Læknablaðið - 01.07.2015, Blaðsíða 37
U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R
LÆKNAblaðið 2015/101 377
vill gjarnan vinna annars staðar, en kemst ekki burt. Það getur
hæglega smitað út frá sér og valdið óheilbrigðu andrúmslofti
sem síðan birtist í auknum fjarvistum, áhugaleysi, mistökum
og kulnun. Oftast eru það bestu starfsmennirnir sem hverfa
burt fyrst, því það er meiri eftirspurn eftir þeim. Þannig „brain
drain“ getur auðveldlega farið illa með stofnanir. Fyrir starfsemi
sem sinnir sjúklingum er sérstaklega mikilvægt að starfsfólkinu
sjálfu líði vel og geti gefið af sér. Sjúkrahússtarfsemi þarf jafn-
framt á sérstaklega umhyggjusömum yfirmönnum að halda til
að skapa þann „umhyggjukúltúr“, sem sjúklingarnir þarfnast.
11. Sjúkrahús verða því ópersónulegri og jafnvel meira
ógnvekjandi fyrir sjúklinga, því stærri sem þau eru. Kvíðastig
sjúklinganna (og aðstandenda) eykst og jafnframt svokölluð „no-
cebo“ áhrif. Auknar líkur eru á að sjúklingar þurfi að bíða óþarf-
lega mikið milli hinna ýmsu rannsókna og aðgerða, og þurfi
að hafa samskipti við óþarflega margt starfsfólk. Þannig aukast
líkur á mistökum. Við sameininguna hefur valkostum sjúklinga
jafnframt fækkað. Margir sjúklingar áttu sitt uppáhaldssjúkra-
hús þar sem þeir höfðu leitað lækninga í áravís. Dæmi eru um að
sjúklingar þori ekki að gagnrýna Landspítalann vegna þess að
þeir geta ekki leitað annað ef þeir verða „óvinsælir“. Það má því
spyrja hversu jákvæð sameiningin var fyrir sjúklingana sjálfa.
Niðurlag
Flest af því sem bent er á hér að ofan hefur þegar komið fram, en
til að svara spurningunni hvort gengið hafi verið til góðs er ekki
síður mikilvægt að skoða hvernig líklegt er að ástandið liti út ef
ekki hefði verið ráðist í sameiningu spítalanna:
a Niðurskurður mannauðs og rúma fjölda hefði líklegast orðið
verulega minni og hægari. Færri deildum lokað.
b Ný álma hefði líklegast verið byggð við Landspítala og ef til
vill við Borgarspítala líka sem hefði leyst húsnæðisþörfina
að mestu.
c Minni flótti fagfólks úr landi og almenn óánægja starfsfólks
minni. Starfsmöguleikar og hreyfanleiki meiri.
d Sankti-Jósefsspítali í Hafnarfirði og fleiri sjúkrahús utan
Landspítala stæðu sterkar.
e Mögulegt væri að einbeita sér betur að því að bæta heilsu-
gæsluna, sem hefur horfið í skuggann af Landspítala-vand-
anum.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
A
c
ta
v
is
5
1
3
0
7
2
Lerkanidipin Actavis
Virkt innihaldsefni: Hver 10 mg filmuhúðuð tafla
inniheldur 10 mg af lerkanidipín hýdróklóríði, sem
samsvarar 9,4 mg af lerkanidipíni. Hver 20 mg
filmuhúðuð tafla inniheldur 20 mg af lerkanidipín
hýdróklóríði, sem samsvarar 18,8 mg af lerkanidipíni.
Ábendingar: Lerkanidipin Actavis er ætlað til
meðferðar við vægum til meðal háum háþrýstingi
(essential hypertension). Skammtar og lyfjagjöf:
Til inntöku. Ráðlagður skammtur er 10 mg einu sinni
á dag a.m.k. 15 mínútum fyrir mat. Auka má
skammtinn upp í 20 mg eftir einstaklingsbundinni
svörun hvers sjúklings. Skammtabreytingar ætti að
gera í skrefum þar sem liðið geta u.þ.b. 2 vikur þar til
blóðþrýstingslækkandi áhrif lyfsins eru að fullu
komin fram. Sumir einstaklingar, sem ekki tekst að
stilla með fullnægjandi hætti með einu blóð-
þrýstingslækkandi lyfi, gætu haft gagn af því að
bæta lerkanidipíni við meðferð með betablokka,
þvagræsilyfi (hýdróklórtíazíði) eða angíótensín
breytiensíma hemli. Þar sem svörunarferill
skömmtunar er brattur en stöðugur við skammta-
stærð milli 20 og 30 mg, er ólíklegt að verkun aukist
við stærri skammta, en hætta er á auknum
aukaverkunum. Aldraðir: Þó gögn um lyfjahvörf og
klínísk reynsla bendi ekki til að þörf sé á aðlögun
skammtastærða ætti að gæta sérstakrar varúðar við
upphaf meðferðar hjá öldruðum. Börn og unglingar:
Ekki er mælt með notkun lerkanidipíns fyrir börn og
unglinga yngri en 18 ára þar sem ekki er nein klínísk
reynsla af notkun þess hjá þeim. Skert starfsemi
nýrna eða lifrar: Gæta þarf sérstakrar varúðar þegar
meðferð sjúklinga með meðal til alvarlega nýrna-
eða lifrarbilun er hafin. Þó þessir sjúklingar þoli
hugsanlega venjulegan ráðlagðan skammt, þarf að
fara varlega við aukningu skammta í 20 mg á dag.
Blóðþrýstingslækkandi áhrif geta verið meiri hjá
sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi þannig að fyrir
þá þarf að meta hvort aðlaga þurfi skammta. Ekki er
mælt með lerkanidipíni fyrir sjúklinga með alvarlega
lifrar- eða nýrnabilun (kreatínín úthreinsun < 30
ml/mín.). Lyfjagjöf: Töflurnar ætti að taka með vatni
a.m.k. 15 mínútum fyrir mat. Frábendingar:
Ofnæmi fyrir virka efninu, einhverju díhýdrópyridíni
eða einhverju hjálparefnanna. Hindrun á útflæði frá
vinstri slegli. Ómeðhöndluð hjartaþröng (congestive
cardiac failure). Óstöðug hjartaöng. Minna en
mánuður frá stíflufleyg í hjartavöðva. Alvarlega skert
starfsemi nýrna eða lifrar. Samhliða notkun með:
Sterkum CYP3A4 hemlum, ciclosporíni,
greipávaxtasafa. Meðganga og brjóstagjöf. Konur á
barneignaaldri nema notaðar séu virkar
getnaðarvarnir. Upplýsingar um aukaverkanir,
milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg
atriði má nálgast í sérlyfjaskrá –
www.serlyfjaskra.is. Pakkningar og hámarksverð í
smásölu (mars 2015): 10 mg, 28 stk.: 1.862 kr.,
10 mg, 98 stk.: 3.448 kr., 20 mg, 98 stk.: 5.486 kr.
Afgreiðsluflokkur: R. Greiðsluþátttaka: G.
Markaðsleyfishafi: Actavis Group PTC ehf. Frekari
upplýsingar: www.actavis.is, s: 550 3300.
Dagsetning nýjustu samantektar um eiginleika
lyfsins: Desember 2014. Mars 2015.
– 10 mg og 20 mg filmuhúðaðar töflur
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
A
c
ta
v
is
5
1
3
0
7
2