Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2015, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.07.2015, Blaðsíða 3
PRADAXA® - ÖRYGGISÞÆTTIR OG FORVÖRN GEGN HEILASLAGI ER NÚ EINNIG SKJALFEST Í KLÍNÍSKU STARFI 134.000 65 SJÚKLINGAR: Stór rannsókn frá FDA staðfestir verkun og blæðingaöryggi Pradaxa samanborið við Marevan® (warfarín) í klínísku star ÁRA EÐA ELDRI: Verkun og blæðingaöryggi skjalfest hjá öldruðum einstaklingum FDA MEDICARE RANNSÓKNIN1 NIÐURSTÖÐUR RELY 2 niðurstöðurnar staðfestar í klínísku star PR A -1 5- 01 -0 8 M A R1 5- IS ABCD PRADAXA® (150 mg tvisvar sinnum á sólarhring eða 75 mg tvisvar sinnum á sólarhring) samanborið við Marevan (warfarín)* NIðurstöður í FDA Medicare rannsókn 1 Heilaslag (minnkun) Innankúpublæðingar (minnkun) Dánartíðni (minnkun) Bráð kransæðastía (engin aukin áhætta) Blæðingar frá meltingarvegi (aukin áhætta) Heimild 1: Graham er al. Circulation 2014; 131:157-164 Heimild 2: Connoly SJ, er al. N Engl J Med 2009;361:1139-1151 *Niðurstöðurnar eru byggðar á safngreiningu á bæði Pradaxa® (dabigatran) 150 mg x 2 og 75 mg x 2. Á Íslandi er Pradaxa 75 mg ekki samþykkt ábending sem forvörn gegn heilaslagi og altæku segareki vegna gáttatifs. Sjúklingar 65 ára eða eldri með gáttatif sem ekki tengist hjartalokum sem tóku þátt í rannsókninni hófu meðferð með Pradaxa® eða Marevan® (warfarín) Í Bandaríkjunum hefur Medicare, sem er ker almannatrygginga undir stjórn alríkisstjórnarinnar, starfað síðan 1966, núna í samvinnu við um 30 einkatryggingafélög um gjörvöll Bandaríkin. Mecicare veitir sjúkratryggingar Bandaríkjamönnum, 65 ára eða eldri, sem hafa unnið og greitt iðgjöld í tryggingakerð. Ábending: Fyrirbyggjandi meðferð gegn heilaslagi og segareki í slagæðum hjá fullorðnum sjúklingum með gáttatif sem ekki tengist hjartalokum (NVAF) ásamt einum eða eiri áhættuþáttum, til að mynda að hafa áður fengið heilaslag eða tímabundna blóðþurrð í heila (TIA); aldur ≥ 75 ára; hjartabilun (NYHA okkur ≥ II); sykursýki; háþrýstingur. LÆKNAblaðið 2015/101 343 læknablaðið the icelandic medical journal www.laeknabladid.is Hlíðasmára 8 201 Kópavogi sími 564 4104 Útgefandi Læknafélag Íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Engilbert Sigurðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Gerður Gröndal Hannes Hrafnkelsson Magnús Gottfreðsson Sigurbergur Kárason Tómas Guðbjartsson Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður og ljósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Sigdís Þóra Sigþórsdóttir sigdis@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1800 Áskrift 12.400,- m. vsk. Lausasala 1240,- m. vsk. Prentun, bókband og pökkun Prenttækni ehf. Vesturvör 11 200 Kópavogi © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition og Scopus. The scientific contents of the Icelandic Medical Journal are indexed and abst- racted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 lilja birgisdóttir (f. 1983) á að þessu sinni listaverk á forsíðu blaðsins og ber það heitið #perpetua, 2015. Um er að ræða djúpþrykk unnið með ljósmyndatækni sem sýnir útsýni yfir Þingvallavatn frá vestri til austurs. Líkt og í sígildum þrískiptum landslagsmyndum er vatnið sjálft í forgrunni, Sandey fyrir miðju og ber við Búrfell í bakgrunni. Vatnið og eyjan eru heldur dimm og drungaleg en í fjarska birtir til og við sjónarrönd er bjart og fagurt. Til beggja hliða hverfur myndin og máist út í blá- og gulleitum litatónum. Heiti verksins vísar til Instagram-smáforritsins en þar er mögulegt að umbreyta myndum með ýmsum einföldum filterum og deila síðan á veraldarvefnum. Meðal annars má taka stafræna mynd og láta hana líta út fyrir að vera gamla filmuljósmynd. Lilja snýr ferlinu við og notar hægfara handverk til þess að apa eftir hinni einföldu stafrænu myndvinnslu án þess að tölva eða skjár komi við sögu. Hún tekur ljósmynd sem hún meðhöndlar með gulum og bláum lit rétt eins og smáfor- ritið gerir, nema að hún tekur myndina á filmu og notast við akrýlliti og djúpþrykk á pappír. Í myndlist sinni hefur Lilja helst fengist við ljósmyndun auk annarra miðla en á þeim vettvangi hefur hún gert tilraunir með handverk fyrri tíma og skoðað eiginleika ljósmyndamiðilsins. Hún leikur sér gjarnan að því að blanda saman nútíð og fortíð þannig að fyrir vikið verður erfitt að staðsetja verk hennar í tíma. Þau skírskota til myndmáls og tækni frá því fyrir rúmri öld síðan og tengjast jafn- framt nútímaviðfangsefnum. Myndverkið #perpetua er hluti af grafíkmöppu sem kom út nýverið í takmörkuðu upplagi hjá Týsgalleríi. Galleríið er starfrækt á Týsgötu í litlu húsnæði innan við skærbleika hurð og þar sýnir fjöldi áhugaverðra listamanna. Kallaðir voru saman 13 listamenn til að vinna grafíkverkin sem safnað var í þessa möppu. Lilja lauk námi í ljósmyndun við Konunglega listahá- skólann í Hollandi árið 2007 og BA-námi í myndlist við Listaháskóla Íslands 2010. Hún er einn þeirra listamanna sem standa að galleríinu Kling og Bang og hún gefur ásamt öðrum út listtímaritið Endemi. Markús Þór andrésson L I S T A M A Ð U R M Á N A Ð A R I N S Í tilefni 19. júní og þess að 100 ár eru liðin frá því konur fengu kosningarétt á Íslandi söfnuðust konur í læknastétt er starfa við Landspítalann saman til myndatöku að morgni þess merka dags. Á myndinni eru 43 þeirra kvenkyns lækna er starfa við Landspítalann en í allt eru kon- ur nær helmingur starfandi lækna þar. Í heild munu um 80% allra starfsmanna spítalans vera konur. Nú útskrifast fleiri konur en karlar úr læknadeild Háskóla Íslands og meðal lækna yngri en 45 ára eru konur ríflega helmingur. Í ár útskrifuðust 50 nemendur sem læknar, 30 kon- ur og 20 karlar. Enn halda karl- ar drjúgum meirihluta í aldurs- hópnum 60-70 ára en öll rök hníga í þá átt að konur verði í meirihluta í þeim aldurshópi eftir nokkur ár. En varla skiptir máli hvort eru í meirihluta, karlar eða konur, þegar rætt er hvernig heilbrigðiskerfið okkar muni þróast til framtíðar. Konur í meirihluta á Landspítalanum Konur í læknastétt að morgni 19. júní – að fagna 100 ára atkvæðisrétti sínum.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.