Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 42
330 LÆKNAblaðið 2015/101 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R þeirri nákvæmni sem sóst er eftir. Eins er augljóst að nánd við hveri og gufuaugu, notkun heita vatnsins og efnainnihald þess, er ekki alls staðar eins, og á engan hátt staðlað eða mælt milli sveitarfélag- anna eða innan þeirra, enda er slíkt ekki gefið í skyn í rannsóknunum. Hins vegar skortir ekki áreiðanleika og nákvæmni í manntalinu 1981 um lögheimili manna eftir sveitarfélögum. Þegar búseta er notuð til að skilgreina útsetningu í faraldsfræði- legum rannsóknum er sagt að útsetningin sé ákvörðuð á vistfræðilegan hátt.17 Miðað við rannsóknir þar sem upplýsingar eru til um einstaklingsbundna útsetningu eru vistfræðilegar rannsóknir taldar óná- kvæmari og þær aðferðir nánast útiloka að við rannsakendurnir getum ályktað um orsakatengsl búsetu á háhita- og hita- veitusvæðum og krabbameinshættu.17 Það gerum við heldur ekki í greinunum þó svo að Helgi og Ólafur segi að við gefum það í skyn, og við höfum í rannsóknunum og vegna fyrirspurna fjölmiðla og annarra undirstrikað að við vitum ekki hvernig á þessum tengslum stendur og þess vegna þurfi að gera fleiri og betri rannsóknir. Í umfjöllun Helga og Ólafs um hugsanlega truflun vegna BRCA2-arfbera vefst hins vegar ekki fyrir þeim að gefa í skyn or- sakasamband án þess að styðjast við birtar rannsóknir. Heimildir 1. Sigurðsson H, Flóvenz ÓG. „Háhitasvæði“ og krabba- mein. Læknablaðið 2015; 101: 276-7. 2. Kristbjornsdottir A, Rafnsson V. Incidence of cancer among residents of high temperature geothermal areas in Iceland: A census based study 1981 to 2010. Environ Health 2012; 11: 73-85. 3. Kristbjornsdottir A, Rafnsson V. Cancer incidence among population utilizing geothermal hot water: A census- based cohort study. Int J Can 2013; 133: 2944-52. 4. Kristbjornsdottir A, Rafnsson V. Cancer mortality and other causes of death in users of geothermal hot water. Acta Oncol 2015; 54: 115-23. 5. Hill AB. The environment and disease: Association or causation? Proc R Soc Med 1965; 58: 295-300. 6. Jónason JG, Tryggvadóttir L. Krabbamein á Íslandi. Krabbameinsfélag Íslands, Reykjavík 2012. 7. Doll R. Urban and rural factors in the etiology of cancer. J Cancer 1991; 47: 803-10. 8. Bates MN, Garrett N, Graham B, Read D. Cancer incidence, morbidity and geothermal air pollution in Rotorua, New Zealand. Int J Epidemiol 1998; 27: 10-4. 9. Bates MN, Garrett N, Graham B, Read D. Air pollution and mortality in Rotorua geothermal area. Aust N Z J Public Health 1997; 21: 581-6. 10. Amaral A, Rodrigues V, Oliveira J, Pinto C, Carneiro V, Sanbento R, et al. Chronic exposure to volcanic environ- ments and cancer incidence in the Azores, Portugal. Sci Total Environ 2006; 367: 123-8. 11. Pellegriti G, De Vathaire F, Scollo C, Attard M, Giordano C, Arena S, et al. Papillary Thyroid Cancer Incidence in the Volcanic Area of Sicily. J Natl Cancer Ins 2009; 101: 1575-83. 12. Minichilli F, Nuvolone D, Bustaffa E, Cipriani F, Vigotti MA, Bianchi F. State of health of population residing in geothermal areas of Tuscany. Epidemiol Prev 2012; 36 (suppl)(5): 1-104. 13. Einarsson P, Theodorsson P, Hjartardottir AR, Gudjonsson GI. Radon changes associated with the eart- hquake sequence in June 2000 in the South Iceland seis- mic zone. Pure Appl Geophys 2008; 165: 63-74. 14. Cogliano VJ, Baan R, Straif K, et at. Preventable exposure associated with human cancers. J Natl Cancer Inst 2011; 103: 1-13. 15. Fridleifsson IB. Geothermal activity in Iceland. Jökull 1979; 29: 47-56. 16. Kristbjornsdottir A. Incidence of cancer among residents of high temperature geothermal areas in Iceland: a census based study 1981to 2010. University of Iceland, Reykjavík 2012. 17. Rothman KJ, Greenland S. Modern epidemiology. 2ed. Lippincott-Raven Publishers, Fíladelfíu 1998. Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Brintellix® vortioxetín Brintellix 5, 10, 15 og 20 mg filmuhúðaðar töflur. H. Lundbeck A/S. ATC flokkur N06AX26. Samantekt á eiginleikum lyfs – styttur texti SmPC. Virkt innihaldsefni: vortioxetín hýdróbrómíð sem svarar til 5, 10, 15 eða 20 mg af vortioxetíni (vortioxetine). Ábendingar: Brintellix er ætlað til meðferðar á alvarlegum þunglyndisköstum hjá fullorðnum. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Samhliða meðferð með ósérhæfðum mónóamín oxidasa hemlum (MAO-hemlum) eða sérhæfðum MAO-A hemlum. Skammtar: Byrjunarskammtur Brintellix og sá skammtur sem mælt er með er 10 mg af vortioxetíni einu sinni á dag fyrir fullorðna yngri en 65 ára. Tekið skal mið af svörun sjúklings, en skammtinn má auka í allt að 20 mg af vortioxetíni einu sinni á dag eða minnka niður í 5 mg af vortioxetíni einu sinni á dag að lágmarki. Eftir að þunglyndiseinkennin hverfa, er mælt með því að meðferðin haldi áfram í a.m.k. 6 mánuði, til að tryggja að árangurinn gegn þunglyndi haldist. Meðferð hætt: Sjúklingar á Brintellix meðferð geta hætt að taka lyfið snögglega án þess að þörf sé á að minnka skammtana smám saman. Sérstakir sjúklingahópar: Aldraðir sjúklingar: Ávallt skal nota lægsta virkan skammt, 5 mg af vortioxetíni einu sinni á dag sem byrjunarskammt hjá sjúklingum ≥ 65 ára. Gæta skal varúðar við meðhöndlun sjúklinga ≥ 65 ára með stærri skömmtum en 10 mg af vortioxetíni einu sinni á dag, en takamarkaðar upplýsingar eru til um þá. Cýtókróm P450 hemlar: Íhuga má að minnka vortioxetínskammtinn ef öflugum CYP2D6 hemlum (t.d. búprópíón, kínídín, flúoxetín, paroxetín) er bætt við Brintellix meðferð en tekið skal mið af svörun sjúklings. Cýtókróm P450 virkjar: Íhuga má að aðlaga vortioxetínskammtinn ef breiðvirkum CYP2D6 virki (t.d. rífampicín, kar- bamazepín, fenýtóín) er bætt við Brintellix meðferð en tekið skal mið af svörun sjúklings. Börn: Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Brintellix hjá börnum yngri en 18 ára. Engar upplýsingar liggja fyrir. Lyfjagjöf: Brintellix er ætlað til inntöku. Taka má filmuhúðuðu töflurnar með eða án fæðu. Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá – www.serlyfjaskra.is Pakkningastærðir og leyfilegt hámarksverð í smásölu (maí 2015): 5 mg, 28 stk.: 5.201 kr.; 10 mg, 28 stk.: 9.329 kr., 98 stk.: 29.013 kr.; 15 mg, 28 stk.: 13.457 kr.; 20 mg, 28 stk.: 17.583 kr., 98 stk.: 55.481 kr. Sjúkratryggingar taka almennt ekki þátt í kostnaði við lyfið. Lyfið er lyfseðilskylt. Dagsetning síðustu samþykktar SmPC sem þessi stytti texti er byggður á: 16. desember 2014. Nánari upplýsingar um lyfið fást hjá umboðsaðila á Íslandi sem er Vistor hf., Hörgatúni 2, 210 Garðabæ, sími 535 7000. Ath. textinn er styttur. Sjá nánari upplýsingar í sérlyfjaskrá – www.serlyfjaskra.is.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.