Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2009, Síða 88

Frjáls verslun - 01.10.2009, Síða 88
88 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 9 e n d u r m e n n t u n Betra seint en aldrei Davíð Pétur Steinsson, landfræðingur og verkefnisstjóri upplýsinga- mála hjá skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkur, hóf nám í land- fræði við Háskóla Íslands árið 2004 en þá var hann 35 ára. Fyrir þann tíma hafði hann unnið margvísleg störf svo sem verkamanna- störf, hann var sjómaður um tíma en um afleysingar var að ræða, hann var í afgreiðslustörfum, vann við tölvugrafík og margmiðlun og hann rak myndbandaleigu í sex ár. Þá vann hann á landupplýs- ingadeild hjá Orkuveitu Reykjavíkur og síðar verkfræðideild með háskólanáminu. „Ég byrjaði í háskóla kannski 14 árum of seint en betra er seint en aldrei og ég sé ekki eftir því í dag.“ Landfræðingurinn segist ekki hafa verið tilbúinn til að hefja háskólanám um tvítugt. „Ég þekki sjálfan mig betur og veit hvað ég vil læra. Ég fann mjög seint út hvað mig langaði til að læra og ég vil helst vinna við eitthvað sem ég hef áhuga á næstu 30 árin. Það var annaðhvort landfræði eða öldrunarsálfræði en þar sem svo margir hafa lært sálfræði fannst mér landfræðin vera praktískari.“ Davíð hóf í haust meistaranám í upplýsingafræði við sama háskóla en hann er jafnframt í fullri vinnu hjá borginni. „Það eru ekki margar rannsóknir gerðar á Íslandi innan þess geira upplýs- ingafræðinnar sem ég hef áhuga á, sem er Internetið, og hvernig það tengist félagsfræði og landfræði.“ Davíð segir það hafa verið stórt stökk að hefja háskólanám á sínum tíma. „Það tók eiginlega heilt ár að komast í gírinn – að læra að læra aftur. Það var erfiðara heldur en þegar ég hóf meist- aranámið því núna þekki ég hvernig vinna innan háskólans fer fram. Fyrsta árið var ég meðal annars að kynnast fólki og læra að vinna í hóp en í dag veit ég hvert hlutverk mitt innan hópsins er og hvernig fólk getur unnið saman sem heild. Ég hafði oft það hlutverk í hópavinnu að vera málamiðlari og fá fólk til að vinna sem ein heild. Það tók tíma að koma sér í gang. Þetta er vinna. Hörkuvinna. Spurningin var hvort maður ætti að nenna þessu og eyða kvöldunum og helgunum í þetta. Fróðleiksþorstinn er það sterkur að hann yfirvinnur þetta. Stór hluti af þessu er að vera fyrirmynd 10 ára sonar míns. Ég vil sýna honum að menntun borgi sig þegar upp er staðið og lauma því inn í undirmeðvitundina á honum að maður getur öðlast betra líf með því að vera vel upplýstur.“ Aðspurður hvað það gefi honum að vera í skóla segir Davíð: „Það er örvandi og ég slekk fróðleiksþorsta með því. Mig langar til að vita meira um Internetið, meðferð upplýsinga og félagslega þáttinn tengdan því. Mér líður betur að hafa náð helmingnum af því takmarki sem ég ætl- aði að ná en það er að klára meistaranám í einhverju sem ég hef áhuga á. Mér finnst ég vera að ganga inn á nýtt svið og útvíkka þekkinguna. Ef fólk vill mennta sig meira og er tilbúið að vinna þá vinnu sem þarf þá mæli ég hik- laust með þessu. Þetta gefur mér mikið. Þetta víkkar sjón- deildarhringinn.“ Aftur í skóla Davíð Pétur Steinsson. „Ég þekki sjálfan mig betur og veit hvað ég vil læra. Ég fann mjög seint út hvað mig langaði til að læra og ég vil helst vinna við eitthvað sem ég hef áhuga á næstu 30 árin.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.