Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2015, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 01.07.2015, Blaðsíða 39
LÆKNAblaðið 2015/101 379 Jeffrey M. Drazen, til að halda fyrirlestur í Hringsal spítalans föstudagsmorguninn 19. júní. Fyrirlesturinn var einstaklega vel sóttur og var haft á orði að Drazen hefði slegið aðsóknarmet en hvert sæti var skipað og einnig setið og staðið í tröppum salarins. Leikrænn og líflegur Drazen olli áheyrendum sínum ekki vonbrigðum en hann hélt athygli þeirra óskertri allan tímann með leikrænum til- burðum og gamansemi í bland við graf- alvarlegt efnið sem bar yfirskriftina The Play of Chance – the Rise of Medical Evidence. Drazen hóf söguna með dramatískri sviðsetningu algengrar smitleiðar berkla í upphafi 19. aldar þar sem fólk hóstaði bakteríum hvert framan í annað óvitandi um smitleiðir og smithættu. Hann tíund- aði síðan framlag helstu frumkvöðla á sviði læknisfræðilegra rannsókna og benti á að læknar hefðu gert sér grein fyrir smit- hættu og smitleiðum talsvert löngu áður en hægt var að færa sönnur á þær með læknisfræðilegum rannsóknum. Í því væri einnig fólginn kjarni málsins þar sem upp- haf rannsókna væri gjarnan byggt á grun um ástæður eða tilfinningu fyrir hugsan- legum niðurstöðum en aðferðafræðin yrði að vera hafin yfir vafa og fallast yrði á niðurstöðurnar þó þær stönguðust á við upphaflega tilfinningu. Hann sagði jafnframt í svari við fyrirspurn úr sal að eitt meginviðfangsefni hans og samstarfs- fólks í ritstjórn NEJM væri að ganga úr skugga um að forsendur og aðferðafræði sem lægju að baki greinum er birtast í tímaritinu væru óvéfengjanlegar. Af þeim ástæðum og reyndar einnig vegna rit- stjórnarstefnu NEJM væri 95% allra greina er blaðinu bærust hafnað. Eftir töluverðu er að slægjast með birtingu í NEJM sem prentar í hverri viku 200.000 eintök og gefur út tvær milljónir eintaka á netinu. Það er um það bil þrefalt meiri útbreiðsla en helstu samkeppnisaðilanna, The Lancet og JAMA. Hafið yfir vafa um áreiðanleika Ritstjórn Læknablaðsins fékk Richard Wen- zel, einn af ritstjórum NEJM, í heimsókn á ritstjórnarskrifstofu blaðsins þar sem margt bar á góma um útgáfumál, ritrýni og framsetningu efnis. Wenzel kvaðst sannfærður um mikilvægi þess að gefið væri út blað á íslensku fyrir íslenska lækna þó fræða- og vísindaumhverfið yrði sífellt alþjóðlegra. Hann tók undir mikilvægi þess að blaðið væri skráð á Medline en þar hefði alþjóðasamfélagið aðgang að helstu niðurstöðum fræðigreina blaðsins. Engilbert Sigurðsson ritstjóri Læknablaðsins sagði blaðið þó eiga í samkeppni um efni við hinn enskumælandi fræðaheim þar sem höfundar næðu til stærri lesandahóps. Um þetta urðu nokkrar umræður þar sem rætt var hvort huga bæri að þýðingum greina í heild á ensku í stað þess að birta einungis úrdrátt á ensku eins og nú er. Þá var einnig rætt um kennslugildi fræðigreina og hvernig þjálfa bæri læknanema og unglækna í að nýta sér fræðigreinar við nám og störf og þá ekki síður að kenna þeim að meta gæði greina og hvort gagn væri af þeim hafandi. Í kjöl- farið spunnust líflegar umræður um að- gang almennings að læknisfræðilegu efni á netinu og hversu erfitt væri að henda reiður á því hvað væru réttar og áreiðan- legar upplýsingar. Wenzel sagði hlutverk hins alþjóðlega læknasamfélags vera mjög mikilvægt í þessu efni og læknatímaritin yrðu að ganga á undan með birtingu fræðilegs efnis sem væri í öllum tilvikum hafið yfir vafa um áreiðanleika. Allir yrðu að geta treyst því að þar mætti ganga að traustum og öruggum upplýsingum. Hann nefndi sérstaklega að NEJM hefði á undanförnum mánuðum lagt sérstaka áherslu á fræðsluhlutverk sitt gagnvart al- menningi og hafið framleiðslu á stuttum myndböndum í teiknimyndaformi þar sem útskýrðar væru á einfaldan hátt niðurstöður fræðigreina er birst hefðu í blaðinu og ritstjórn teldi að ætti erindi við almenning. Þessi myndbönd má sjá á eftir- farandi slóð: nejm.org/page/nejm-quick-take- video?emp=marcomqt U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R Drazen ritstjóri á miklu flugi.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.