Læknablaðið - 01.07.2015, Blaðsíða 35
LÆKNAblaðið 2015/101 375
meta ef hjúkrunarfræðingurinn kemur
til mín og spyr hvort ég hafi ekki gleymt
að gefa lyfið lyfið sem yfirleitt er gefið
við þessum kvilla. Mjög líklega hafði ég
ástæðu til að breyta útaf venjunni en hafi
ég af einhverjum ástæðum gleymt þessu
er ég afskaplega þakklátur fyrir ábend-
inguna. Þetta er breyting frá því sem
áður var þar sem enginn þorði að draga í
efa ákvörðun læknisins. Nú vinnum við
öll saman, hver hefur sitt sérsvið og ber
ábyrgð á því en við vinnum saman og
tölum saman og þannig getum við aukið
öryggi og bætt þjónustuna.“
Vincent leggur mikla áherslu á teymis-
vinnu í gjörgæslulækningum. „Það leiðir
í rauninni af sjálfu sér þar sem sjúklingar
okkar eru mjög veikir og oft stafa veik-
indin af fleiri en einni ástæðu. Tilfellin
eru flókin og erfið og við þurfum að leggja
saman þekkingu okkar og reynslu til að
finna réttu leiðina að meðhöndlun og
lækningum. Við þurfum einnig að sinna
sjúklingum okkar allan sólarhringinn svo
samskiptin verða enn mikilvægari þegar
koma þarf upplýsingum áfram til næstu
vaktar og þannig koll af kolli. Ástand
sjúklinga okkar tekur oft fyrirvaralausum
breytingum og meðhöndlunin þarf að
taka mið af því, fylgjast þarf með sjúkling-
unum hverja mínútu og þetta gerir starf
okkar gríðarlega spennandi og ögrandi.
Allt gerir þetta að verkum að teymis-
vinnan er afskaplega mikilvæg.“
Sjúklingarnir eru eldri og veikari
Aðspurður um hverjar hafi verið helstu
breytingar í gjörgæslulækningum á síð-
ustu áratugum, segir Vincent það í raun-
inni felast í meðhöndlun sjúklinganna.
„Við höfum ekki séð stórkostlegar breyt-
ingar í tækni eða búnaði í gjörgæslunni þó
búnaðurinn hafi vissulega þróast og orðið
betri. Aðrar greinar læknisfræðinnar hafa
tekið stærri stökk á tæknisviðinu en okkar
og ýmis lyf hafa komið fram en við njótum
sannarlega góðs af ýmsu sem aðrar sér-
greinar hafa fram að færa.
En það er í rauninni hin læknisfræði-
lega nálgun sem hefur breyst. Við höfum
dregið úr vélrænum inngripum og notum
til að mynda öndunarvélar minna en áður,
stillum blóðgjöfum í hóf, erum miklu
nákvæmari í því að gefa sjúklingum okkar
næringu, við höfum dregið úr notkun
svefnlyfja, í stuttu máli höfum við dregið
úr inngripum á mörgum sviðum en náum
samt betri árangri með sjúklinga okkar en
áður.“
Vincent bendir á í lokin að dánartíðni
sjúklinga í gjörgæslu hafi ekki lækkað og
hafi um mörg undanfarin ár verið á milli
10-15%. „Ef dánartíðnin myndi lækka
verulega mætti spyrja hvort sjúklingarnir
hafi þurft á gjörgæslu að halda en það eru
önnur merki sem segja okkur að árangur-
inn sé mælanlegur og umtalsverður. Með-
alaldur sjúklinga okkar hefur hækkað um
10-15 ár frá því fyrir 20-30 árum. Við erum
að meðhöndla miklu eldra og veikara fólk
en áður en dánartíðnin hefur staðið í stað
og það er sannarlega ánægjulegt að sjá
að framþróunin í greininni skilar sér á
þennan hátt.“
Alma D. Möller forseti þings Samtaka norrænna
svæfinga- og gjörgæslulækna og Jean-Louis Vincent
yfirlæknir og prófessor við Brusselháskóla.
U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R