Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2015, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 01.07.2015, Blaðsíða 28
368 LÆKNAblaðið 2015/101 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R „Líklega hefur aldrei reynt eins mikið á heilbrigðiskerfið og núna og stóra spurn- ingin sem blasir við okkur er hvernig á að viðhalda því,“ segir Reynir og bætir því við að yfirlýstur vilji stórs meiri- hluta almennings sé að heilbrigðiskerfið sé rekið af hinu opinbera. „Um það er ekki ágreiningur en hnífurinn stendur þó engu að síður í kúnni hvað varðar opinbera fjármögnun.“ „Læknaráð Landspítalans er skipað öllum fastráðnum læknum stofnunarinnar. Læknaráðið kýs sér síðan stjórn sem fer með mál ráðsins á milli ársfunda þess. Ráðinu er ætlað það hlutverk að vera stjórn spítalans ráðgefandi um uppbygg- ingu spítalans og skipulag læknisþjónust- unnar. Þetta getur gerst á tvennan hátt. Annars vegar með því að framkvæmda- stjórn spítalans getur leitað álits ráðsins vegna skipulagsmála, bygginga, lækninga og annars sem stjórnin telur að gagnlegt sé að fá álit Læknaráðsins um. Hins vegar getur læknaráðið líka haft frumkvæði að ályktunum um öll þessi mál og í rauninni hvaða mál sem er sem snerta spítalann sérstaklega eða heilbrigðismál almennt,” segir Reynir og bendir á þessu til árétt- ingar að núverandi skipurit spítalans, skiptingar í svið og undirsvið lækninga, hafi verið unnið í nánu samráði við Læknaráðið. „Það er reyndar orðið tíma- bært að endurskoða það skipulag,“ bætir hann við. Stöðunefnd og fræðslunefnd Mikilvægur hluti af starfi Læknaráðsins felst í starfi stöðunefndar sem fer yfir og metur allar starfsumsóknir sérfræðilækna á spítalanum. „Það er heilmikið starf sem fylgir þessari nefnd þar sem allar umsóknir fara í gegnum hæfnismat sem stöðunefndin gerir. Þá er einnig starfandi fræðslunefnd á vegum ráðsins sem skipuleggur fyrirlestra og fræðslufundi fyrir lækna og það starf hefur verið mjög blómlegt undanfarin ár.“ Hann segir Læknaráðið geta beitt frumkvæði sínu meira og leggur sérstaka áherslu á að mannauðsmál spítalans hafi verið í brennidepli í vetur og vor og þó Læknaráðið standi utan við kjaradeilur og taki ekki beinlínis afstöðu til þeirra sé augljóst að mönnun á sjúkrahúsinu sé háð þeim kjörum sem starfsfólki bjóðast á hverjum tíma. „Við þurfum að leggja áherslu á að laða ungt og hæfileikaríkt fólk að spítalanum og geta boðið ásættanleg kjör og starfsað- stöðu. Til að svo megi verða þarf auðvitað fjármagn og Læknaráðið gæti beitt sér af meiri þunga gagnvart fjárveitingavaldinu og bent á nauðsyn þess að tryggja stofnun- inni nauðsynlega fjármuni til rekstrar og uppbyggingar.“ Reynir segir að vissulega hafi ýmislegt breyst í innra skipulagi spítalans á þeim áratugum sem liðnir eru frá stofnun og Læknaráðið hafi eflaust haft meiri áhrif á árum áður en það hefur í dag. „Það hefur verið bent á að starfshlutfall skrifstofu- stjóra Læknaráðsins hefur verið minnkað um helming og nú skipta formaður og framkvæmdastjóri Læknaráðsins á milli sín einni stöðu. Stjórn Landspítalans hefur einnig breyst verulega frá því sem áður var á meðan skipan og hlutverk Lækna- ráðins hefur haldist óbreytt. Ég held satt að segja að árekstrar á milli þessara aðila séu að miklu leyti úr sögunni og að stjórn Landspítalans og Læknaráðið hafi unnið mjög vel saman undanfarin ár. Ég á ekki von á öðru en að það haldi áfram. “ Hann nefnir í þessu sambandi nýgerð- an kjarasamning Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands við ríkið og þó kjaramál séu viðfang stéttarfélaga lækna hafi Læknaráðið aðkomu að útfærslu þeirra innan stofnunarinnar, hvað varðar starfslýsingar og vinnufyrirkomulag. Þess má geta að auk Læknaráðs er starfandi Hjúkrunarráð Landspítalans og er það stjórn spítalans til ráðgjafar um málefni hjúkrunar. „Þessi tvö ráð gætu eflaust haft meira samráð sín á milli um ýmis mál en stjórn spítalans hefur litið svo á að umsagnarhlutverk ráðanna sé skýrt aðgreint, hvað varðar hjúkrun annars vegar og lækningar hins vegar.“ Hann segir mikilvægi beggja þessara ráða við framtíðar stefnumótun Land- spítalans vera algjörlega ótvírætt. „Fram- kvæmdastjórn spítalans hlýtur að leita til beggja ráðanna um stefnumótun til fram- tíðar og samhliða því ættu ráðin að taka upp samstarf um mótun tillagna á þessu sviði. Öll hugsun um hjúkrun og lækning- ar hefur tekið róttækum breytingum frá sem áður var og samstarf um stefnumótun ætti að endurspegla þá teymisvinnu og samstarf sem þegar er staðreynd í daglegu starfi á spítalanum.“ Húsnæðismál og kennsluhlutverk Einna mikilvægast varðandi framtíð Land- spítalans eru húsnæðismálin. Reynir segir að mjög brýnt sé að hefja framkvæmdir „Brýnt að hefja framkvæmdir við nýjan spítala“ segir Reynir Arngrímsson nýkjörinn formaður Læknaráðs Landspítalans ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.