Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 41
LÆKNAblaðið 2015/101 329 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R Reykjavík og landsbyggð er, hvað varðar mörg krabbamein, tölfræðilega marktæk- ur.6 Vegna þessa eru Reykjavík og Reykja- nes valin frá og ekki höfð með í rannsókn- unum. Aðrir landshlutar skera sig ekki úr. Þetta fyrirbæri að nýgengi krabbameins er hærra á höfuðborgar- og stórborgarsvæð- um en á landsbyggð hefur sést í mörgum krabbameinsskrám og rannsóknum og er alþjóðlega þekkt7 þó að ekki hafi fundist á því óyggjandi skýringar. Því er ekki um valvillu að ræða. Þessi framgangsmáti sem við höfum notað í öllum rannsóknunum er útskýrður og rökstuddur í þeim öllum2-4 enda gerðu ritrýnar ekki athugasemdir við hann. Við skiljum ekki af hverju Helgi og Ólafur gera mál úr þessu. 5) Í rannsóknum okkar er ekki verið að leita að marktækum mun í undirhópum og því ekki um tölfræðilegan veikleika að ræða þess vegna. Rannsóknirnar byggja á samanburði á hópum sem skilgreindir eru eftir búsetu í ákveðnum sveitarfélögum samkvæmt upplýsingum sem safnað var í manntalinu 1981 og síðan var leitað í Krabbameinsskránni og Dánarmeina- skránni til loka áranna 2010 og 2009. Niðurstöður og ályktanir byggja á heildar- hópunum, en ekki á niðurstöðum í undir- hópum. Það er okkur hulið af hverju Helgi og Ólafur gera okkur upp að við séum að leita að marktækum mun í undirhópum. Óánægja með rannsóknartilgátuna Það er meira af rangfærslum og órök- studdum staðhæfingum í umfjöllun Helga og Ólafs en svo að vert sé að svara þeim öllum. Hér skal þó í framhaldinu vikið að nokkrum atriðum. Í umfjölluninni um rannsóknartilgátuna segja þeir hana ekki sannfærandi, eða að hún sé sjálf ekki vel undirbyggð. Rannsóknartilgátan um hvort búseta á hvera- og/eða eldfjallasvæðum tengist aukinni krabbameinshættu er ekki ný af nálinni og ekki fundin upp af okkur, heldur hafa menn varpað henni fram á Nýja Sjálandi,8,9 Azóreyjum,10 Sikiley11 og Ítalíu12 á undan okkur. Við vitnum til rannsókna frá þessum svæðum í greinum okkar, en niðurstöðum þeirra ber ekki saman,8-12 jafnframt því sem við bendum á þá sérstöðu að hér er heita vatnið notað til upphitunar, þvotta og baða. Hafa Helgi og Ólafur ekki kynnt sér bakgrunn rann- sóknanna? Hvers vegna eru Helgi og Ólafur svo neikvæðir í garð rannsóknartil- gátunnar? radon og aðrir krabbameinsvaldar Í umfjölluninni verður þeim félögum tíðrætt um að við höfum nefnt radon til sögunnar. Það hafa nær allir þeir sem rannsakað hafa tengsl krabbameinshættu og búsetu á hvera- og eldfjallasvæðum líka gert í sínum rannsóknum8-12 á undan okkur. Öfugt við það sem Helgi og Ólafur segja, gefum við ekki í skyn í greinunum að styrkur radons sé hár í íslensku um- hverfi, og við tilgreinum styrk radons í jarðhitavatni í dánarmeinagreininni með tilvísun í birta rannsókn.13 Helgi og Ólafur segja að alþjóðlega stofnunin um rannsóknir á krabbameinum, IARC, hafi eftirlit með krabbameinsvöldum, og þeir halda því fram að við nefnum radon eitt sem krabbameinsvald af þeim fjölmörgu efnum sem koma fyrir í heitu vatni. Hér erum við ekki sammála Helga og Ólafi og það er IARC ekki heldur,14 því að á listum stofnunarinnar yfir krabbameinsvalda í mönnum, sem byggja meðal annars á niðurstöðum úr faraldsfræðilegum rann- sóknum, eru auk radons krabbameinsvald- arnir arsenik og sterkar ólífrænar sýrur,14 enda eru þessi efni talin upp í greinum okkar.2-4 Sveitarfélög hafa ekki jarðfræðileg skilmerki Í gagnrýninni er langur kafli undir fyrir- sögninni: Íbúasvæði eftir jarðvarmastöðu, og enn virðist misskilningur á ferðinni. Kaflinn byrjar á setningunni: „Tenging rannsóknanna við búsetu er villandi.“ Sem dæmi, þessari fullyrðingu til stuðn- ings, er sagt að háhitasvæði séu skilgreind sem svo að þar sé hiti á 1000 m dýpi 200° eða hærri, en ekki 150° eins og við segjum í einni af greinunum. Í grein sem Helgi og Ólafur vitna til í þessu samhengi er sagt að grunnhitastig sé 150° eða lægra á fyrstu 1000 m á lághitasvæðum, en að grunn- hitastig sé 200° eða hærra á sama dýpi á háhitasvæðum.15 Hitastig í jörðu hefur ekki með tengingu rannsóknanna við búsetu að gera. Fullyrðingin er því órök- studd. Það er ekki hægt í stuttu máli að elta ólar við allt í þessum kafla og því er hér stuttlega farið yfir skilgreiningu svæð- anna, en lesendum bent á greinar okkar2-4 og meistararitgerð16 til að fá nákvæmar frásagnir. Samanburðarsvæðin og útsettu svæðin í rannsóknum okkar eru skilgreind eftir sveitarfélögum í manntalinu 1981 og útsettu svæðin kölluð háhitasvæði og hita- veitusvæði, og við skilgreininguna er tekið mið af aldri berggrunns og aldri hitaveit- anna. Skipting landsins í sveitarfélög og mörk þeirra fara ekki eftir jarðfræðinni, og því er augljóst að um námundun er að ræða og að aðferðin gefur ekki kost á Practical og Congress Reykjavík hafa nú sameinað krafta sína undir merkjum CP Reykjavík. Við erum frísklegt og skapandi þjónustufyrirtæki sem skipu- leggur viðburði, ferðir og ráðstefnur fyrir innlenda og erlenda viðskiptavini. RÁÐSTEFNUR / VIÐBURÐIR / HVATAFERÐIR Við gerum atvinnulífið viðburðaríkara www.cpreykjavik.is

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.