Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2015, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.07.2015, Blaðsíða 13
LÆKNAblaðið 2015/101 353 Tafla I. framhald Vefjafræði æxlanna er sýnd á mynd 1 og voru öll æxlin af öðr- um vefjagerðum en smáfrumukrabbamein (NSCLC). Flest voru af kirtilfrumu- (n=5) eða flöguþekjugerð (n=4) en tvö æxlanna voru af stórfrumugerð og eitt var blandað kirtilfrumu- og flöguþekju- æxli. Fimm æxlanna voru meðalvel þroskuð, 5 voru illa þroskuð og eitt óþroskað. Í einu tilviki var ekki hægt að meta gráðu æxlis því geisla- og lyfjameðferð hafði verið gefin fyrir aðgerð. Mesta þvermál æxlanna var 5,9 cm að meðaltali (bil: 2,8-15). Átta æxli voru á stigi T3, þar af voru þrjú með eitilmeinvörp í lungnaporti (hilus) (N1) en hin 5 voru án eitilmeinvarpa (N0). Fjögur æxli voru á stigi T4, öll án eitilmeinvarpa (N0). Enginn sjúklinganna var með fjarmeinvörp við greiningu (stig IV). Alls gengust 10 sjúklingar undir blaðnám, en tveir undir lungnabrottnám. Meðaltal aðgerðartíma var 128 mínútur (bil: 90- 260). Heildartíðni minniháttar fylgikvilla var 75% og var oftast um viðvarandi loftleka (n=5) eða lungnabólgu (n=2) að ræða. Eini alvarlegi fylgikvillinn var mikil blæðing í aðgerð (>1 L) sem olli því að breyta þurfti blaðnámi í lungnabrottnám. Legutími eftir aðgerð var að meðaltali 12,5 dagar og 10 dagar að miðgildi (bil: 4-32). Enginn sjúklingur lést innan 90 daga frá aðgerð og 30 daga dánarhlutfall var því 0%. Einn sjúklingur fékk lyfja- og geislameðferð fyrir aðgerð en í 8 tilvikum var gefin geislameðferð eftir aðgerð, þar af hjá einum einstaklingi sem einnig fékk lyfjameðferð. Annar sjúklingur hóf geislameðferð en gat ekki lokið henni vegna bágs líkamlegs ástands eftir skurðaðgerð. Í öðru tilfelli var sjúklingi eingöngu gefin lyfjameðferð eftir aðgerð. Tíu sjúklingar reyndust hafa hreinar skurðbrúnir (R0) við smá- sjárskoðun á sneiðum sem teknar voru úr þeim hluta lungans sem var fjarlægður, en í tveimur tilfellum tókst ekki að fjarlægja allan R a n n S Ó k n æxlisvefinn (R2). Níu sjúklingar (75%) greindust síðar með endur- tekið krabbamein, þar af fjórir með staðbundinn sjúkdóm, en fjórir höfðu dreifðan sjúkdóm, meðal annars meinvörp til heila, beina eða ásgarnar. Einn sjúklingur greindist samtímis með staðbund- inn og dreifðan sjúkdóm. Tveir sjúklingar fengu geislameðferð eftir endurkomu æxlis og annar sjúklingur gekkst undir endurað- gerð þremur árum eftir upphaflegu aðgerðina vegna meinvarpa í garnahengju ásgarnar (jejunum) frá Pancoast-æxlinu. Auk þess greindist einn sjúklingur við krufningu með sarkmein í rifi aðlægt brjóstholsskurði sem rakið var til geislameðferðar eftir aðgerð. Við lok rannsóknarinnar voru 10 sjúklingar látnir, þar af 7 úr sjúkdómnum. Fimm ára heildarlifun var 33% og var miðgildi lif- unar 27,5 mánuðir (bil: 4-181). Lifun þeirra sem gengust undir mið- mætisspeglun var 16, 68 og 181 mánuður. Umræður Árlega greinast um 160 einstaklingar hér á landi með lungna- krabbamein.28 Helsta læknandi meðferðin er skurðaðgerð, en að- gerð á fyrst og fremst við hjá sjúklingum með lungnakrabbamein af ekki smáfrumugerð á stigum I/II og í völdum tilfellum á stigi IIIA.17, 20 Þessi rannsókn beindist sérstaklega að skurðmeðferð við Pancoast-æxlum á 20 ára tímabili á Íslandi. Niðurstöður sýna að tíðni alvarlegra fylgikvilla var lág (8%) og enginn sjúklingur lést innan 30 daga. Einnig voru skurðbrúnir hreinar í 83% tilfella sem er sambærilegt við erlendar rannsóknir.9, 10, 12-14, 18 Þrátt fyrir góðan skammtímaárangur reyndust langtímahorfur sjúklinganna lakari (33% 5 ára lifun) en í nýlegum erlendum rann- sóknum, þar sem þær hafa verið á bilinu 44-59%.9, 10, 12, 14, 18 Níu sjúk- Númer sjúklings (ár) Meðferð fyrir aðgerð Tegund aðgerðar Fylgikvillar aðgerðar Fríar skurðbrúnir Meðferð eftir aðgerð Endurkoma æxlis Lifun (hrá) í mánuðum 1 (1992) - Blaðnám Lömun á raddbandataug/ loftleki já Geislameðferð Hengja ásgarnar 181 2 (1994) - Blaðnám Loftleki Nei (R2) Geislameðferð (Beinsarkmein vegna geisla) 116 3 (1996) - Blaðnám Kraftminnkun í öxl já Geislameðferð Bein/eitlar/hitt lungað 31 4 (1997) - Blaðnám Loftleki já Geislameðferð Staðbundin 24 5 (1997) - Blaðnám Loftleki já Geislameðferð Heili 8 6 (1999) - Blaðnám - já Geislameðferð - 58 7 (2004) - Blaðnám - já Geislameðferð Staðbundin/ bein/heili 22 8 (2005) - Blaðnám Loftleki já - Staðbundin 12 9 (2006) - Lungnabrottnám Lungnabólga Nei (R2) - Staðbundin 16 10 (2006) - Lungnabrottnám Lungnabrottnám v. blæðingar/ lungnabólga já - Hnútur á baki 4 11 (2008) Geisla - og lyfjameðferð Blaðnám - já Geisla - og lyfjameðferð - 79 12 (2009) - Blaðnám - já Lyfjameðferð og síðan geislameðferð eftir endurkomu 5 mán. síðar Staðbundin 68 *R2: Ekki tókst að fjarlægja allan æxlisvefinn í aðgerðinni.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.