Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 37
LÆKNAblaðið 2015/101 325 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R Verkfallið hefur víðtæk áhrif Alma D. Möller læknir og framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Undir aðgerðasvið Landspítala heyra Blóð- banki, dauðhreinsun, gjörgæsludeildir, skurðstofur, speglunardeild og svæfinga- deild. Það starfsfólk sviðsins sem er í verk- falli eru náttúrufræðingar og líffræðingar í Blóðbanka, auk nokkurra ljósmæðra sem starfa á skurðstofum og gjörgæsludeildum. Áhrif verkfallsins eru mest í Blóðbank- anum og á skurðstofum með afleiddum áhrifum á aðrar einingar. Þannig hefur þurft að fresta um 370 skurðaðgerðum en þar er um að ræða aðgerðir sem ekki eru mjög bráðar og sem ekki er hægt að fram- kæma þar eð aðkoma Blóðbanka eða rann- sóknadeilda er nauðsynleg. Hins vegar hafa allar aðgerðir sem ekki þola bið verið gerðar og eins minni aðgerðir sem ekki þurfa áðurnefnda þjónustu. Samdráttur á skurðstofum hefur leitt til samsvarandi samdráttar í þjónustu Blóðbankans en þar hefur þess einnig verið gætt að sinna öll- um bráðum tilvikum. Leitast hefur verið við að halda uppi ásættanlegum birgðum af blóðhlutum fyrir landið allt en hvað það varðar hefur staðan nokkrum sinnum orðið óásættanleg og hafa þá fengist undanþágur til að auka blóðhlutabirgðir. Sú þjónusta Blóðbanka sem ekki hefur verið hægt að veita eru vefjaflokkanir og sérstakar rannsóknir sem ekki styðja bráðahlutverk bankans. Dregið hefur verið saman í mótefnagreiningum fyrir mæðraeftirlit en tilvikum sem ekki þola bið verið sinnt. Fengist hafa undanþágur til að sinna stofnfrumumeðferðum. gunnar Bjarni ragnarsson yfirlæknir lyflækninga krabbameina Áhrifin eru margþætt. Verkfall geisla- fræðinga vegur hvað þyngst, sjúklingar bíða oft lengur eftir geislameðferð og myndgreiningarrannsóknir tefjast. Mynd- greiningarrannsóknir eru mikilvægar í greiningu krabbameina, til að meta svörun við meðferð og í eftirliti með krabbameins- sjúklingum. Það hefur að mestu leyti tekist að tryggja að krabbameinslyfja- meðferð rofni ekki en það hefur þó gerst, sem er mjög alvarlegt, og eftirlit hefur truflast verulega. Verkfallið hefur líka haft þau áhrif að ýmsar blóðrannsóknir og sérrannssóknir á vefjasýnum eru ekki gerðar eða það tekur lengri tíma. Þetta veldur verulegri röskun á meðferð og eftir- liti krabbameinssjúklinga. Á legudeild, þar sem veikustu sjúklingarnir liggja, hafa orðið tafir á blóð- og myndgreiningarrann- sóknum sem truflar starfsemina mikið. Þetta veldur líka auknu álagi á starfsfólk og er tímafrekt á allan hátt, þeim tíma væri betur varið í að sinna sjúklingum. Verkfall hjúkrunarfræðinga mun valda enn meiri röskun á starfsemi deildanna og þetta veldur sjúklingunum miklum kvíða. Erfitt er að meta núna hvort einhver hafi skaðast af verkfallsaðgerðum. Það getur komið í ljós seinna, en hættan er raunveru- leg að einhver hafi skaðast, muni skaðast eða jafnvel deyja. Hverjum svo sem um er að kenna, er ég forviða, hneykslaður og leiður að samfélagið skuli leyfa það að hér sé rekin algerlega ófullkomin heilbrigðisþjónusta á annan mánuð. Ég hafði talið að heil- brigðiskerfið væri það mikilvægt, eigin- lega heilagt, að ekki væri hægt að sætta sig við ástand eins og nú hefur skapast. Davíð O. Arnar yfirlæknir hjartalækninga á Landspítala Verkfall BHM hefur haft mjög slæm áhrif víða á Landspítalanum, ekki síst á hjartadeildinni. Blóðrannsóknir og mynd- greiningarrannsóknir hafa í mörgum til- fellum tafist hjá inniliggjandi sjúklingum, sem hefur valdið töfum á greiningu og meðferð, sem og á útskriftum í vissum tilvikum. Þá hefur verkfallið haft mjög slæm áhrif á möguleika okkar til að kalla inn einstaklinga af biðlistum fyrir ýmsar rannsóknir. Afar lítið er til að mynda kallað inn af biðlista fyrir hjartaþræðingar og önnur inngrip, eins og brennsluað- gerðir og gangráðsísetningar. Verkfallið hefur því hægt verulega á starfseminni hjá okkur. Rétt er þó að taka fram að reynt er að forgangsraða veikustu sjúklingunum af biðlistanum og bráðasjúklingum er sinnt tafarlaust. Yfirvofandi verkfall hjúkrunarfræðinga er mikið áhyggjuefni. Það er ljóst að það mun valda verulegri viðbótarröskun á starfseminni á hjartadeild, meðal annars á móttöku bráðasjúklinga og enn frekari truflun á hjartaþræðingastofu og legudeild hjartdeildar. Það gæti hreinlega skapast algert ófremdarástand í þjónustunni við hjartasjúklinga ef svo fer sem horfir.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.