Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2009, Page 70

Frjáls verslun - 01.10.2009, Page 70
70 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 9 K YN N IN G Tanni er á fyrirtækjamarkaði og þjónustar fyrirtæki með léttan vinnufatnað og auglýs- ingavörur. „Við reynum að vera með heildrænar lausnir,“ segir Guðrún Barbara Tryggvadóttir, markaðsstjóri. „Við leggjum áherslu á að fyrir- tækin sem versla við okkur þurfi ekki að leita annað með vinnufatnað og auglýsingavöru. Fyrirtæki sem við þjónustum í dag eru t.d. Samkaup, Hagkaup, Foodco, sem rekur meðal annars American Style, Byko og Bak- arameistarinn. Við vinnum allar merkingar hér heima, silkiprentum, saumum og fram- leiðum eins mikið og hægt er innanlands.“ Erfitt að rekja fyrirtæki í dag Guðrún Barbara segir að það sé vissulega erf- itt að reka fyrirtæki í dag. „Fjármagnsleysið er erfiðast. Það virð- ist ekki vera gert ráð fyrir því að fyrirtækin sem eftir standa þurfa að staðgreiða allar vörur og því vantar alltaf lausafé í reksturinn. Bankarnir sýna litlum og miðlungsstórum fyrirtækjum engan skilning nú, frekar en meðan á góðærinu stóð. Þá tók því ekki að þjónusta þau vegna smæðarinnar og nú segjast bankarnir ekki vera í stakk búnir til þess. Bankarnir eru núna í okkar eigu, sumir að luta, en þeir ættu að vera skyld- aðir til þess að vinna með fyrirtækjum sem eru enn í rekstri og hjálpa til við end- urreisnina. Gengið hefur sett stórt strik í reikninginn og í framtíðinni verður að tryggja jafnvægi þess. Það verður ekki með þeim gjaldmiðli sem við höfum í dag. Mjög mörg fyrirtæki í landinu eru að verða ríkis- eign og það er ekkert jafnræði í því að þurfa að keppa við ríkisfyrirtæki. Íslensk hönnun á jólum Starfsfólk Tanna er komið í jólaskap og býður upp á jólagjafir fyrir starfsfólk og við- skiptavini fyrirtækja. „Gjafakörfurnar okkar innihalda eins mikið af íslenskum vörum og hægt er, t.d. súkkulaði frá Nóa Síríus, kaffi frá Te og Kaffi og svo mætti lengi telja. Einnig bjóðum við falleg jólaglös sem eru merkt hér á landi og jafnvel heilt jólastell sem er ákaflega fallegt á jólaborðið; allt íslensk hönnun. Fyrirtæki geta pantað hjá okkur jólagjafir og við sjáum um afganginn, pökkum inn og komum þeim á staðinn.“ Þrátt fyrir bankahrun og kreppu er engan bilbug að finna á starfsfólki fyrir- tækisins. „Við erum bjartsýn og horfum jákvæð fram á veginn,“ segir Guðrún Bar- bara að lokum. „Bankarnir eru núna í okkar eigu, sumir að hluta, en þeir ættu að vera skyldaðir til þess að vinna með fyrirtækjum sem eru enn í rekstri og hjálpa til við endurreisnina.“ ÁHERSLA Á HEILdRÆNAR LAUSNIR Tanni ehf. Guðrún Barbara Tryggvadóttir, markaðsstjóri Tanna ehf. jólin koma

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.