Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2015, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.07.2015, Blaðsíða 17
LÆKNAblaðið 2015/101 357 Spiriva® Respimat® (tíótrópíum) og Spiriva Respimat (tíótrópíum) Striverdi Respimat (olodaterol) Nýtt! Nú fæ st LA BA í Res pima t Striverdi Respimat (olodaterol) er langverkandi β2-örvi (LABA) í Respimat Einu sinni á dag – eins og Spiriva Respimat (tíótrópíum) Respimat innöndunartæki – eins og Spiriva Respimat (tíótrópíum) Skammtur 5 μg (tvær úðanir, hvor um sig 2,5 μg) – eins og Spiriva Respimat (tíótrópíum) Striverdi® Respimat (olodaterol) TILVALIÐ SAMAN IS S tr -1 4- 01 -0 4 fe b. 2 01 4 Ábending: Tíótrópíum er ætlað sem berkjuvíkkandi viðhaldsmeðferð til að lina einkenni hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu (LLT). Ábending: Striverdi Respimat er ætlað sem berkjuvíkkandi viðhaldsmeðferð hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu (LLT). ® Inngangur Langvinn lungnateppa (LLT) er algengur sjúkdómur og tíðni hans fer enn um sinn vaxandi þrátt fyrir minnkandi reykingar.1-3 Sjúkdómur- inn einkennist af versnunum þannig að sjúklingar upplifa skerðingu á lífsgæðum og þurfa að nota meira af lyfjum en venjulega og hugsanlega að leita til heilbrigðisstarfsmanns. Áætlað er að allt að 60% af kostnaði við LLT sé vegna bráðra versnana.2 Bráðaversnun á langvinnri lungna- teppu (BVLLT) er algeng orsök komu á bráðadeildir sjúkrahúsa, heilsugæslustöðvar, bráðaþjónustu heimil- islækna og einnig innlagna á sjúkrahús. 1-3 Vegna þessa er nauðsynlegt fyrir flesta lækna að þekkja til BVLLT bæði greiningar og meðferðar. Einnig er mikilvægt að þekkja mismunagreiningar og leiðir til að koma í veg fyrir endurteknar BVLLT en þær eru fjöldamargar og oft ekki gefinn nægilegur gaumur. Í þessari grein er gefið yfirlit yfir bráða versnun á langvinnri lungna- teppu og sérstök áhersla lögð á að fjalla um hvernig megi koma í veg fyrir endurteknar versnanir. Skilgreining á bráðri versnun á langvinnri lungnateppu Árið 1997 var efnt til alheimsátaks til að vekja athygli ráðamanna, heilbrigðisstarfsmanna og almennings á langvinnri lungnateppu sem vaxandi vandamáli um allan heim. Átakið nefnist á ensku „Global Initiative for Chronic Obstructive Lung Disease", í styttingu GOLD. Þetta átak hefur síðan orðið helsta uppspretta klínískra leiðbeininga um langvinna lungnateppu og eru þær Langvinn lungnateppa er algengur sjúkdómur sem veldur þungri sjúk- dómsbyrði og dauðsföllum. Hún veldur einnig miklum kostnaði í heil- brigðiskerfinu. Ein af ástæðum þessa eru bráðar versnanir sem leiða oft á tíðum til sjúkrahúsinnlagna, lyfjagjafa og annarra kostnaðarsamra aðgerða. Þær eru einnig algeng dánarorsök. Í þessu yfirliti verður farið yfir skilgreiningu á bráðri versnun, orsakir og mismunagreiningar. Meðferð verður rædd og leiðir til að koma í veg fyrir endurteknar versnanir. Meðal þeirra eru lyfjameðferð eins og langvirk berkjuvíkkandi lyf, innöndunar- sterar og samsett meðferð. Þá geta sýklalyf og andoxunarlyf átt við í völd- um tilfellum. Inflúensu- og lungnabólgubólusetningar eru mikilvægar sem og lungnaendurhæfing. Mikilvægt er að meta þátt hjásjúkdóma í bráðum versnunum og meðhöndla einnig þá sjúkdóma. Dæmi um slíka sjúkdóma eru kransæðasjúkdómur og hjartabilun og einnig þunglyndi og kvíði. ÁgrIp uppfærðar reglulega.2 GOLD skilgreinir bráða versnun á langvinnri lungnateppu sem bráðan atburð sem leiðir til vaxandi öndunarfæraeinkenna umfram daglegan breytileika og leiðir til breytinga á venjubundinni með- ferð.2 Algengt er að sjúklingar upplifi að meðaltali tvær versnanir á ári og þær valda skertum lífsgæðum, draga úr lungnastarfsemi og stytta líf sjúklinga eins og sýnt er á mynd 1.3 Þótt um helmingur sjúklinga jafni sig að jafnaði á einni viku er hluti þeirra meira en mánuð að jafna sig og lítill minnihluti nær aldrei fyrri færni. Bráðar versnanir hafa þannig mikil áhrif á líf sjúklinga með langvinna lungnateppu.2-7 Meingerð bráðra versnana Í bráðum versnunum verður aukning bæði á kerfis- og staðbundinni bólgu.1-3 Tíðum versnunum fylgir meira fall í FEV1 ( forced expiratory volume in one second kröf t- ugt fráblástursrúmmál á fyrstu sekúndu) heldur en hjá þeim sem fá fáar versnanir. Því tapa þeir meiri lungna- starfsemi en þeir sem færri versnanir hafa.4,7 Sýkingar Greinin barst 23. mars 2015, samþykkt til birtingar 18. júní 2015. Höfundar hafa útfyllt eyðublað um hagsmunatengsl. Bráð versnun á langvinnri lungnateppu Yfirlitsgrein Gunnar Guðmundsson1,2 læknir 1Lungnadeild Landspítala, 2rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði, læknadeild Háskóla Íslands. Fyrirspurnir: Gunnar Guðmundsson ggudmund@landspitali.is Y F i R l i T S G R E i nhttp://dx.doi.org/10.17992/lbl.2015.06.36 Mynd 1. Áhrif tíðra versnana á sjúklinga með langvinna lungnateppu.3

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.