Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2015, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 01.07.2015, Blaðsíða 30
U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R 370 LÆKNAblaðið 2015/101 Læknafélag Íslands bauð útskriftar- árgangi 2015 úr læknanámi til hófs í Hlíðasmáranum í tilefni áfangans og undirritunar heitorðsins fornfræga, Hippókratesareiðsins. Þorbjörn Jónsson formaður Læknafé- lags Íslands bauð gesti velkomna og sagði læknastarfið hafa notið virðingar í samfé- laginu um langan aldur og svo væri enn. „Við eigum að haga okkur í samræmi við það og gæta vandvirkni, samviskusemi og heiðarleika í öllum okkar störfum. Ef við temjum okkar þetta munum við ávinna okkur traust og trúnað bæði sjúklinga okkar og alls almennings.“ Þorbjörn rifjaði stuttlega upp kjara- baráttu síðasta árs og kvaðst vonast til að bjartari tímar væru framundan í heil- brigðiskerfinu. „Læknar fengu sanngjarna launahækkun útúr síðustu samningum en betur má ef duga skal og launamál kand- ídata eru ekki leidd til lykta ennþá en þar get ég lofað ykkur að Læknafélag Íslands mun fylgja því eftir þar til því er lokið.“ Þorbjörn bað síðan viðstadda að lyfta glösum og skála fyrir hinum nýútskrifuðu læknum og bauð þau hjartanlega velkom- in í Læknafélag Íslands. Magnús Karl Magnússon forseti lækna- deildar Háskóla Íslands ávarpaði gesti og „Tileinkið ykkur vandvirkni, samviskusemi og heiðarleika“ sagði Þorbjörn Jónsson formaður LÍ við nýútskrifaða læknakandídata ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Boð Læknafélags Íslands fyrir nýútskrifaða lækna var hátíðlegt að vanda. Þorbjörn Jónsson formaður LÍ og Magnús Karl Magn- ússon forseti læknadeildar gáfu kandídötum vegarnesti út í læknislífið. Mætt voru meðal annarra: Sigurbjörn Sveinsson fyrrum formaður LÍ, Þorbjörn, Inga Þórsdóttir forseti heilbrigðisvísindasviðs, Reynir Arngrímsson formaður Læknaráðs Land- spítala, Sveinn Magnússon í heilbrigðisráðuneytinu, Sigurður Guðmundsson fyrrum landlæknir og Páll Matthíasson Landspítalaforstjóri.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.