Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2009, Síða 58

Frjáls verslun - 01.10.2009, Síða 58
58 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 9 n æ r m y n d á píanó og hann leggur mikið upp úr því að eiga góð hljómflutningstæki til að geta heyrt dýptina í tónlistinni. Í stofunni er hann með stúdíó-hátalara sem heita Genelec og í vinnuherberginu eru hátalarar sem heita B&W 801. Þeir eru samskonar og í Isl- and hljóðverinu og Bítlarnir sögðu að væru „reference of sound“. Guðjón þurfti að beita þó nokkrum nördaskap til að verða sér út um þá, sérstaklega þar sem hann var að leita að sérstakri árgerð. „Ég hef ofboðslega gaman af því að fylgjast með nýjustu straumum og stefnum í tónlist og þá ekki síst því sem er að gerast í heimi raftónlistarinnar sem ég hef mikinn áhuga á. Hljómsveitin Depeche Mode heillaði mig mikið á sínum tíma og ég er reyndar mjög hrifinn af henni enn og tel hana hafa haft mikil áhrif. Tónlist er orðin mjög aðgengileg á netinu í dag og í kjölfar þess er ég hættur að fylgjast með einstökum böndum og fylgist því meira með nýjungum.“ alþjóðleg viðurkenning Í starfi sínu hefur Guðjón ferðast mikið og núna í nóvember var honum boðið til Túnis á vegum JCI-hreyfingarinnar til að taka á móti verðlaunum sem hann var tilnefndur til á vegum JCI og Sameinuðu þjóðanna. Hann segist vera mjög ánægður með þessa viðurkenningu þar sem ekki ómerkari menn en John F. Kennedy og Elvis Presley hafi fengið verðlaunin á sínum tíma. „Ég er búinn að koma mjög víða og ferðast til flestra heimsálfa í tengslum við starfið og hef komið til margra landa í Evrópu, verið víða í Bandaríkjunum, Kína, Tælandi, Japan og Skandinavíu, og tel mig hafa verið heppinn að fá að anda að mér kúltúr ólíkra menningarheima. Ég er alinn upp við að fjölskyldan fór reglulega hringinn í kringum landið og hún á sumarbústað í Skorradal þar sem við komum saman til að slappa af og njóta lífsins.“ Guðjón hefur einnig mikinn áhuga á arkitektúr og átti um tíma þrjú áberandi og falleg hús. Gamla borgarbókasafnið, hús Osta- og smjörsölunnar við Snorrabraut og Næpuna. Fjarskiptamarkaðurinn heillandi Eftir heimkomuna frá Bandaríkjunum 1998 stofnaði Guðjón, ásamt fleirum, Íslandssíma sem síðar varð Vodafone. Auk þess sem hann hefur í gegnum fyrirtækið Industria, sem hann stofnaði 2003 og er stjórnarmaður í, byggt upp fjögur önnur fjarskiptafyrirtæki bæði erlendis og hér heima. „Undanfari hefur allur minn tími farið í undirbúning Þjóðfundarins og það verður áhugavert að sjá hvað kemur út úr honum. Fjármálakrísan hefur haft mikil áhrif á þjóðlífið, margir hafa farið illa út úr henni. Sjálfur lenti ég í fjármálakrísu 2002 og það var mikil reynsla. Ég tók engan þátt í hlutabréfaævintýrinu, enda ekki þannig þenkjandi, og hef aldrei átt hlutabréf í öðrum fyrirtækjum en þeim sem ég hef rekið sjálfur. Fyrir mér er nýsköpun það sem skiptir mestu máli og ég hef lítinn áhuga á peningum sem slíkum. Ég bjó í London í nokkur ár en flaug reglulega heim til að kenna kúrsa í nýsköpun við Listaháskólann en í október í fyrra ákvað ég að flytja heim í kjölfar hrunsins og taka þátt í uppbyggingunni sem er óneitanlega mjög krefjandi verkefni. Um síðustu áramót stofnaði ég Hugmyndaráðuneytið með það að markmiði að nýta þekkingu úr viðskiptalífinu og samstarf ólíkra einstaklinga í grasrótinni við nýsköpun. Næsta skref hjá mér er að setja á markað, í gegnum fyrirtæki sem heitir Medizza, tæki sem gerir fólki kleift að eiga samskipti svipuð og á Facebook í gegnum sjónvarp. Að mínu mati felst auður Íslendinga í smæðinni og þeim tækifærum sem hún veitir til breytinga á lýðræðismódelinu og að gera þjóðina virkari í lýðræðinu. Ólíkt því sem er að gerast annars staðar, þar sem leiðtogadýrkun er við lýði, geta Íslendingar skapað sína framtíð sjálfir í gegnum virkt lýðræði því að með sameiginlegri sýn og átaki getum við framkallað galdra,“ segir Guðjón Már Guðjónsson frumkvöðull að lokum. Guðjón Már Guðjónsson stofnaði Oz aðeins sautján ára að aldri. Nafn: Guðjón Már Guðjónsson Fæddur: 16. febrúar 1972. Sambýliskona: Anna Ólafsdóttir kennari. Börn: Jason daði Guðjónsson níu ára. Starf: Frumkvöðull og athafnamaður. Guðjón situr í stjórn eftirtalinna fyrirtækja: Industria og Medizza.• Rekur Hugmyndaráðuneytið • sem samfélagsverkefni. með sameiginlegri sýn og átaki getum við framkallað galdra.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.