Læknablaðið - 01.07.2015, Blaðsíða 31
LÆKNAblaðið 2015/101 371
U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R
Albert Sigurðsson
Anna Andrea Kjeld
Anna Stefánsdóttir
Atli Steinn Valgarðsson
Birta Dögg Ingud. Andrésdóttir
Bryndís Dagmar jónsdóttir
Daði Helgason
Einar Hjörleifsson
Einar örn jóhannesson
Fjóla Dögg Sigurðardóttir
Gísli Gunnar jónsson
Guðlaug Erla jónsdóttir
Guðrún Arna Ásgeirsdóttir
Guðrún Mist Gunnarsdóttir
Gunnar Andrésson
Gunnar S. júlíusson
Gunnhildur Vala Hannesdóttir
Hafdís Sif Svavarsdóttir
Harpa Pálsdóttir
Heiður Mist Dagsdóttir
Helga Lillian Guðmundsdóttir
Helga Valgerður Ísaksdóttir
Helga Þráinsdóttir
Helgi Kristinn Björnsson
Henrik Geir Garcia
Hermann Páll jónsson
Hildur Margrét Ægisdóttir
Hólmfríður Helgadóttir
Hörður Már Kolbeinsson
Indíana Elín Ingólfsdóttir
Inga Hlíf Melvinsdóttir
Inger Björk Ragnarsdóttir
jóhann Már Ævarsson
Karen Eva Halldórsdóttir
Kristín María Guðjónsdóttir
Kristín Pétursdóttir
Kristján Godsk Rögnvaldsson
Kristófer Arnar Magnússon
Kristrún Aradóttir
Margrét Edda örnólfsdóttir
oddur Þórir Þórarinsson
Sigríður Sigurgísladóttir
Sigrún Katrín Kristjánsdóttir
Sindri Stefánsson
Svanborg Gísladóttir
Una jóhannesdóttir
Úlfur Thoroddsen
Valdís Guðrún Þórhallsdóttir
Vilhjálmur Steingrímsson
Þórir Einarsson Long
hampaði bókinni góðu þar sem allir ís-
lenskir læknar hafa skrifað undir heitorð
lækna allt frá árinu 1932. Hann las síðan
upp læknaeiðinn og sagði að þeim myndi
farnast vel sem hefðu hann í heiðri. „Þetta
eru einföld og skýr grundvallaratriði sem
gott er að hafa í huga í erli dagsins.“
Magnús Karl sagði hverjum lækni
mikilvægt að hafa stöðugt í huga að miðla
þekkingu sinni ekki síður en beita henni
við dagleg störf. „Nú eruð þið komin í
hóp þeirra sem þurfa að miðla af þekk-
ingu sinni til þeirra sem yngri eru. Hugs-
ið aftur til þess er þið voruð læknanemar
á 4. og 5. ári og þáverandi kandí datar
voru fyrirmyndir ykkar. Nú eruð þið
orðin fyrirmyndir og verðið áfram síðar
sem deildarlæknar og svo sérfræðingar.
Það skiptir miklu máli í öllu okkar starfi
að beita kunnáttu, auka stöðugt við þekk-
ingu sína og miðla henni áfram.”
Þá tók Inga Þórsdóttir forseti heilbrigð-
isvísindasviðs Háskóla Íslands til máls
og nefndi meðal annars mikilvægi góðs
samstarfs milli heilbrigðisvísindasviðs og
þeirra stofnana sem sinna menntun og
þjálfun nema í heilbrigðisgreinum. „Verði
það svo að þið hverfið til annarra landa
til sérfræðimenntunar hlökkum við til að
sjá ykkur heima á ný og þá vonandi með
nýuppgerðan Landspítala og nýtt hús heil-
brigðisvísindasviðs.“
Einnig tóku til máls Sigurður Guð-
mundsson fyrrverandi forseti heilbrigðis-
vísindasviðs HÍ, Íris Ösp Vésteinsdóttir
formaður FAL og Páll Matthíasson for-
stjóri Landspítalans.
Að svo mæltu komu kandídatar hver af
öðrum og undirrituðu læknaeiðinn í bók-
ina góðu og fengu afhent félagsskírteini
í Læknafélagi Íslands og með það uppá
vasann skal haldið til starfa í hinu íslenska
heilbrigðiskerfi.
Læknakandídatar með ágætiseinkunn ásamt deildarforseta. Frá vinstri: Kristján Godsk Rögnvaldsson, Anna Stefáns-
dóttir, Magnús Karl Magnússon forseti læknadeildar og Heiður Mist Dagsdóttir. Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson.
Listinn geymir nöfn útskrifaðra íslenskra lækna árið 2015. Þau eru 50 alls, 43 útskrifuðust hér heima, fjórir frá Ungverjalandi
og þrír frá Danmörku.
Útskrifaðir kandídatar stilltu sér upp prúðir, stilltir og glaðbeittir þegar þau höfðu undirritað læknaeiðinn í votta viðurvist. Mikill áfangi að baki eftir læknanámið en líka heilmikil
brekka framundan.