Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2015, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 01.07.2015, Blaðsíða 19
LÆKNAblaðið 2015/101 359 Blóðgös Ekki er þörf á að taka blóðgös hjá öllum sjúklingum með BVLLT. Mikilvægt er að mæla blóðgös hjá þeim sem eru með LLT á GOLD- stigi III og IV en einnig hjá þeim sem hafa fyrri sögu um koltvísýr- ingsbilun og hjá þeim sem hafa skerta meðvitund. Hjartalínurit Hjartalínurit er tekið til að greina hjásjúkdóma í hjarta sem gætu verið til staðar á sama tíma eins og bráð kransæðaheilkenni eða hjartsláttartruflanir Myndgreiningarrannsóknir Almennt er talið mikilvægt að taka röntgenmynd af lungum hjá þeim sem koma á bráðamóttöku sjúkrahúsa þar sem er greiður aðgangur að myndgreiningarrannsóknum. Þær geta hjálpað til við að greina lungnabólgu, loftbrjóst og hjartabilun með aukinni vökvasöfnun í lungu og/eða í fleiðruhol. Tölvusneiðmynd af brjóstholi getur verið hjálpleg til að greina hjásjúkdóma eins og lungnakrabbamein og lungnasegarek. Til að hægt sé að greina lungnasegarek þarf að gefa skuggaefni í æð þannig að lungnaæðar komi vel fram. Val um innlögn á sjúkrahús eða meðferð utan spítala Langflesta er hægt að meðhöndla án innlagnar á sjúkrahús. Al- gengar ástæður fyrir innlögn á sjúkrahús er þörf fyrir súrefnisgjöf og öndunaraðstoð og einnig fyrir sýklalyf í æð.1-3 Ef hjásjúkdómar eru til staðar getur einnig verið ástæða til sjúkrahúsinnlagnar. Þá geta hár aldur og færni til sjálfsumönnunar skipt máli.2 Alvar- leiki sjúkdóms getur líka haft áhrif. Ekki eru til ráðleggingar um lengd sjúkrahúsinnlagnar en rannsóknir hafa sýnt betri árangur ef lungnasérfræðingur er með í ráðum og skipulagt meðferðarferli fyrir LLT er til staðar.22 Þá getur aðkoma heimahjúkrunar í heilsu- gæslu eða sérhæfðra lungnahjúkrunarfræðinga í heimaþjónustu eins og er á Landspítala verið mikilvæg við meðferð utan sjúkra- húsa. Meðferð bráðra versnana Berkjuvíkkandi lyf Stuttvirk berkjuvíkkandi lyf hafa lengið verið notuð í versnunum á langvinnri lungnateppu til að slá á einkenni eins og mæði og andarteppu.2,3 Hægt er að nota betaadrenvirk lyf eins og salbúta- mól og andkólínvirk lyf eins og ipatrópíum. Stuttvirk betaadren- virk lyf virka innan 5 mínútna og ná hámarksvirkni innan 30 mín- útna. Andkólínvirk lyf virka innan 10-15 mínútna og ná hámarki innan 30-60 mínútna.2,3 Öfugt við astma, þar sem samlegðaráhrif þessara lyfja eru til staðar í bráðum versnunum, hefur aldrei verið hægt að sýna fram á slíkt í langvinnri lungnateppu. Mælt er með að nota stuttvirk betaadrenvirk lyf í byrjun nema sjúklingur þoli ekki slík lyf, til dæmis vegna aukaverkana, en þá má nota and- kólínvirk lyf. Hefð hefur verið fyrir því að gefa þessi lyf í loftúða á bráðamóttökum og við innlögn á sjúkrahús. Rannsóknir hafa sýnt að innúðalyf gefin í belg geta virkað jafnvel.2 Að jafnaði þarf ekki að gefa lyf í loftúða nema í þrjá daga í sjúkrahúsinnlögn og þá má skipta í fyrri lyf sjúklings. Langvirka betaadrenvirka lyfið formóteról virkar innan mínútna eftir gjöf og má gefa endurtekið við versnun en það er lítið notað við þessar aðstæður.23 Sterar Barksterar hafa lengið verið uppistaðan í lyfjameðferð við bráðri versnun. Það hefur verið talið rökvíst vegna þess að í bráðum versnunum sést bæði kerfisbólga og staðbundin bólga.24-26 Margir þættir hafa verið óljósir varðandi notkun stera í bráðum versn- unum. Þar má nefna tímalengd gjafar, skammtastærð, hvort gefa eigi þá um munn eða í æð. Lengi tíðkaðist að gefa stera í sídreypi ásamt teofyllamíni og glúkósalausn í æð ef sjúklingar voru lagðir inn á sjúkrahús. Eftir 1999 var algengt að gefa stera í æð í þrjá daga og síðan í töfluformi og heildarmeðferðartími var að minnsta kosti tvær vikur og gjarna var steraskammtur minnkaður smátt og smátt á meðferðartímabilinu.27 Nýjustu ráðleggingar byggja á niðurstöðum REDUCE-rannsóknarinnar sem sýndi að meðferð með 40 mg af prednisólón á dag í 5 daga um munn var ekki síðri en meðferð í 14 daga og sást enginn munur á tíma að fyrstu versnun innan 6 mánaða, dánartíðni, bata á öndunarprófum eða fylgikvill- um tengdum meðferð.28 Þannig virðist meðferð með prednisólón 40 mg vera heppileg fyrir flesta en gefa má léttari einstaklingum minna magn. Sýklalyf Sýkingar eru algengasta orsök BVLLT og talið að allt að helmingur þeirra séu vegna bakteríusýkinga. 3,14,15 Algengar bakteríusýkingar eru Hemofílus influensa og Moraxella kataralis. Vegna þessa er mikil- vægt að nota sýklalyf sem þessar tegundir eru næmar fyrir. Mikil- vægt er að hafa í huga að Pseudomonas aeruginosa getur einnig verið mikilvægur orsakavaldur. Þetta á sérstaklega við ef sjúklingur hefur fengið endurteknar sýklalyfjagjafir eða er með berkjuskúlk. Miklar upplýsingar eru til um næmi baktería gegn sýklalyfjum í skýrslum sem sýkladeild Landspítala gerir árlega og hjálpar mikið við rökvíst val sýklalyfja.29 Þannig eiga erlendar klínískar leið- beingar um sýklalyfjanotkun ekki alltaf við á Íslandi vegna mis- munandi næmis baktería gegn sýklalyfjum eftir löndum. Þá hafa rannsóknir sýnt að 5 daga meðferð með sýklalyfjum er nægileg í vægum og meðalslæmum versnunum.2 Almennt hefur verið ráð- lagt að gefa sýklalyf ef sjúklingur er með þrjú megineinkenni sem eru: 1) aukning á mæði, 2) aukið magn uppgangs og 3) aukin þykkt á uppgangi. Einnig er ráðlögð sýklalyfjameðferð ef til staðar eru tvö einkenni og annað þeirra er þykktaraukning á uppgangi.30 Þá er ráðlögð sýklalyfjameðferð hjá þeim sem þurfa á öndunarstuðn- ingi að halda, hvort sem um er að ræða innri eða ytri öndunarvél.2 Líklegt er að breytingar verði á þessum ráðleggingum á næstu árum vegna rannsókna sem nú eru í gangi.31 Slímlosandi meðferð Aukin slímmyndun getur fylgt bráðri versnun á langvinnri lungnateppu. Hjá völdum einstaklingum geta andoxunarlyf sem valda slímlosun gert gagn í bráðum versnunum.32 Y F i R l i T S G R E i n

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.