Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2015, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 01.07.2015, Blaðsíða 33
LÆKNAblaðið 2015/101 373 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R Practical og Congress Reykjavík hafa nú sameinað krafta sína undir merkjum CP Reykjavík. Við erum frísklegt og skapandi þjónustufyrirtæki sem skipu- leggur viðburði, ferðir og ráðstefnur fyrir innlenda og erlenda viðskiptavini. RÁÐSTEFNUR / VIÐBURÐIR / HVATAFERÐIR Við gerum atvinnulífið viðburðaríkara www.cpreykjavik.is Í tengslum við þing svæfinga- og gjörgæslulækna var efnt til námskeiðs í kennslu í notkun öndunarvéla dagana fyrir þingið. Um 30 sérfræðilæknar sóttu námskeiðið og leiðbeinendur voru tveir góðir gestir frá Kínverska háskólanum í Hong Kong en þar hefur verið unnið mikið og gott starf í þessu sviði undan- farin ár. Gavin Joynt varð fyrir svörum þegar blaðamann bar að garði og lýsti kennsluaðferðinni og hugmyndafræðinni sem liggur að baki. „Það er rétt að taka strax fram hvað þetta er ekki,” segir Gavin Joynt. „Við erum ekki að kynna nýja tækni eða nýjar aðferðir heldur er þetta aðferðafræði sem snýst um að koma þekkingu og kunnáttu áfram frá einni kynslóð lækna til hinnar næstu; kenna sérfræðingunum að kenna öðrum hvernig best er að haga notkun öndunarvéla við rúmstokk sjúklingins. Upphafið má rekja til þess er við nokkrir sérfræðingar og prófessorar í gjörgæslu- lækningum við Prince Edward-háskóla- sjúkrahúsið í Hong Kong fundum fyrir því að ekki var til gott kennsluefni fyrir unga námslækna. Þannig þróuðum við kennsluefnið í þeim tilgangi að geta kennt fleirum í einu og þurfa ekki að útbúa sama efnið aftur og aftur í hvert skipti sem við fengum nýjan hóp námslækna. Smám saman þróaðist þetta og starfsfélagar okkar við önnur háskólasjúkrahús óskuðu eftir að nota efnið og þannig hefur það dreifst víða um heiminn á þeim árum sem liðin eru síðan.“ Gavin lýsir þessu sem snjóbolta áhrifum því efnið hafi vaxið að gæðum eftir því sem fleiri fara höndum um það. „Við tókum þá ákvörðun strax í upphafi að þetta myndi ekki kosta neitt. Þetta er því í rauninni eign allra sem leggja eitthvað til og hefur þróast á undraverðan hátt og get- ið af sér alþjóðlegt samstarf um kennslu í meðferð öndunarvéla og fjölmörg nám- skeið eru haldin víða um heim á hverju ári sem byggja á þessari aðferð.“ Hann segir efnið mjög skilmerkilega sett fram. „Allir sem vilja kenna þetta fá í hendur fyrirlestra sem þeir þurfa að læra og tileinka sér. Við höfum útbúið kennslu- efni fyrir kennarana sem þeir tileinka sér á netinu og síðan eru undirbúningsnám- skeið eins og þetta hér þar sem beinlínis er farið í saumana á tækjabúnaðinum og hvernig eigi að kenna notkun hans. Hugmyndin er að kjarni sérfræðinga læri að kenna efnið og síðan geta þeir kennt öðrum og þannig koll af kolli. Þetta hefur gefist mjög vel og nú erum við hér að kenna norrænum sérfræðingum hvernig best er að kenna þetta efni,” segir Gavin Joynt sem segir heimsókn sína til Íslands ekki þá fyrstu og reyndar hafi íslenskir gjörgæslu- og svæfingalæknar heimsótt Prince Edward-háskólasjúkrahúsið í Hong Kong fyrir nokkru síðan og þannig hafi samstarfið komist á. Gavin Joynt, lengst til vinstri, útlistar fyrir norrænum sérfræðingum hvernig best sé að kenna notkun öndunarvéla á gjörgæsludeild. „Kennt að kenna“ Segir Gavin Joynt frá Prince Edward-háskólasjúkrahúsinu í Hong Kong

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.