Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2009, Qupperneq 69

Frjáls verslun - 01.10.2009, Qupperneq 69
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 9 69 jólin koma „Mér finnst mikilvægt að undir- búa jólin vel svo ekki verði of mikið stress þegar stóra stundin gengur í garð,“ segir Bjarni Gunnar Kristinsson, yfirmat- reiðslumaður á Radisson Sögu. „Hægt er að gera ýmislegt kvöldið áður eða á aðfangadags- morgun svo sem að skræla kartöflur og skera grænmeti og jafnvel er hægt að gera grunn sósunnar sem bara á eftir að smakka til. Það er hluti af jólastemmningunni hjá mér að geta haft aðeins rólegt á jól- unum eftir jólavertíðina á veit- ingahúsum.“ Bjarni bendir á að margt geti farið úrskeiðis á jólunum og að þá sé eins gott að hafa „plan b“. „Ein jólin átti ég von á allri fjölskyldunni og hafði verið að undirbúa. Við höfðum gert upp eldhúsið nær ári áður og fengið okkur fína gaseldavel svo kokkurinn gæti aðeins motað sig við eldamennskuna. En þá kláraðist gasið rétt fyrir klukkan sex og það slokknaði á allri eldamennskunni. Sem betur fer var hægt að grafa í snjóskafl og finna smáleifar af gasi undir útigrilli og fengu þá allir eitt- hvað að borða og þurfti ekki að „fresta“ jólunum það árið.“ Villisveppasúpa (fyrir 10 manns) Innihald: 2 stk. laukur 500 g kjörsveppir 100 g þurrkaðir villisveppir 100 ml portvín 20 ml madeira eða sérrý 1 l Kjúllasoð (vatn og kraftur) 1 l rjómi 100 ml þeyttur rjómi 1 búnt saxaður graslaukur maizenamjöl eftir þörfum kryddað með: krafti eftir smekk truffluolíu salti og pipar Aðferð: Þurrkaðir sveppir lagðir í 1. bleyti í heitt vatn og látnir mýkjast vel í um ½ klst. Svo eru þeir skolaðir í 2-3 skipti í miklu köldu vatni þar til allur sandur og steinar eru farnir úr. Villisveppir, kjörsveppir og 2. laukur er saxað fínt og svissað í olíu á pönnu. Víni bætt í og soðið um 3. 1/3 og svo er soði og rjóma bætt í og látið sjóða rólega í 1-2 klst. Þykkt með maizenamjöli og 4. kryddað með krafti, salti, pipar og truffluolíu. Borið fram með þeyttum 5. rjóma og söxuðum gras- lauk. Exótískur ananas- og hun- angs-dijongljáður hamborg- arhryggur (fyrir 6-8) Hráefni: 1 hamborgarhryggur Gljái: 2 msk engifer-appelsínu- marmelaði 2 msk dijon-hunangssinnep 2 msk hrásykur (púður sykur) 1 tsk saxaður engifer ferskur ananas Hægt er að krydda hamborgar- hrygg með því að bæta við ferskum og framandi brögðum án þess að brjóta fjölskyldu- hefðirnar. Aðferð: Eldið hamborgarhrygginn eftir leiðbeiningum framleiðenda. Hagkaupshrygginn á t.d. að setja beint í ofn en SS-hrygginn er gott að láta í pott, láta suðuna koma upp og leyfa honum að liggja í soðinu. Svo er hryggurinn gljáður með exótíska gljáanum okkar sem gott er að hræra saman kvöldið áður. Ananasinn er skorinn þunnt og lagður ofan á hrygginn. Ekki er ráðlagt að hækka hit- ann í botn því þá brennur hryggurinn, best er að setja hann örstutt undir grill fyrir framreiðslu. Bjarni Gunnar Kristinsson. „Mér finnst mikilvægt að undirbúa jólin vel svo ekki verði of mikið stress þegar stóra stundin gengur í garð.“ Gott að hafa „plan b“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.