að bragðinu og gæðunum vísu; bitinn á að bragðast nákvæmlega eins úti um allan heim. Þau er nokkur fyrirtækin á skyndibitamarkaðnum sem eru með „franchise“ eða þessa tegund sérleyfis. Fjöldi slíkra fyrirtækja hérlendis hefur aukist mikið undanfarin ár, sérstaklega í veitingarekstri, og gróflega áætlað má reikna með að heildarvelta þeirra sé 5,5 til 6 milljarðar króna á ári. Meðal þessara staða eru Pizza Hut, Subway, Dominos, Kentucky Fried Chicken, Taco Bell, Quiznos og fleiri. Fall krónunnar hefur gert sumum þessara fyrirtækja erfitt fyrir, sérstaklega þeim sem flytja inn mikið af hráefni. Skýrasta dæmið er auðvitað fyrirtækið Lyst sem sá sig knúið að hætta með McDonalds. Það hætti starfsemi vegna þess að erlenda keðjan var með ófrávíkjanlegar kröfur um að allt hráefni væri innflutt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.