Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 12
300 LÆKNAblaðið 2015/101 Meðaltími frá aðgerð að greiningu gallrásarsteins var 374±501 dagar (miðgildi 120 dagar, bil 1-1723). Gallrásarsteinn greindist á fyrstu tveimur árum frá aðgerð hjá 31 sjúklingi (77,5%) en hjá 9 sjúklingum (22,5%) síðar (mynd 1). Við nánari skoðun sást að 40% (n=16) greinust strax á fyrsta mánuði eftir gallblöðrutöku og helmingur allra sem fengu gallrásarstein voru búnir að fá einkenni hans á fyrstu fjórum mánuðum eftir aðgerð. Af þeim 16 sjúklingum sem greindust á fyrsta mánuði eftir aðgerð var fram- kvæmd gallrásarmyndataka í aðgerð hjá þremur (19%). Hjá einum vegna þekkts steins fyrir aðgerð og hjá tveimur vegna hækkunar á lifrarprófum. Hinir 13 sjúklingarnir voru ekki með óeðlileg lifrar- próf, víkkun á gallgöngum eða annað sem benti til steina í gallrás fyrir aðgerð. Tíðni fyrri gallrásarsteina, gildi bílirúbíns og víkkun á gall- göngum án sjáanlegs steins við gallblöðrutökuna var svipað hvort sem gallrásarsteinar greindust fyrir eða seinna en tveimur árum eftir aðgerð (tafla I). Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn og náði til sjúklinga sem greindust með gallrásarstein með eða án sýkingar í gallrás (ICD-10 K80.3 og K80.5) á árunum 2008-2011 og höfðu áður farið í gallblöðrutöku á Landspítala. Í upphaflega rannsóknarhópnum var 51 sjúklingur en 11 voru útilokaðir frá rannsókninni af eftirfarandi ástæðum: alvarlegur gallrásarskaði (n=1), röng skráning (n=7) og röng grein- ing (n=3). Heildarfjöldi sjúklinga í rannsókninni var því 40. Skráð voru töluleg gildi og upplýsingar fyrsta gallrásarsteinakasts eftir gallblöðrutöku. Upplýsingum um sjúklinga var safnað úr sjúkraskrárkerfi Landspítala. Skráð voru lifrar- og brispróf (ALAT, ALP, bílirúbín, lípasi) fyrir gallblöðrutöku og við greiningu gallrásarsteins, niður- stöður myndgreininga og speglana, ábending aðgerðar, fyrri saga um gallblöðru- eða gallrásarsýkingu og fylgikvillar gallblöðru- töku. Skráður var tími frá aðgerð að greiningu gallrásarsteins, einkenni sjúklings, hvernig gallrásarsteinn var greindur og með- ferð við honum. Tölfræði var lýsandi. Við tölfræðilega úrvinnslu gagna voru notuð tölvuforritið Excel og vefsíðan quantitativeskills.com/sisa/. Tölvuforritið R var notað til að teikna upp öfugt Kaplan-Maier graf sem sýnir tíma frá gallblöðrutöku að greiningu gallrásarsteins. Fengin voru leyfi frá Persónuvernd og siðanefnd Landspítala (Til- vísun 201001009AT, erindi 70/2009). Niðurstöður Heildarfjöldi sjúklinga í rannsókninni var 40. Meðalaldur sjúk- linga var 50±21 ár (miðgildi 45 ár, bil 20-89). Konur voru 24 (60%) og karlmenn 16 (40%). Gallblöðrutaka Ábendingar fyrir gallblöðrutöku voru gallsteinar með eða án bólgu (n=34, 85%), steinn í gallrás (n=3, 7,5%) og aðrar greiningar (n=2, 5%) en í einu tilfelli (2,5%) var ábending ekki skráð. Hjá 7 sjúklingum komu upp erfiðleikar við gallblöðrutökuna eða fylgikvillar í kjölfar hennar (17,5%). Fjórir (10%) fengu gallleka eftir aðgerð, hjá einum var framkvæmt hlutabrottnám á gallblöðru og hjá tveimur til viðbótar var skráð að um erfiða aðgerð hefði verið að ræða. Greining gallrásarsteins Allir sem greindust með gallrásarstein eftir gallblöðrutöku leit- uðu til læknis vegna verkja í kvið og 6 af þeim höfðu einnig gulu. Greining gallrásarsteins var staðfest með myndgreiningu hjá 23 sjúklingum (ómun, tölvusneiðmynd eða segulómun af gallrás og brisrás (MRCP), með röntgenrannsókn á gallvegum og bris- gangi með holsjá (ERCP)), hjá 11 sjúklingum að undangenginni myndrannsókn og hjá einum sjúkling með gallrásarmyndatöku með ástungu gegnum kviðvegg og lifur (Percutaneus Transhepatic Cholangiography, PTC) í kjölfar röntgenrannsóknar á gallvegum og brisgangi með holsjá (ERCP). Það voru því alls 35 sjúklingar (87,5%) með staðfesta greiningu en ekki fékkst staðfesting klín- ískrar greiningar hjá 5 sjúklingum (12,5%). R a n n S Ó k n Mynd 1. Kaplan-Meier graf sem sýnir tíma frá gallblöðrutöku að greiningu gallrásar- steina. X-ás er tími og fjöldi sjúklinga er á y-ás. Bláa línan er við tvö ár. Rúmlega ¾ hluti sjúklinga (77,5%) greindist á fyrstu tveimur árunum eftir gallblöðrutöku. Tafla I. Samanburður sjúklingahópa sem greindust með gallrásarstein innan tveggja ára og meira en tveimur árum eftir gallblöðrutöku. Greining <2 ár (n=31) n (%) Greining >2 ár (n= 9) n (%) Meðalaldur (ár) 48 53 Gallrásarsteinn fyrir aðgerð 4 (12,9) 3 (33,3) Bílirúbín >25 3 (9,7) 1 (11,1) Víkkun gallrásar án steins 2 (6,5) 2 (22,2) ERCP fyrir aðgerð 5 (16,1) 4 (44,4) Totuskurður 3 (9,7) 3 (33,3) Myndrannsókn af gallrás við aðgerð 5 (16,1) 4 (44,4) Endurteknir gallrásarsteinar 6 (19,4) 1 (11,1)

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.