Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 7
LÆKNAblaðið 2015/101 295 R i T S T J Ó R n a R G R E i n Læknar um allan heim sem meðhöndlað hafa sjúklinga með lifrarbólgu C upplifa nú ævintýralega tíma. Á síðustu misserum hafa komið á markað ný lyf sem lækna langflesta af þessum alvarlega sjúkdómi og hafa jafnframt litlar aukaverkanir. Á sama tíma og þessum sigri læknisfræðinnar er fagnað hefur skuggi hvílt yfir meðferð sjúklinga með lifrarbólgu C hér á landi. Talið er að um 150.000.000 einstaklinga séu smitaðir af lifrarbólgu C á heimsvísu. Af þeim sem smitast fá 20-30% skorpulifur, gjarnan 20-30 árum eftir smit. Lifrarbólga C er ein algengasta orsök skorpulifrar á Vesturlöndum og algeng ábending fyrir lifrarígræðslu. Á Íslandi hafa um 1500 einstaklingar greinst með smit af völdum lifrarbólgu- veiru C. Nokkur hópur hefur fengið lyfja- meðferð og læknast. Einnig eru margir úr þessum hópi látnir. Ekki er vitað hversu margir eru með virka sýkingu en áætluð tala er 800-1000 einstaklingar. Nýgengi skorpulifrar hefur vaxið mjög á undanförnum árum hér á landi og athug- anir sýna að lifrarbólga C á þar stóran hlut. Að öllu óbreyttu mun þessi sjúkdómur á næstu árum og áratugum verða vaxandi byrði á heilbrigðiskerfi Íslendinga, meðal annars vegna vaxandi fjölda sjúklinga sem mun þurfa lifrarígræðslu. Fjöldi rannsókna hefur sýnt að lyfjameð- ferð sem upprætir veiruna stöðvar einnig framrás lifrarskemmda. Þeir sem eru með sjúkdóminn á frumstigi fá ekki skorpulifur og þeir sem eru komnir með skorpulifur geta haldist í stöðugu ástandi til lengri tíma og þurfa síður á lifrarígræðslu að halda. Rúmlega 20 ár eru síðan fyrst var farið að beita lyfjameðferð við þessum sjúkdómi. Hornsteinn meðferðar var lengi vel lyfið interferón-alfa sem sprautað er undir húð. Á fyrstu árum þeirrar meðferðar læknuð- ust innan við 10% sjúklinga. Með því að þróa meðferðina frekar og bæta við lyfinu ríbavírín var hlutfallið komið um og yfir 50%. Meðferðin varir í 12-24 mánuði og hefur gjarnan miklar aukaverkanir í för með sér. Árið 2011 komu á markað fyrstu lyfin með beina verkun á lifrarbólguveiru C, prótínasahemlarnir bóseprevír og telap- revír. Þessi lyf voru gefin með interferóni og ríbavíríni og jókst uppræting veirunnar úr um 50% í 70-75%. Því miður voru aukaverk- anir gríðarlegar. Síðan hefur þróunin verið hröð. Ný kynslóð prótínasahemla er komin í notkun og einnig pólýmerasahemlar og NS5A-hemlar. Lyf úr mismunandi flokkum eru gjarnan notuð í samsettri meðferð tveggja eða fleiri lyfja. Árangur meðferðar fer nokkuð eftir arfgerð veirunnar en sem dæmi má nefna að samsett meðferð með ledipasvír og sófósbúvír (Harvoni®) í 8-12 vikur leiðir til upprætingar veirunnar í 95- 100% tilvika ef um arfgerð 1 er að ræða. Aukaverkanir eru tiltölulega litlar. Lyfið sófósbúvír (Sovaldi®) kom á markað í Bandaríkjunum síðla árs 2013 og á síðasta ári á Norðurlöndunum og víðar í Evrópu. Samsetning ledipasvír og sófós- búvír (Harvoni®) og paritaprevír, ritónavír og ombitasvír (Viekirax®) gefið ásamt dasabúvír (Exviera®) kom á markað í Banda- ríkjunum í nóvember 2014 og er í notkun á Norðurlöndunum. Af öðrum lyfjum má nefna símeprevír (Olysio®) og daklatasvír (Daklinza®). Þar sem hin nýju lyf eru dýr er meðferðin víðast hvar takmörkuð, enn sem komið er, við þann hóp sjúklinga sem eru með umtalsverða örvefsmyndun í lifur eða þegar komnir með skorpulifur. Hver er staðan hér á landi? Hún er sú að í lok maí árið 2015 hafa sjúklingar með lifrarbólgu C, meira að segja þeir sem eru komnir með skorpulifur og aðrir í brýnni þörf, ekki aðgang að þessum nýju lyfjum. Jafnvel sjúklingar sem hafa ekki svarað meðferð með eldri lyfjum eiga ekki kost á slíkri meðferð. Öllum umsóknum um markaðssetningu og notkun þeirra lyfja sem að ofan er getið er synjað á þeirri for- sendu að þau rúmist ekki innan ramma fjárveitinga. Þessi staða á sér ekki hlið- stæðu í þeim löndum sem við viljum helst bera okkur saman við. Ég efast reyndar um að það eigi sér fordæmi í heilbrigðiskerfi Íslendinga á síðari árum að svo stórum hópi sjúklinga með alvarlegan sjúkdóm sé neitað um jafnáhrifaríka meðferð – með- ferð sem íbúum annarra Norðurlandaþjóða stendur til boða. Þegar ástandið er rætt við starfsbræður erlendis vekur það furðu og hneykslan. Hvernig getur þetta gerst hér á Íslandi, hjá þjóð sem flokkast meðal auðugri þjóða í heiminum? Ég ætla ekki í þessari stuttu grein að gera tilraun til að greina rót vand- ans. Ég hygg að allir sem að heilbrigðis- þjónustunni koma, hvort sem það er í heil- brigðisráðuneytinu, innan Sjúkratrygginga Íslands eða á sjúkrastofnunum, hafi að leiðarljósi að Íslendingar geti notið bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu. Orsakir þess að svona er komið eru vafalítið marg- víslegar og kerfislægar og snerta meðal annars hvernig staðið er að ákvarðanatöku um upptöku nýrra lyfja og fjárveitingar til málaflokksins. Það sem skiptir mestu máli núna er lausn fáist skjótt þannig hægt sé að hefja meðferð með nýju lyfjunum hjá sjúkling- um með lifrarbólgu C, sérstaklega þeim sem eru í mjög brýnni þörf, þannig að þessi smánarblettur á okkar samfélagi haldi ekki áfram að stækka. Heimildir 1. Ward JW. Hepatitis C virus: The 25-year journey from discovery to cure. Hepatology 2014; 60: 1479-82. 2. Ólafsson S, Bergmann Ó, Jónasson JG, Björnsson E. Major increase in the incidence of cirrhosis in Iceland – results of a nationwide populationbasedstudy. Hepatology 2011; 54: Suppl 4: A460. Revolution of hepatitis C antiviral therapy: when will icelanders gain access to the new drugs? Sigurdur olafsson, MD, FACP Director of Hepatology, Divi- sion of Gastroenterology, Department of Medicine Land- spitali University Hospital Reykjavík, Iceland Byltingarkenndar framfarir í meðferð lifrarbólgu C Hvers eiga íslenskir sjúklingar að gjalda? Sigurður Ólafsson meltingar- og lifrarlæknir Settur yfirlæknir meltingar- lækninga Landspítala sigurdol@landspitali.is Meðferð við ofnæmiskvefi1 Meðferð við ofnæmiskvefi1 flútíkasónfúróat Hver sem ástæðan er, hver sem árstíðin er * Notist eingöngu í nef ap ríl 2 01 5 I S/ FF /0 00 1d /1 2 (1 ) AVAMYS nefúði, dreifa. Hver úðaskammtur gefur 27,5 míkrógrömm af flútíkasónfúróati. Ábendingar: Avamys er ætlað til notkunar hjá fullorðnum, unglingum og börnum (6 ára og eldri), Avamys er ætlað til meðferðar við einkennum ofnæmiskvefs. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir og unglingar (12 ára og eldri): Ráðlagður upphafsskammtur er tveir úðaskammtar í hvora nös einu sinni á dag. Þegar fullnægjandi stjórn á einkennum hefur náðst gæti minni skammtur, einn úðaskammtur í hvora nös, nægt til viðhaldsmeðferðar. Skammturinn skal stilltur á minnsta skammtinn sem viðheldur fullnægjandi stjórn á einkennum. Börn (6 til 11 ára): Ráðlagður upphafsskammtur er einn úðaskammtur í hvora nös einu sinni á dag. Sjúklingar sem sýna ekki fullnægjandi svörun við einum úðaskammti í hvora nös einu sinni á dag geta notað tvo úðaskammta í hvora nös einu sinni á dag. Þegar fullnægjandi stjórn á einkennum hefur náðst er mælt með því að minnka skammtinn niður í einn úðaskammt í hvora nös, einu sinni á dag. Börn yngri en 6 ára: Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá börnum yngri en 6 ára. Öryggi og verkun hjá þessum hópi hafa ekki verið vel staðfest. Aldraðir sjúklingar og sjúklingar með skerta nýrnastarfsemi: Engin þörf er á aðlögun skammta hjá þessum hópum. Sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi: Engin þörf er á aðlögun skammta þegar um væga eða miðlungsmikla skerðingu á lifrarstarfsemi er að ræða. Engar upplýsingar liggja fyrir um sjúklinga með mikið skerta lifrarstarfsemi. Frábendingar Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. MARKAÐSLEYFISHAFI: Glaxo Group Ltd, 980 Great West Road, Brentford, Middlesex, TW8 9GS, Bretland. Fulltrúi markaðsleyfishafa: GlaxoSmithKline ehf. Þverholti 14, 105 Reykjavík, Ísland, Sími 530 3700, Dagsetning endurskoðunar textans: mars 2015. Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá –www.serlyfjaskra.is Pakkningar og verð (apríl 2015) Avamys nefúði 27,5 mcg/sk 120 skammtar R,G 2.952 kr Aukaverkanir má tilkynna á vef Lyfjastofnunar: www.lyfjastofnun.is/Aukaverkanir/tilkynna eða til GlaxoSmithKline í síma 530 3700. Heimildir: 1. www.serlyfjaskra.is. IS_FF_0001d_12(1)_Avamys_Advert_A4_April2015.indd 1 22.04.2015 15:17:52 http://dx.doi.org/10.17992/lbl.2015.06.28

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.