Læknablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 28
316 LÆKNAblaðið 2015/101
voru neikvæð og ályktað að litlar líkur væru á því að EHEC og
Salmonella berist í fólk með íslenskum nautgripaafurðum.25 Ný
óbirt rannsókn sem annar höfunda er aðili að (FG), hefur þó sýnt
fram á tilvist tiltekinna erfðaefna þessara baktería í kúamykju,
kindaspörðum, nautahakki og frárennslissýnum, en þýðing þess
er enn óviss.
Sýklalyfjaónæmi
Samkvæmt nýlegum skýrslum frá Evrópsku sóttvarnarstofnuninni
(European Centre for Disease Control and Prevention) og Alþjóða-
heilbrigðisstofnuninni (World Health Organisation) er sýklalyfja-
ónæmi ein stærsta ógnin við lýðheilsu í heiminum í dag. Jafnframt
er það talið meðal stærri ógnana við efnhagslegan stöðugleika í
heiminum.26-28 Mikilvægt er að sporna eins og hægt er við vexti
sýklalyfjaónæmis.
Á Íslandi hefur notkun sýklalyfja hjá mönnum utan sjúkra-
húsa verið nokkuð meiri en á hinum Norðurlöndunum, en minni
á sjúkrahúsum.29,30 Sýklalyfjanotkun er þó mun meiri í Suður-Evr-
ópu en í Norður-Evrópu.31 Í mörgum löndum er sýklalyfjanotkun
mun meiri hjá dýrum en mönnum og í heildina er meira notað af
sýklalyfjum í landbúnaði. Í nýlegri skýrslu frá EMA (European Me-
dicines Agency) kemur fram að sýklalyfjanotkun í dýrum á Íslandi
sé með því allra lægsta sem þekkist í Evrópu (mynd 4), auk þess
sem nánast ekkert er notað af mikilvægustu mannasýklalyfjunum
í íslenskum landbúnaði.32 Í nýlegri skýrslu er sýnt fram á sterka
fylgni á milli sýklalyfjanotkunar í dýrum og sýklalyfjaónæmis í
dýrum í Evrópu.33 Það ætti því ekki að koma á óvart að sýklalyfja-
ónæmi í bakteríum sem ræktast frá dýrum á Íslandi væri mjög
lítið. Því miður eru ekki gerð regluleg næmispróf á svokölluðum
bendibakteríum (indicator bacteria, til dæmis E. coli) frá dýrum á
Íslandi.30 Hins vegar er hægt að leiða líkur að því að sýklalyfja-
ónæmi í dýrum á Íslandi sé lægra en í öðrum löndum. Ef sýkla-
lyfjanæmi Salmonella og Campylobacter sem ræktast frá sýkingum í
mönnum er skoðað eftir því hvort um innlent eða erlent smit er að
ræða, eru erlendu stofnarnir ónæmari en þeir innlendu.34 Síðast-
liðin fimm ár (2010-2014) var innlend Salmonella alltaf næm fyrir ci-
profloxasíni en 0-29% erlendra stofna ónæmir. Sambærilegar tölur
fyrir Campylobacter voru 0-29% fyrir innlenda stofna en 75-88%
fyrir erlenda stofna. Innlendir Campylobacter-stofnar voru alltaf
næmir fyrir erýþrómýsíni, en 2-10% erlendu stofnanna ónæmir (sjá
töflu II).34 Ónæmi hefur líka verið kannað hjá Salmonella-stofnum
ræktuðum frá kjúklingum og svínum og Campylobacter-stofnum
ræktuðum frá kjúklingum, og reyndist vera lágt og sambærilegt
við það sem sést á hinum Norðurlöndunum en lægra en í öðrum
löndum Evrópu.35,36 Í nýrri skýrslu sóttvarnalæknis um sýklalyfja-
notkun og sýklalyfjanæmi baktería í mönnum og dýrum á Íslandi
fyrir árið 2013 kemur fram að árið 2013 hafi fyrst verið farið að
skoða sýklalyfjanæmi Campylobacter-stofna sem ræktast frá ali-
fuglum.30 Prófaðir voru 16 af þeim 17 stofnum sem greindust og
voru allir næmir fyrir erýþrómýsíni og ciprofloxasíni.
Í Evrópu gilda strangari reglur um notkun sýklalyfja í land-
búnaði en annars staðar í heiminum, en þar var sýklalyfjanotkun
til vaxtarörvunar bönnuð í janúar 2006. Með tilkomu verksmiðju-
búa og tilheyrandi streitu, þrengslum og óhreinindum í umhverfi
dýra hefur sýklalyfjanotkunin aukist í landbúnaði. Sýklalyfin
Mynd 3. Nýgengi sýkinga af völdum EHEC (Enterohaemorrhagic E. coli) á Íslandi
eftir árum og uppruna (innlendum, erlendum og óþekktum).
Mynd 4. Notkun sýklalyfja í dýrum í 25 Evrópulöndum árið 2011 mælt í mg/PCU
(PCU, population correction unit, notað til að áætla sýklalyfjanotkun eftir þyngd
búfénaðar og sláturdýra til manneldis).21
Y F i R l i T S G R E i n
Tafla II. Hlutfall stofna (prósent) með minnkað næmi eftir því hvort smitið taldist
af innlendum eða erlendum uppruna, síðastliðin 5 ár, ásamt fjölda næmispróf-
aðra stofna.
Campylobacter Salmonella
Erýþrómýsín Ciprofloxasín Fjöldi
stofna
Ciprofloxasín Fjöldi
stofna
Innlent smit
2010 0 0 24 0 13
2011 0 26 62 0 24
2012 0 29 24 0 17
2013 0 6 50 0 13
2014 0 6 69 0 13
Erlent smit
2010 8 75 24 0 18
2011 2 73 44 11 27
2012 3 76 33 0 16
2013 2 88 41 6 32
2014 10 80 61 29 24