Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2015, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.07.2015, Blaðsíða 14
354 LÆKNAblaðið 2015/101 lingar (75%) greindust með endurtekið krabbamein, þar af 5 með staðbundna endurkomu (42%). Þetta er hærri tíðni endurkomu en í nýlegum rannsóknum þar sem hún er oftast á bilinu 10-20%.7, 9, 10, 12-14, 18 Taka verður tillit til þess að rannsókn okkar tekur til 20 ára tímabils og gera má ráð fyrir að stigun hafi verið ófullkomin á fyrri hluta rannsóknartímabilsins, til dæmis voru eitlar í miðmæti oft ekki rannsakaðir með miðmætisspeglun. Á undanförnum árum hefur stigun fyrir aðgerð verið bætt með aukinni áherslu á miðmætisspeglun en einnig berkjuómspeglun og tilkomu jáein- daskönnunar.6, 22, 27 Þannig er unnt að velja betur þá sjúklinga sem sannarlega eiga að gangast undir skurðaðgerð með lækningu að markmiði. Einnig er hugsanlegt að draga megi úr endurkomutíðni þessara æxla, sérstaklega staðbundinni endurkomu, með því að gefa samþætta krabbameinslyfjameðferð og geislameðferð fyrir aðgerð, eins og mælt er með í alþjóðlegum klínískum leiðbein- ingum.21 Einnig hefur reynst vel að gefa samþætta meðferð eftir aðgerð.10 Þótt langtímalífshorfur sjúklinga í þessari rannsókn hafi verið lakari en í nýlegum erlendum rannsóknum, verður að hafa í huga að flestar þeirra eru afturskyggnar og byggja á litlu sjúklingaþýði líkt og í okkar rannsókn. Því miður eru ekki til neinar framskyggn- ar slembirannsóknir sem bera sérstaklega saman árangur mis- munandi meðferðarúrræða við Pancoast-æxlum.16 Einnig verður að hafa í huga hvernig sjúklingar voru valdir í þeim rannsóknum sem við berum okkur saman við, en oftast er um að ræða sjúklinga með lágt stigaðan sjúkdóm og hátt virkniskor.16 Okkar rannsókn náði aðeins til 12 sjúklinga sem voru skornir af 5 læknum á tveggja áratuga tímabili. Leiða má líkur að því að reynsla skurðlækna við jafn flóknar aðgerðir hafi áhrif á árangur þeirra, án þess að hægt væri að sýna fram á það með okkar gögnum. Því verður að gera fyrirvara við beinan samanburð á okkar niðurstöðum og þeirra rannsókna sem þegar liggja fyrir. Meirihluti sjúklinganna var með verki við greiningu (8/12), annaðhvort í öxl (5/12) eða í brjóstkassa (3/12), sem er svipað hlut- fall og í öðrum rannsóknum.9, 26 Enginn sjúklingur reyndist vera með Horners-heilkenni, rýrnun á griplim eða bjúg á handlegg við greiningu. Þessi einkenni endurspegla oft langt genginn sjúk- dóm vegna ífarandi vaxtar og skurðmeðferð því síður möguleg.1 Athygli vekur hversu margir sjúklingar voru með hósta (6/12), megrun (5/12) og mæði (4/12) við greiningu, sem er hærra en í öðrum sambærilegum rannsóknum.9, 14, 26 Þetta einkennamynstur gæti að einhverju leyti skýrst af því að þriðjungur sjúklinganna R a n n S Ó k n (4/12) hafði sögu um langvinna lungnateppu. Í okkar rannsókn var Pancoast-heilkenni ekki forsenda þess að lungnakrabbamein væri skilgreint sem Pancoast-æxli og er það í samræmi við skil- greiningu bandarísku ACCP-samtakanna.21 Aðeins einn sjúklingur í rannsókninni fékk alvarlegan fylgi- kvilla (8%) í tengslum við aðgerð, en í því tilviki þurfti að breyta blaðnámi í lungnabrottnám vegna mikillar blæðingar (> 1 L). Þessi tíðni alvarlegra fylgikvilla er lág samanborið við erlendar rann- sóknir þar sem hún hefur verið á bilinu 9-17%. 9, 13, 14, 18 Þó verður að hafa í huga að sjúklingar í okkar rannsókn voru fáir og pró- sentutölur því ónákvæmur mælikvarði á árangur. Engu að síður er athyglisvert að svipað hlutfall alvarlegra fylgikvilla sást í stærri ís- lenskri rannsókn á árangri blaðnáms við lungnakrabbameini, eða 7,5%.23 Tíðni minniháttar fylgikvilla reyndist hins vegar há (75%) samanborið við aðrar rannsóknir (18-47%),2, 10, 24 og voru loftleki (5/12) og lungnabólga (2/12) efst á blaði. Þrjátíu daga dánarhlutfall í þessari rannsókn mældist 0%, en í sambærilegum rannsóknum hefur það mælst frá 0 til 6,9%. Helsti styrkleiki þessarar rannsóknar er sá að hún tekur til allra þeirra sjúklinga sem greindust með Pancoast-krabbamein og voru meðhöndlaðir með lungnaskurðaðgerð hjá heilli þjóð um tveggja áratuga skeið. Allir sjúklingarnir voru meðhöndlaðir á sama sjúkrahúsi. Einnig var leitað að sjúklingum í tveimur aðskildum skrám, sem minnkar líkur á því að einhver tilfelli hafi gleymst. Hafa verður í huga að rannsóknin náði aðeins til sjúklinga sem gengust undir skurðaðgerð en ekki allra sem fengu greininguna Pancoast-æxli. Þessi rannsókn endurspeglar því ekki einkenni allra sjúklinga með Pancoast-æxli sem greindust á rannsóknar- tímabilinu. Rannsóknin var afturskyggn en slíkar rannsóknir geta verið takmarkaðar hvað varðar mat á einkennum og fylgikvillum, enda einungis stuðst við upplýsingar úr sjúkraskrám. Einnig er sjúklingaþýði rannsóknarinnar lítið, sem minnkar tölfræðilegt vægi hennar. Árangur skurðaðgerða og skammtímahorfur sjúklinga með Pancoast-krabbamein er góður hérlendis. Langtímahorfur sjúk- linga í þessari rannsókn voru hins vegar lakari en í nýlegum er- lendum rannsóknum og tíðni staðbundinnar endurkomu há. Hér á landi fékk aðeins einn sjúklingur samþætta geisla- og lyfjameð- ferð fyrir aðgerð og er spurningin hvort fleiri sjúklingar ættu að fá slíka meðferð til að fækka endurteknum krabbameinum og bæta horfur. Þakkir fær Gunnhildur Jóhannesdóttir ritari á skurðsviði Land- spítala fyrir aðstoð við leit að sjúkraskrám. 1. Kanner R, Martini N, Foley K. Incidence of pain and other clinical manifestations of superior pulmonary sulcus (Pancoast) tumors. Adv Pain Res Ther 1982; 4: 27-39. 2. Van Houtte P, Maclennan I, Poulter C, Rubin P. External radiation in the management of superior sulcus tumor. Cancer 1984; 54: 223-7. 3. Ginsberg RJ, Martini N, Zaman M, Armstrong JG, Bains MS, Burt ME, et al. Influence of surgical resection and brachytherapy in the management of superior sulcus tumor. Ann Thor Surg 1994; 57: 1440-5. 4. Pancoast HK. Importance of careful roentgen-ray inve- stigations of apical chest tumors. J Am Med Ass 1924; 83: 1407-11. 5. Shen KR, Meyers BF, Larner JM, Jones DR. Special Treatment Issues in Lung CancerACCP Evidence-Based Clinical Practice Guidelines. CHEST J 2007; 132(3_suppl): 290S-305S. 6. Detterbeck FC, Boffa DJ, Tanoue LT. The new lung cancer staging system. CHEST J 2009; 136: 260-71. 7. Bruzzi JF, Komaki R, Walsh GL, Truong MT, Gladish GW, Munden RF, et al. Imaging of Non–Small Cell Lung Cancer of the Superior Sulcus: Part 1: Anatomy, Clinical Manifestations, and Management 1. Radiographics. 2008; 28: 551-60. 8. Peedell C, Dunning J, Bapusamy A. Is There a Standard of Care for the Radical Management of Non-small Cell Lung Cancer Involving the Apical Chest Wall (Pancoast Tumours)? Clin Oncol 2010; 22: 334-46. 9. Rusch VW. Management of Pancoast tumours. Lancet Oncol 2006; 7: 997-1005. 10. Rusch VW, Giroux DJ, Kraut MJ, Crowley J, Hazuka M, Winton T, et al. Induction chemoradiation and surgical resection for superior sulcus non-small-cell lung carc- inomas: long-term results of Southwest Oncology Group Trial 9416 (Intergroup Trial 0160). J Clin Oncol 2007; 25: 313-8. 11. Kunitoh H, Kato H, Tsuboi M, Shibata T, Asamura H, Ichonose Y, et al. Phase II Trial of Preoperative Chemoradiotherapy Followed by Surgical Resection in Patients With Superior Sulcus Non–Small-Cell Lung Cancers: Report of Japan Clinical Oncology Group Trial 9806. J Clin Oncol 2008; 26: 644-9. 12. Attar S, Krasna MJ, Sonett JR, Hankins JR, Slawson RG, Suter CM, et al. Superior sulcus (Pancoast) tumor: experi- ence with 105 patients. Ann Thorac Surg 1998; 66: 193-8. 13. Goldberg M, Gupta D, Sasson AR, Movsas B, Langer CJ, Hanlon AL, et al. The Surgical Management of Superior Sulcus Tumors: A Retrospective Review With Long-Term Follow-Up. Ann Thorac Surg 2005; 79: 1174-9. 14. Tamura M, Hoda MA, Klepetko W. Current treatment paradigms of superior sulcus tumours. Eur J Cardio- Thorac Surg 2009; 36: 747-53. 15. Detterbeck FC. Changes in the treatment of Pancoast tumors. Ann Thorac Surg 2003; 75: 1990-7. 16. www.krabbameinsskra.is Heimildir

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.