Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 19
LÆKNAblaðið 2015/101 307 Einkenni og greining óráðs Óráð hefur ólíkar birtingarmyndir og mörg einkenna þess eru sameiginleg með öðrum klínískum vandamálum. Einkennum óráðs er gjarnan skipt í ofvirknieinkenni og vanvirknieinkenni. Um helmingur þeirra sem fær óráð sýnir einkenni hvors tveggja, en þegar eingöngu koma fram vanvirknieinkenni er gjarnan talað um þögult óráð. Eitt helsta einkenni óráðs er truflun á meðvitundarástandi. Skyndileg truflun á vitrænni getu, svo sem athyglisbrestur, minnisskerðing og óáttun eru jafnframt oft fyrstu einkennin í vægu óráði.1 Skynáreiti, svo sem hljóð-, lyktar-, bragð-, snerti- eða sjónáreiti ,getur einstaklingur í óráði skynjað á allt annan hátt en vant er.1 Oft eru til staðar töluverðar sveiflur á skapi og tilfinningum, svo sem kvíði, ótti, depurð, pirringur, reiði, mikil vellíðan eða tilfinningadeyfð.1 Það getur reynst erfitt að greina óráð vegna þess hve breytileg einkennin eru yfir sólar- hringinn. Einnig getur reynst erfitt að greina á milli hvort ein- kennin séu vegna óráðs eða undirliggjandi heilabilunar (tafla I), þar sem hvort tveggja felur í sér víðtæka truflun á vitrænni getu. Truflun á meðvitund og athygli, hröð þróun einkenna og sveiflu- kenndar breytingar á ástandi yfir sólarhringinn eru helstu atriðin sem nota má til aðgreiningar.1 Reglubundin notkun staðlaðra mælitækja eða skimunarlista getur greitt fyrir nákvæmri greiningu á óráði.9 Einkenni sem lítið ber á, eins og þau sem koma fram í þöglu óráði, fara oft fram hjá heilbrigðisstarfsfólki ef ekki er sérstaklega leitað eftir þeim og í þeim tilfellum er gagnlegt að geta stuðst við matstæki til að meta einkennin.7,9 Eitt af þeim matstækjum sem er hvað mest notað er CAM (Confusion assessment method). Það er gjarnan notað í rannsóknum á algengi óráðs og í inngripsrannsóknum en einnig í klínískri vinnu. Í klínískum leiðbeiningum er oft mælt með notk- un þess til greiningar á óráði.13 DOS-skimunarlistinn (Delirium Observation Screening Scale) er nýrri af nálinni og hentar vel til að meta einkenni óráðs samhliða daglegri umönnun sjúklinga.31,32 Efniviður og aðferðir Kerfisbundin fræðileg samantekt (systematic literature review) var gerð til að fá ítarlegt yfirlit yfir algengi, áhættuþætti og afleið- ingar óráðs eftir hjartaaðgerð. Við þessa kerfisbundnu fræðilegu samantekt var leitað rannsókna í þremur gagnagrunnum: Web of Science, Cinahl og PubMed. Til að ná yfir flestar af þeim rann- sóknargreinum sem birtar voru á tímabilinu var hugað að því að gagnagrunnarnir innihéldu greinar vandaðra tímarita en væru ólíkir innbyrðis. Leitarorðin voru: delirium, surgery, postoperative, risk factor, outcome, prevention og cardiac surgery. Við gagnaöflun voru sett eftirfarandi skilyrði: að rannsóknargrein væri birt á árunum 2005-2013, væri á ensku, að í úrtaki væru einungis full- orðnir hjartaskurðsjúklingar (18 ára eða eldri), að í úrtaki væru að lágmarki 50 þátttakendur, að greint væri á skýran hátt frá því hvernig greining á óráði hafi farið fram og að greiningin byggði á DSM-IV eða öðrum viðurkenndum greiningarviðmiðum og að greining óráðs færi fram á sjúklingum á legudeild, annaðhvort með beinu klínísku mati eða út frá einkennum skráðum í sjúkra- skrá. Sett var krafa um að notuð væru greiningarviðmið DSM-IV til greiningar út frá skráðum einkennum í sjúkraskrá. Hér voru útilokaðar rannsóknir sem greindu ekki frá því hvernig óráð var metið og rannsóknir þar sem óráð var ekki greint með stöðluðu matstæki eða út frá viðurkenndum greiningarviðmiðum. Þessar kröfur auka líkur á því að niðurstöður rannsóknanna gefi rétta mynd af vandamálinu. Ákveðið var að útiloka rannsóknir með úrtökum sjúklinga á gjörgæsludeild þar sem margir þættir á gjör- gæslu eru frábrugðnir því sem gerist á legudeild og hóparnir því ekki sambærilegir. Einnig þótti það gefa ranga mynd af algengi óráðs að taka með niðurstöður þar sem eingöngu var verið að meta einkenni á gjörgæsludeild í ljósi þess að hjartaskurðsjúklingar dvelja þar að jafnaði í einn til tvo sólarhringa eftir aðgerð, en ein- kenni óráðs koma jafnan fram á 2.-4. degi eftir slíkar aðgerðir. Ekki er útilokað að rannsóknir sem ekki hafa verið birtar í þeim gagna- grunnum sem leitað var í skipti máli. Niðurstöður Algengi óráðs í kjölfar opinnar hjartaaðgerðar Það fundust 27 rannsóknargreinar sem birtu tölur um algengi óráðs í kjölfar opinnar hjartaaðgerðar og var algengið á bilinu 3-87% (tafla II). Þessi breytileiki skýrist meðal annars af ólíkum greiningaraðferðum og þá helst hvenær og hve oft óráðið var metið, af aldurskiptingu þátttakenda í rannsóknunum og af mati á vitrænni getu fyrir aðgerð. Oftast voru notuð greiningarviðmið DSM-IV33,36-41eða stöðluð matstæki.31,42-57 Algengi óráðs var lægst þegar greiningin byggði á öðrum greiningarviðmiðum og þar sem ekki fór fram reglubundin skimun eða mat á óráðseinkennum með stöðluðum matstækjum.58,59 Annar þáttur sem skýrir breytileikann er að úrtök rannsóknanna voru ólík varðandi aldur þátttakenda og þátttöku einstaklinga með þekkta heilabilun eða óráð fyrir skurðaðgerð. Tvær rannsóknir settu fram aldursskiptar niður- stöður á algengi. Í annarri voru þátttakendur 18 ára og eldri og mældist óráð hjá þáttakendum yngri en 70 ára 10,5%, hjá 70-74 ára 25,4%, hjá 75-79 ára 32,4% og 40,7% hjá þeim sem voru 80 ára eða eldri.48 Hin rannsóknin sýndi að 4,3% þeirra sem voru undir 60 ára fengu óráð en 24,7% þeirra sem voru 60 ára eða eldri.60 Sjö rann- sóknir útilokuðu einstaklinga með vitræna skerðingu fyrir aðgerð. Í þeim rannsóknum var algengi óráðs á bilinu 11,54%36 til 34%.37 Áhættuþættir óráðs eftir opna hjartaaðgerð Það voru 23 rannsóknir sem greindu frá útsetjandi áhættuþáttum og 17 frá útleysandi áhættuþáttum í tengslum við opnar hjartaað- gerðir (töflur III og IV). Í dálki yfir óháða áhættuþætti er búið að útiloka áhrif annarra breyta með margþátta aðhvarfsgreiningu. Í aftasta dálki sést fylgnistuðull (OR/RR) og p-gildi óháðra áhættu- þátta, eða áhættuþátta þar sem ekki var gerð aðhvarfsgreining. Útsetjandi áhættuþættir óráðs Yfirlit rannsóknanna á útsetjandi áhættuþáttum má sjá í töflu III. Niðurstöður 12 rannsóknanna sýndu fram á marktæk tengsl hærri aldurs og óráðs.35-38,46-48,51-53,58,60 Lakari niðurstöður á MMSE- prófi (Mini Mental State Examination) fyrir aðgerð hafði marktæk tengsl við óráð eftir aðgerð í 8 af þeim 15 rannsóknum sem skoð- uðu tengsl óráðs og frammistöðu á prófinu.36,39,50-53,57,60 MMSE-próf- ið er algengasta skimunarprófið fyrir vitræna getu og gefur stig Y F i R l i T S G R E i n

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.