Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2015, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 01.07.2015, Blaðsíða 40
Í grein Örnu Guðmundsdóttur í Lækna- blaðinu á þessu ári, „Hvernig deyja læknar?“, þar sem hún leggur út af grein Kens Murray, „How Doctors Die“, kom fram að læknar velja sjálfum sér öðru- vísi dauðdaga en sjúklingum sínum. Þeir bjóða sjúklingum sínum upp á læknis- fræðilega meðferð sem þeir hafna fyrir sjálfa sig. Þeir vita að sú meðferð sem til boða stendur er vonlítil eða jafnvel gagns- laus og hefur þar að auki í för með sér þjáningar og framlengingu á dauðastríð- inu. Á fundi Siðmenntar um líknardauða í febrúar síðastliðinn var boðað að á haust- dögum yrði hafin umræða um lögleiðingu líknardráps. Í þeirri umræðu þurfa læknar að vera vel að sér um muninn á líknar- meðferð og líknardrápi. Því er ástæða til að skoða hvernig tekin er ákvörðun um læknisfræðilega meðferð, þar með talið líknarmeðferð, og á hverju krafan um líknardráp byggist. Læknisfræðileg meðferð Að taka ákvörðun um læknisfræðilega meðferð er samvinnuverkefni læknis og sjúklings. Faglegt mat læknisins á því hvaða meðferð er í boði er grundvöllur ákvörðunarinnar. Faglegt forræði lækna felur í sér að læknar beri ábyrgð á allri læknisfræðilegri meðferð, hvort sem er endurlífgun, gjörgæslumeðferð, skurð- aðgerð, lyfjameðferð eða líknarmeðferð. Lækni er skylt að veita sjúklingum sínum bestu hugsanlega meðferð (verknaðar- skylda). Grundvöllur ákvörðunarinnar er klínískt mat á því hvaða meðferð er við hæfi fyrir sjúklinginn, þegar tekið er tillit til gagnsemi hennar, hverjar eru hugsanlegar aukaverkanir og hverjar eru horfurnar með og án meðferðar. Lækni er engan veginn skylt að veita það sem hann telur gagnslausa eða vonlausa með- ferð og á ekki að bjóða sjúklingnum hana sem valkost. Hún bætir ekki ástand hans, eykur ekki batahorfur eða dregur úr þjáningum hans, endurhæfir hann ekki, né eykur lífsgæði hans. Auk þess er hún óþarfa kostnaður fyrir samfélagið og leng- ir aðeins dauðastríðið. Sé meðferð gagns- laus er það læknirinn sem tekur ákvörðun um líknarmeðferð á faglegum forsendum. Hann hefur faglega skyldu til að hlífa sjúklingnum við meðferð sem er líklegri til að gera meira ógagn en gagn (aðhalds- skylda). Sé meðferð óviss, vonlítil en þó ekki vonlaus, er hægt að láta á hana reyna, en hætta henni reynist hún gagnslaus. Mörgum læknum þykir erfitt að hefja von- litla meðferð því það sé svo erfitt að hætta henni. Frá sjónarhóli siðfræðinnar er þessu þveröfugt farið, því það er enginn munur á því að hefja meðferð og hætta henni, hvort tveggja er ákvörðun um læknis- fræðilega meðferð. Sjálfræði sjúklingsins er mikilvægast í ákvörðuninni. Það er grundvallarréttur hans sem persónu, enda ber hann sjálfur ábyrgð á lífi sínu og heilsu. Sjúklingur á rétt á sem bestri læknisfræðilegri meðferð (gæðaréttur), en hann á einnig rétt á að hafna hvaða með- ferð sem honum stendur til boða eða hluta hennar (griðaréttur). Lífslengjandi læknis- fræðileg meðferð er ekki endilega sú sem sjúklingurinn vill þiggja. Vilji sjúklingsins er mikilvægastur í ákvörðuninni því eng- inn getur sagt öðrum hvað gefur lífi hans merkingu eða tilgang, hvað gerir líf hans þess virði að lifa því. Í samvinnu læknis og sjúklings er gerð áætlun um hvaða meðferð er við hæfi út frá gagnsemi, auka- verkunum og horfum og hugmyndum sjúklings um eigið líf. Raunhæft getur verið að veita hluta meðferðar þar sem til dæmis er veitt lífslengjandi meðferð að öðru leyti en að reyna endurlífgun í langt gengnum sjúkdómum. Þær samræður taka aldrei enda, taka verður sér góðan tíma í hvert samtal og nýjar spurningar krefjast nýrra samræðna. Þær verða að vera upp- lýsandi, hreinskilnar og heiðarlegar til að byggja upp gagnkvæmt traust. Þær verða að vera með því tungutaki sem sjúkling- urinn skilur og meðtekur. Sjúklingurinn getur einnig valið að láta lækni sinn bera meginþunga af ákvörðuninni fyrir sig. Læknirinn verður þá að gera heildrænt mat þar sem hann vegur faglegt mat á móti umhyggju fyrir velferð sjúklingsins, að meta hvað honum er fyrir bestu og hvað gefur honum bestu lífsgæðin. Vitrænt skertir sjúklingar og aðstandendur Það ræðst af faglegu mati læknis hvenær sjúklingur er orðinn það vitrænt skertur að hann er ófær um að taka þátt í ákvörð- uninni um meðferð. Við það færist megin- þungi ábyrgðarinnar á ákvörðuninni yfir á lækninn. Það er einnig fagleg ákvörðun læknisins að veita líknarmeðferð sé með- ferðin gagnslaus. Ekki er boðið upp á meðferð sem gerir meira ógagn en gagn- semi hennar getur orðið, meðferð sem framlengir vanlíðan, þjáningar eða dauða- stríðið. Sé lífslengjandi meðferð möguleg eða óviss, leitar læknirinn eftir því hvort þekktur sé fyrri vilji sjúklingsins til að takmarka meðferð, meðan hann hafði vitræna skynsemi. Sé vilji sjúklingsins til að takmarka lífslengjandi meðferð ekki þekktur, liggi ekki fyrir formleg „lífsskrá“, verður læknirinn að reyna að ráða í fyrri vilja hans. Það er gert í góðri sátt við að- standendur. Læknirinn verður þó að meta trúverðugleika frásagna aðstandenda, að ekki liggi fjárhagsleg eða annarleg sjón- armið bak við þær. Liggi fyrir fyrri vilji sjúklings til að takmarka meðferð þegar hann verði orðinn vitrænt skertur eða meðvitundarlaus, skal virða þann vilja. Sé fyrri vilji sjúklings ekki þekktur, gerir læknirinn, eins og áður, heildrænt mat þar sem hann vegur faglegt mat á móti um- hyggju fyrir velferð sjúklingsins. Í samráði við aðstandendur metur læknirinn velferð sjúklingsins, hvað honum sé fyrir bestu, að hve miklu leyti hann njóti lífsins í sam- neyti við aðstandendur sína og umhverfi sitt. Alltaf verður að hafa velferð sjúk- lingsins að leiðarljósi. Á þeim forsendum setur læknirinn meðferðartakmarkanir, að hve miklu leyti er veitt lífslengjandi með- ferð eða líknarmeðferð. Samræðum við aðstandendur lýkur aldrei og krefjast þol- inmæði og skilnings læknisins. Aðstand- endur þarf að vernda og ekki á að leggja á björn Einarsson öldrunarlæknir og heimspekingur beinarss@landspitali.is 380 LÆKNAblaðið 2015/101 a ð S E n D G R E i n Að taka ákvörðun um líknarmeðferð

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.