Frjáls verslun - 01.10.2009, Qupperneq 68
68 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 9
K
YN
N
IN
G
Magnea Guðmundsdóttir, kynningarstjóri
Bláa Lónsins, segir að rafræn gjafakort Bláa
lónsins hafa fallið í góðan jarðveg á meðal
viðskiptavina. Gjafakortin sem fyrirtækja-
gjafir bjóða upp á fjölbreytta notkunarmögu-
leika og fjölbreytt úrval þjónustu tryggir að
fólk geti nýtt gjöfina með sínum hætti:
„Rafræn gjafakort Bláa Lónsins eru til-
valin í jólapakka starfsmanna þar sem gjöfin
veitir vellíðan og jákvæða upplifun.
Kortin gilda fyrir alla vörur og þjón-
ustu Bláa Lónsins. Handahafar geta því
nýtt kortin jafnt á veitingastaðnum Lava,
í verslunum á baðstað og að Laugavegi
15 þar sem áhersla er lögð á Blue Lagoon
húðvörur. Í verslun á baðstað er einnig gott
úrval af valinni íslenskri hönnunarvöru, t.d.
frá Farmers Market og 66°N. Dekur yfir
háveturinn er freistandi fyrir alla og gjafa-
kortin má að sjálfsögðu nýta við aðgang í
Bláa Lónið og fyrir spa- og nuddmeðferðir
í Bláa Lóninu og Blue Lagoon Spa í Hreyf-
ingu Glæsibæ.
Einstakar Blue Lagoon
Snyrtimeðferðir, saltnudd og Lava de-luxe
Í Blue Lagoon Spa sem er í Hreyfingu,
Glæsibæ, er boðið upp á allar almennar
snyrtimeðferðir auk sérþróaðra líkamsmeð-
ferða. Styrkjandi kísilmeðferð, nærandi
þörungameðferð, saltnudd og Lava de-luxe
meðferð þar sem íslenskt hraun leikur eitt
af aðalhlutverkunum, eru á meðal freist-
andi íslenskra spa-meðferða. Allir gestir hafa
aðgang að gufum og heitum pottum innan-
og utandyra.
Heimsókn í Bláa Lónið getur t.d. falið í
sér aðgang að Betri stofu þar sem gestir hafa
aðgang að einkaklefum eða úrvali af nudd og
spa-meðferðum sem fara fram í lóninu sjálfu
og eru afar vinsæll kostur. Allar meðferðirnar
byggja á Blue Lagoon húðvörum og virkum
efnum þeirra. Auk slökunarnudds nýtur kís-
ilmeðferð, þar sem líkaminn er nuddaður
með Blue Lagoon kísli, mikilla vinsælda. Þá
er kjörið að gista eina nótt á hóteli Lækn-
ingalindarinnar.
Máltíð á Lava, veitingastað Bláa Lónsins,
er enn eitt tilefnið til að heimsækja Bláa Lónið
og njóta máltíðar þar í einstöku umhverfi.
Nálægð við Grindavík tryggir aðgang að
fersku sjávarfangi á degi hverjum.
Handhafar gjafakortanna hafa einnig
möguleika á að nýta kortin í Hreyfingu -
heilsurækt, einni glæsilegustu líkamsrækt-
arstöð landsins. Fjölbreytt úrval námskeiða
auk opinna tíma er ávallt í boði.“
BLUE LAGooN GJAFAKoRT – dEKUR í JÓLAPAKKA STARFSMANNA
Bláa Lónið
Rafræn gjafakort Bláa Lónsins eru tilvalin í jólapakka starfs-
manna þar sem gjöfin veitir vellíðan og jákvæða upplifun.
Auk slökunarnudds
nýtur kísilmeðferð, þar
sem líkaminn er nudd-
aður með Blue Lagoon
kísli, mikilla vinsælda.
jólin koma