Læknablaðið - 01.07.2015, Blaðsíða 29
LÆKNAblaðið 2015/101 369
U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R
við nýja byggingu hið fyrsta. „Það munar
hreinlega um hvert ár, að ekki sé sagt
mánuð, sem þetta mál dregst,“ segir hann
og bætir við að Læknaráðið þurfi að taka
skýra afstöðu í þessu máli hið fyrsta og
innbyrðis ágreiningur læknanna um
staðsetningu og hönnun verði að víkja
fyrir hinum stærri hagsmunum. „Lækna-
ráðið hefur ályktað um húsnæðismálin í
gegnum árin en ágreiningur hefur verið
uppi sem dregið hefur úr þunga þeirra
ályktana.“
Reynir dregur enga dul á þá skoðun
sína að húsnæði Landspítala sé algjörlega
óviðunandi og engan veginn samboðið
því hlutverki sem stofnuninni er ætlað
að gegna. „Það er viðvarandi ástand að
deildir séu yfirfullar og gjörgæslan og
fleiri deildir springa í hverjum inflú-
ensufaraldri. Þegar kemur að því að
móta stefnu spítalans í húsnæðismálum á
sjúklingurinn að sjálfsögðu að vera í fyrsta
sæti. Þar er tvennt sem skiptir mestu
máli: skipulag húsnæðisins og hraði fram-
kvæmdanna. Við getum ekki leyft okkur
að bíða lengur með að hefja framkvæmdir.
Þetta hefur verið á dagskrá allt frá árinu
2003 og löngu tímabært að hefja verkið.”
Þá er ónefnt hlutverk Landspítalans
sem háskóla- og rannsóknasjúkrahúss og
Reynir segir ekki hægt að tala um hús-
næðismál Landspítalans án þess að hugað
sé samhliða að uppbyggingu aðstöðu til
kennslu í heilbrigðisgreinum. „Það er
óneitanlega mikill kostur þegar þetta er
allt skoðað í samhengi að byggingar séu
á sama svæðinu. Það má ekki gleymast í
þessu samhengi að á hverju ári eru 1500-
1700 nemendur í heilbrigðisgreinum að
stunda nám innan Landspítala. Aðstaða
fyrir nemendur hefur aldrei verið góð á
Landspítalanum en með fjölgun nemenda
á síðustu árum hefur hún versnað. “
Ekki verður hjá því komist að spyrja
nýkjörinn formann Læknaráðs Land-
spítalans að því hver sé skoðun hans á
lagasetningu ríkistjórnarinnar á verkfall
hjúkrunarfræðinga og Bandalags háskóla-
manna á dögunum. „Það eru mikil von-
brigði að sett hafi verið lög á verkföllin
í stað þess að ná samningum við þessar
stéttir. Læknaráð Landspítalans er alveg
einhuga í þeirri afstöðu sinni að öllum
starfsmönnum spítalans séu tryggð
sanngjörn laun og í samræmi við þeirra
menntun og sérhæfingu. Þannig erum
við sammála þeirri grundvallarkröfu sem
sett var fram í þessari kjarabaráttu, að
menntun sé metin til sanngjarnra launa,
þó Læknaráðið hafi hvorki forsendur né
umboð til að taka afstöðu til kröfugerða
einstakra stéttarfélaga. Það á heldur ekki
að vera vandamál árið 2015 að launajafn-
rétti kvenna og karla sé ekki til staðar
og að svokallaðar kvennastéttir þurfi að
berjast harðar fyrir launum sínum en
karlastéttir. Gleymum því ekki að um 80%
af starfsmönnum Landspítalans eru konur
og ójafnrétti til launa er okkur ekki sam-
boðið í dag,“ segir Reynir Argrímsson að
lokum.
„Húsnæði Landspítalans er engan
veginn samboðið því hlutverki sem
stofnuninni er ætlað að gegna,“
segir Reynir Arngrímsson ný-
kjörinn formaður Læknaráðs Land-
spítala.