Frjáls verslun - 01.10.2009, Qupperneq 95
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 9 95
Bílar
vængjaSláttur
Mercedes SLS, er nýr bíll sem á að keppa við ofur-
bílana nissan GT-R og Porsche 911 Turbo. Hann
kemur með 6,3 lítra V8 vél, sem er hvorki meira né
minna en 663 hestöfl. Á mannamáli er þetta ofurbíll
sem er aðeins 3,8 sekúndur í hundraðið og nær
320 kílómetra hámarkshraða. Þessi undrabíll kostar
hingað kominn 63 milljónir króna. Upp á engilsax-
nesku er SLS aldrei kallaður annað en Gullwingþar
sem átt er við bílhurðirnar, en þær opnast upp. Með
þær uppi er bíllinn eins og mávur, á flugi. Bifreiðin er
að mestu byggð úr léttmálmum og fæst einungis
með 7 gíra sjálfsskiptingu. Sala hefst í júni 2010.
Pantaðu strax, það er biðlisti.
alveg (399) milljónir
Halló Hafnarfjörður! Fyrir litlar 399 milljónir króna getur þú
keypt þér rússneskan brynvarinn ofurjeppa, Dartz
Prombron. En Prombron-verksmiðjan framleiddi fyrsta
jeppann í heiminum fyrir rússneska keisarann árið 1912
og heimsins fyrstu brimvörðu bifreiðina, líka
fjórhjóladrifsbíl, tveimur árum síðar. nýi jeppinn er á
margan hátt öðruvísi, sætin eru úr reðursskinni hvals og
púströrið er skreytt demöntum og rúbínum. Vélin er ekki af
verri endanum, Durmax 6,6 lítra V8 dísil. Skilar 1000
newton-metrum við 1.800 snúninga. Hestöflin eru um
400. Þyngdin er næstum 4 tonn. Prombron-jeppinn vann
Monte Carlo rallíið, síðast árið 1912.
fimm Sala Bimm-i
ný fimma frá BMW verður kynnt nú í lok ársins. Flottur bíll,
eins og alltaf. Mesta breytingin er mikil notkun á léttari
efnum, kolefnistrefjum og áli. Stál er einungis notað í
burðargrindina fyrir farþegarýmið og afturhluta bílsins.
Framhlutinn verður allur úr léttari efnum. Með þessu tekst
BMW að koma með bíl sem hefur fullkomna þyngdar-
dreifingu. M-útgáfan verður með ytra byrði nær eingöngu úr
kolefnistrefjum. Aðalgírkassinn er nýr, ZF átta gíra kassi,
með tvöfaldri kúplingu. ný vél, 4,4 lítra með tveimur
túrbínum, er einnig ný, auk fleiri dísilvéla en í fyrri útgáfu.
Vélar sem hafa hærri þrýsting og skila enn meira afli og
snerpu. Spennandi.