Læknablaðið - 01.07.2015, Blaðsíða 43
LÆKNAblaðið 2015/101 383
til Íslands en urðu að sjódröngum. Ekið
var sunnan við Slættaratind, hæsta fjall
Færeyja. Austar á eyjunni sést niður á
þorpið Funning við Funningsfjörð. Leiðin
liggur nú norður að Gjógv, fallegri gjá inn
frá sjónum. Þarna er lítil en snotur byggð
og snæddum við þarna hádegisverð.
Síðan var ekið suður með Funn-
ingsfirði að botni Skálafjarðar og svo
austur að Syðrugötu. Á milli hennar
og Norðragötu er Götugjógv. Þar er
fögur, nýleg kirkja sem þjónar allri
Götubyggðinni. Aftan við kórinn er stór,
steindur gluggi eftir Trónd Patursson frá
Kirkjubæ og glerlistaverk eftir hann eru
á veggljósum. Frá kirkjunni héldum við
til Norðragötu. Þar er skemmtileg stytta.
Út frá lóðréttri, slípaðri steinplötu sem
eyjarnar eru teiknaðar á stendur Þrándur
í Götu láréttur. Leiðsögumaðurinn Árant
Hansen, sýndi okkur gamlan bústað sem
kallast Blásastova. Þar eru lokrekkjur er
virðast ótrúlega litlar. Handan götunnar
er gamla kirkjan sem er, líkt og flestar
eldri kirkjur í Færeyjum, tjörguð svört og
gluggar, dyrastafir og turnþök hvítmáluð.
Árant söng þar sálm sem hann sagði
venju að syngja þar og þekktum við hann
að heiman. Okkur var vísað inn í gamlan
kjallara. Þar er talið að Þrándur í Götu
hafi búið og eru tveir sívalir Þrándar-
steinar taldir úr vegghleðslu frá hans
tíð. Lítið sjóminjasafn var þar í næsta
húsi og var einn merkilegasti hluturinn
mælistöng með merkingar hvernig ætti
að skera grindhval til úthlutunar.
Föstudaginn 22. maí var svo haldið
heim á leið og lent á Reykjavíkurflugvelli
kl. 13. Ferðin gekk vel í alla staði og farar-
stjórinn Magnús Jónsson stóð sig vel í
leiðsögninni.
Fögur kirkja í Götugjá,
glerlist skreytir veggi.
Norður-götu er gott að sjá,
gleður Þrándur seggi.
Hann þar stendur styrkum á
stalli og lárétt hallar.
Hann er kominn fornöld frá,
frægð um eyjar kallar.
Haustþing læknafélags
akureyrar
3. október 2015
Hólum, Menntaskólanum á Akureyri
Dagskrá
Sögustund.
Pétur Pétursson læknir
Orsakir og áhrifaþættir slitgigtar.
Þorvaldur Ingvarsson læknir
Er hægt að hafa áhrif á gang slitgigtar?
Helgi Jónsson læknir
Liðvernd og fræðsla: Slitgigtarskólinn.
Þorleifur Stefánsson sjúkraþjálfari
Iðjuþjálfun og slitgigt.
Linda Aðalsteinsdóttir iðjuþjálfari
Stoðtæki og slitgigt.
Kjartan Gunnsteinsson stoðtækjafræðingur
Skurðaðgerðir á stórum liðum.
Jónas Logi Franklín læknir
Slitgigt í höndum.
Ari H. Ólafsson læknir
Slitgigt í hrygg.
Bjarki Karlsson læknir
Endurhæfing slitgigtarsjúklinga.
Ingvar Þóroddsson læknir
Krónískir verkir með slitgigt og meðferð þeirra.
Jósep Blöndal læknir
80 ára afmælishátíð Læknafélags Akureyrar
verður haldin um kvöldið og auglýst nánar síðar.
Skráning á þingið fæst með því að senda tilkynningu
á póstfangið: haustthing2015@gmail.com
U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R