Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2015, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 01.07.2015, Blaðsíða 42
382 LÆKNAblaðið 2015/101 Flogið var frá Reykjavík upp úr hádegi 18. maí og lent á Vogey eftir 68 mínútur. Þar beið langferðabíll sem var með okkur þessa daga. Fyrst var ekið að fallegri kirkju í Sandavogi nálægt flugvellinum. Í kór hennar er rúnasteinn er fannst árið 1917. Á hann er letrað: Torkil Onundarson eystmaður ur Rogalandi bygdi henda stað fyrst. Rétt hjá er minnisvarði um prestinn og málvísindamanninn Hammershaimb sem fæddur var 1819 í Steig í Sandavogi. Hann er talinn höfundur hins færeyska ritmáls. Hótel Færeyjar í Þórshöfn var gististaður okkar. Náðum við þangað um fimmleytið. Árla næsta dag var haldið norður Straumey að vestanverðu til bæjarins Kvívíkur. Þar voru grafnar upp rústir frá víkingaöld. Þar er fjós með þremur básum, stór skáli með eldstæði og fleira. Frá Kvívík héldum við til Vestmanna, mun stærri bæjar er liggur norðar. Þar fór- um við í bát að skoða Vestmannabjörgin. Sigldum meðfram þeim við talsverðan öldugang. Ferðin tók tvær klukkustundir. Í Vestmanna tourist centre fengum við súpu og skoðuðum víkingasafn í sama húsi. Þar eru sagðar og sýndar glefsur úr Færey- ingasögu. Gengum við um sögusviðið innan um vaxmyndir sem sýndu hroða þess tíma. Nú var haldið austur með norður- strönd Kollafjarðar að sjávarþorpinu Hval- vík. Þaðan er vegur norður til Saksun. Í norðanverð Vestmannabjörg klýfur sig smáfjörður inn í lón og upp af því er þessi litla byggð. Skoðuðum byggðasafn í gömlu prestssetri, Dúvugarði. Þarna er einnig gömul kirkja. Hér er kyrrðin rofin af tjald- inum, einkennisfugli Færeyja. Komið var heim á hótel fyrir kvöldverð. Næsta morgun var ekið inn í miðbæ Þórshafnar. Jörleifur nokkur Kúrberg leiddi okkur um hina gömlu og litríku byggð á Tinganesi. Þar eru mörg stór og rauðmáluð hús með tjörguðum kjallara. Stjórn Færeyja hefur aðsetur þarna. Einnig eru þar mörg smáhýsi sem hýst hafa ýmsa starfsemi. Að lokinni þessari yfirferð var dagur- inn frjáls til klukkan 17.30. Þá var haldið til Kirkjubæjar. Kóngsbóndinn Jóhannes Patursson tók á móti okkur úti en kona hans í bæjardyrum. Kvöldverður góður var framreiddur í reykstofunni og þjónuðu móðir bóndans og tveir synir hans til borðs. Ein platan í matborðinu þarna á sína sögu. Fyrir löngu fórst skip þar nærri og þessa plötu rak á land. Ungur skipverji hafði komist á plötuna og hélt sér þar dauðahaldi og bjargaðist. Að loknum kvöldverðinum var okkur fylgt inn á heimilið og boðið kaffi. Fjórða daginn var haldið til Austur- eyjar yfir brú. Haldið var norður með vesturströnd Austureyjar að bænum Eiði og þaðan austuryfir eyjuna. Stansað var og teknar myndir af risanum og kell- ingunni sem ætluðu að draga Færeyjar Ö l D U n G a D E i l D Stjórn Öldungadeildar Magnús B. Einarson formaður, Þórarinn Sveinsson ritari, Hörður Alfreðsson gjaldkeri, Guðrún Agnarsdóttir, Kristrún Benediktsdóttir. Öldungaráð Bergþóra Ragnarsdóttir, jóhann Gunnar Þorbergsson, jón Hilmar Alfreðsson, Sigurður E. Þorvaldsson, Tryggvi Ásmundsson, Valgarður Egilsson. Umsjón síðu Páll Ásmundsson Vefsíða: http://innri.lis.is/oldungadeild-li Þrándur í Götu. „Upp á kant“ sem forðum. Ljósm. Hörður Þorleifsson. Hér birtist stytt frásögn Harðar Þorleifssonar af ferðinni. Frásögnina í heild ásamt ferðavísum og myndum er að finna á vefsíðu Öldungadeildar. Fararstjóri var Magnús Jónsson sagnfræðingur og ferðafélagar hans voru 33. Úr siglingu við Vestmannabjörg. Ljósm. Hörður Þorleifsson. Ferð Öldunga- deildar LÍ til Færeyja í maí 2015

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.