Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 45
U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R ingarinnar. Hann hvatti fundarmenn til að kynna sér sænsku kröfulýsinguna. „Það sem við höfum sett sem ófrá- víkjanlegt skilyrði er að heimilislæknar stýri einkareknum heilsugæslustöðvum og að hagnaður/rekstrarafgangur sé til ráð- stöfunar innan þeirrar sömu stöðvar. Þetta hefur ekki þótt sjálfsagt í umræðunni en það liggur í augum uppi að enginn mun vilja taka þátt í þessu ef rekstrarafgangur verður gerður „upptækur“,“ sagði Þórar- inn. Breytingar boðaðar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Einmitt sama dag og FÍH efndi til fundar- ins sendi forstjóri Heilsugæslu höfuð- borgarsvæðisins, Svanhvít Jakobsdóttir, bréf til allra starfsmanna heilsugæslunnar þar sem boðaðar eru verulegar breytingar á stjórnun, rekstri og þjónustu hennar. Í bréfinu segir meðal annars: „Ágætu starfsmenn. Nú er að byrja breytingaskeið hjá HH til að takast á við nýjar áskoranir. Markmiðið er að efla þjónustu við skjólstæðinga, nýta fjármuni betur og bæta vinnuumhverfi starfsmanna. Meðal áskorana er ný stefna stjórnvalda um betri heilbrigðisþjónustu sem boðar grundvall- arbreytingar á skipulagi starfsemi heilsugæslu- stöðva. Á undanförnum árum hafa viðfangsefni heilsugæslunnar verið að breytast með vaxandi tíðni lífsstílssjúkdóma, geðrænna vandamála og auknum fjölda sjúklinga sem þurfa mikinn og alhliða stuðning. Um leið hefur verið skortur á sérhæfðu starfsfólki sem kallar á nýja nálgun.“ Tvíhöfðinn missir annað höfuðið Fram kom í umræðum á fundinum að alltof mikil áhersla væri lögð á rekstrar- form á kostnað innihalds þjónustunnar. Sumir teldu einkarekstur heilsugæslu- stöðva vera svarið við öllum vanda en þó virtist sjónarmið Odds Steinarssonar lækn- ingaforstjóra HH vera flestum að skapi en hann taldi hvorutveggja eiga að vera til staðar, með því væru tryggð heilbrigð samkeppni og gæði þjónustunnar. Í fyrrgreindu bréfi er lögð áhersla á skil- virkari stjórnun HH, með því að lágmarka miðstýringu, skýra ábyrgð stöðva og stytta boðleiðir. „Til að gera stjórnun skilvirkari verður nú einn rekstrarlega ábyrgur stjórnandi á hverri heilsugæslustöð í stað tveggja nú. Þessi yfirmaður verður jafnframt fagstjóri annað hvort hjúkrunar eða lækninga en auk hans verður annar fagstjóri.” Hér er augljóslega verið að koma til móts við djúpstæða óánægju með hina svokölluðu „tvíhöfða“ stjórnun á heilsu- gæslustöðvunum þar sem hjúkrun og lækningar hafa verið aðskildar rekstrar- lega. Fagleg stjórnun verður áfram aðskilin en reksturinn á einni hendi. Menn veltu fyrir sér hvort það myndi ekki skapa ann- an vanda ef læknar yrðu hugsanlega undir stjórn annarra starfstétta og hafa sumir sagt að það myndu þeir aldrei samþykkja og hætta væri á að slíkt myndi höggva skörð í þegar undirmannaðar stöðvar. Einnig segir í bréfinu: „Áhersla verður lögð á þverfaglega teymisvinnu til að auðvelda starfsmönnum HH að taka á flóknum vanda- málum með fjölbreyttari úrræðum“. Kom skýrt fram í umræðunum að nú- tímalæknisfræði kallar á slíka nálgun og reynsla þeirra sem starfað hafa á Norður- löndunum styður þetta. Á hinn bóginn var bent á að veruleikinn væri sá að í því umhverfi aðhalds og niðurskurðar sem ríkt hefur undanfarin ár hefur reynst erfitt að halda stöðugildum sálfræðinga og fjöl- skylduráðgjafa á heilsugæslustöðvunum þrátt fyrir að þetta væru „lykilstöður“ að sögn eins fundarmanna. Ennfremur segir: „Rekstur heilsgæslu- stöðvanna verður gerður sjálfstæðari og dregið úr miðstýringu. Fjárhagsrammi stöðvarinnar mun ráðast af greiðslulíkani sem byggir á fjölda, aldri og heilsufari skjólstæðinganna, en jafnframt verða stöðvarnar að fylgja kröfulýs- ingu, lögum, reglugerðum og stefnu HH.“ Mikilvægur tónn er sleginn með þeim orðum að „afgangi af fjárheimild hverrar stöðvar sé ráðstafað til þjónustu stöðvarinnar, fræðslu, aðstöðu, tækja og varasjóðs og launa- umbunar.“ Í niðurlagi bréfs forstjóra HH er til- tekið að boðaðar breytingar muni taka tvö ár, frá hausti 2015-2017, og verður ráðist í breytingarnar á einni stöð af annarri, fyrst á heilsugæslunum Grafarvogi, Glæsibæ og Mjódd. Fundarmenn töldu að þetta lofaði góðu en höfðu alla fyrirvara á um fram- kvæmdina og sögðust varla hafa heyrt af þessu fyrr en þeir fengu bréfið í hendur og það kynni ekki góðri lukku að stýra að hafa starfsmenn ekki með í ráðum við svo mikilvægar breytingar. Aðrir kváðust svo tortryggnir á aðgerð- ir stjórnvalda að það sem sæist og heyrðist væri aðeins toppurinn á ísjakanum, eflaust væri ýmiss konar baktjaldamakk í gangi sem enginn utan æðstu manna stjórnsýsl- unnar og pólitíkusar hefðu vitneskju um. Þorbjörn Jónsson formaður LÍ sagðist ekki vita af slíku og lagði þunga áherslu á að Læknafélag Íslands væri ekki þátttak- andi í neinu baktjaldamakki ef það væri yfirhöfuð til staðar. Undir þetta tók Arna Guðmunds- dóttir og sagðist hafa lagt öll gögn og upp- lýsingar á borðið sem fjallað hefði verið um í verkefnastjórn um betri heilbrigðis- þjónustu. Nokkrir fundarmanna sögðust hafa komið á fundinn með þá von í brjósti að raunverulegra tíðinda væri að vænta. Svo væri ekki, heldur væri enn verið að teygja lopann með hálfkveðnum vísum og loforðum sem lítil innistæða virtist vera fyrir. Þórarinn Ingólfsson sleit fundinum með þeim orðum að sér þætti leitt að hafa ekki getað lagt fram ákveðnari og skýrari skilaboð en járnið væri heitt og því skyldi áfram hamrað hvað sem tautaði. Félag ís- lenskra heimilislækna og LÍ gerðu allt sem hægt væri til að hafa áhrif á niðurstöðuna heimilislækningum og sjúklingum til góðs. Framsögu höfðu þau Þórarinn Ingólfsson og Arna Guðmundsdóttir. Þorbjörn Jónsson og Oddur Steinarsson sátu fyrir svörum. LÆKNAblaðið 2015/101 333

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.