Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2015, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 01.07.2015, Blaðsíða 41
LÆKNAblaðið 2015/101 381 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R þá óraunhæfa ábyrgð. Þeir eru syrgjendur, það er fyrst og fremst þolendur. Óskir þeirra um óraunhæfa meðferð sem læknir telur gagnslausa eða samrýmast ekki velferð sjúklingsins markast oft af tilfinn- ingum og umhyggju fyrir sjúklingnum og vanmætti þeirra að geta ekkert gert fyrir hann. Þá þarf að upplýsa um forsendur ákvörðunar læknisins, bæði faglegar og hvað samrýmist best velferð sjúklingsins. Það þarf að gera með tungutaki sem þeir skilja. Það þarf að koma þeim í skilning um að þeir beri enga ábyrgð á henni né taki yfir ábyrgð sjúklingsins. Oftast er þeim það léttir. Það er ótækt að láta að- standendur standa í þeirri trú að þeir beri ábyrgð á dauða ástvinar síns. Við höfum dæmi um að aðstandendur burðist með samviskubit í áratugi ef ekki ævilangt. Að spyrja aðstandendur um samþykki þeirra fyrir því að ástvinur þeirra fari á líknar- meðferð er því ófaglegt. Séu aðstandendur ósáttir við mat og ákvörðun læknisins er sjálfsagt að fá álit annars læknis og er sá réttur víða bundinn í lög. Þá skal kalla til annan lækni með sambærilega fræðilega þekkingu eða yfirlækni. Einnig er hægt að leita til siðanefndar viðkomandi sjúkra- húss eða Embættis landlæknis. Siða- nefndir geta gefið álit, en aldrei tekið yfir meðferð sjúklingsins. Fullnægjandi líknarmeðferð Útskýra þarf fyrir sjúklingum og aðstand- endum hvað líknarmeðferð felur í sér. Líknarmeðferð er markviss læknisfræðileg meðferð með þau markmið að líkna, að lina þjáningar sjúklingsins og auka lífs- gæði meðan hann er að deyja úr sjúkdómi sínum, þegar lífslengjandi meðferð er gagnslaus, sjúkdómurinn ólæknandi og líknin er eina meðferðin sem hægt er að veita. Grundvöllur þess að veitt sé góð og fullnægjandi líknarmeðferð er að gera sér grein fyrir því að ásetningurinn með með- ferðinni er aldrei að stytta líf sjúklingsins heldur að lina þjáningar hans. Ákvörðun um læknisfræðilega meðferð hefur alltaf að einhverju leyti ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Því verður að líta til þess hver ásetningurinn var með ákvörðuninni, að hverju var stefnt. Ásetningurinn er megin- inntak lögmálsins um tvennar afleiðingar. Það var sett fram af Thomasi frá Aquino (1225-1274), sem var heimspekingur kaþólsku kirkjunnar, og staðfest af Píusi páfa XII árið 1958. „Við sérstakar aðstæður er réttmætt að framkvæma verknað sem hefur, auk þeirra góðu afleiðinga sem stefnt er að, í för með sér aðrar afleiðingar sem aldrei er réttlætanlegt að stefna beinlínis að af ráðnum hug.“ Samkvæmt lögmálinu um tvennar afleiðingar skiptir ásetningurinn öllu máli og er alltaf hægt að veita góða og fullnægjandi líknarmeð- ferð. Verki er alltaf hægt að meðhöndla með því að gefa stærri skammta af morfíni, þó svo maður sé meðvitaður um að morfín er öndunardempandi í stórum skömmtum. Það skiptir ekki lengur máli þó líf sjúklingsins styttist, því það er ekki ásetningurinn. Sé ekki hægt að lina þjáningar sjúklingsins er það á sama hátt réttlætanlegt að svæfa sjúklinginn líknar- svefni (palliative sedation) meðan hann er að deyja úr sjúkdómi sínum. Líknardráp er óþarfa valkostur Líknardráp (euthanasia) er sá verknaður að binda enda á líf af ásetningi, að beiðni sjúklings, þar sem hann er að deyja úr banvænum sjúkdómi, í líknandi skyni vegna óbærilegra ómeðhöndlanlegra þjáninga. Það samrýmist ekki inntaki læknisstarfsins, að lækna eða líkna, að læknar taki að sér að stytta líf sjúklings af ásetningi. Samkvæmt lögmálinu um tvennar afleiðingar er alltaf hægt að veita góða og fullnægjandi líknarmeðferð. Frá sjónarhóli læknisins er líknardráp því óþarfur valkostur. Krafan í þjóðfélaginu um að lögleiða líknardráp byggir á því að við læknar höfum ekki veitt nægilega góða og fullnægjandi líknarmeðferð með- an sjúklingurinn er að deyja úr sjúkdómi sínum. Það stendur því upp á okkur lækna að veita fullnægjandi líknarmeðferð. Heimildir Guðmundsdóttir A. Hvernig deyja læknar? Læknablaðið 2015; 101: 43. Murray K. How doctors die. J Miss State Med Assoc 2013; 54: 67-9. Árnason V. Siðfræði lífs og dauða, 2. útg, Háskóli Íslands, Siðfræðistofnun og Háskólaútgáfan, Reykjavík 2003. Kalmar County Council are looking for specialists in gene- ral medicine. We offer you a good work environment and understand the value of balance in life between work and leisure. Interested? Please contact Rebecca Denckert, e-mail rebecca.denckert@ltkalmar.se • Ltkalmar.se General Practitioners to the southeastern Sweden

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.