Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 46
334 LÆKNAblaðið 2015/101 R i T D Ó M U R Handbók í lyflæknisfræði kemur nú út í fjórða sinn og undir stækkaðri ritstjórn því Davíð O. Arnar og Sigurður Ólafsson hafa bæst í hóp Ara Jóhannessonar og Runólfs Pálssonar. Gagnger endurskoðun hefur orðið á öllu efni bókarinnar frá síð- ustu útgáfu og komin er bráðnauðsynleg bendiskrá í bókina sem byggir á íslensk- um íðorðum. Þetta er falleg bók, fer vel í hendi og kemst í sloppvasa. Helsti mark- hópurinn eru læknar í framhaldsnámi og læknanemar en vegna umfangs efnisins og aðgengileika má fullyrða að hún getur nýst öllum sem fást við lyflæknisfræðileg vandamál sem reyndar hafa oft til- hneigingu til að hríslast inn í viðfangsefni annarra sérgreina læknisfræðinnar, sem og margra annarra heilbrigðisstétta. Bókarinnar hefur verið beðið með nokkurri óþreyju því þriðja útgáfa kom út fyrir 9 árum. Þessi óþreyja er vitnis- burður um þær viðtökur sem bókin hefur áður hlotið og segir ef til vill allt sem segja þarf um notagildi hennar og hvernig hún mætir þörfum lesenda fyrir áreiðanlegar, tímanlegar og gagnreyndar upplýsingar sem eru aðgengilegar og á íslensku. Rit- stjórarnir varpa þeirri spurning fram í formála hvort þörf sé á íslenskri bók um lyflæknisfræði í ljósi þess að til er ítarlegur bókakostur um þetta efni á aðgengilegum erlendum tungumálum. Þeir svara spurn- ingunni játandi. Hefðu sennilega ekki ráðist í þetta mikla verk án slíkrar sann- færingar. Undir þá niðurstöðu skal tekið hér og viðtökurnar sem bókin hefur hlotið taka af öll tvímæli. Við lifum á miklum breytingatímum í læknisfræði og heilbrigðisþjónustu þar sem ný þekking ryðst fram af þunga, ný meðferðarúrræði bjóðast og fleiri val- kostir. Stóraukin krafa er gerð um ítarlega upplýsingagjöf til sjúklinga og aðstand- enda, ekki bara fyrir upplýst samþykki fyrir rannsóknir og meðferð, heldur fyrir rækilega upplýsta beina þátttöku í allri ákvarðanatöku, byggða á gagnreyndum upplýsingum og vitneskju um vafaatriði og óvissu. Stóra málið og mestu tíðindin í þessari útgáfu er því að fá þessar upp- lýsingar á vandaðri íslensku. Þar skiptir greinilega sköpum vandvirkni ritstjóranna og skilyrðislaus krafa um samkvæmni. Þetta stóra framlag er margþætt: 1. Hagnýtar, brýnar, oft lífsnauðsynlegar upplýsingar verða eins aðgengilegar fyrir íslenskt fagfólk og hugsast getur. 2. Kostur gefst á staðfærslu sem eykur hagnýti bókarinnar, ekki síst fyrir þá sem eru að feta sín fyrstu skref á tor- færri slóð heilbrigðisþjónustunnar. 3. Fyrr er nefnd vaxandi krafa um upp- lýsta þátttöku sjúklinga og aðstandenda í allri ákvarðanatöku. Upplýsingin styrkist að sjálfsögðu mjög ef hún getur farið fram á móðurmálinu. Reynslan af Handbók í lyflæknisfræði lofar góðu og ætti að vera hvati til stóraukinnar út- gáfu um læknisfræðileg efni á íslensku. 4. Vönduð íslensk umfjöllun um hin viðamiklu fræði lyflæknisfræðinnar er mikilvægt framlag til íslenskrar menn- ingar og hjálpar lesendum bókarinnar að hugsa og tala um þessi fræði á ís- lensku. Um einstaka íðorð og tilteknar málfars- lausnir má að sjálfsögðu deila enda ræður smekkur miklu. Nefni aðeins eitt dæmi: „Endarterectomy“ er þýtt „æðaþelsbrott- nám“. Þetta er augljós ónákvæmni því verið er að fjarlægja miklu meiri vef en æðaþelið eitt og sér sem er í mesta lagi 1µm að þykkt. Undirritaður kysi orðið æðakölkunarbrottnám, „atherectomiu“. Það er rökréttari lýsing á aðgerðinni held- ur en „innlagsbrottnám“ sem væri bein þýðing. Þetta er að sjálfsögðu smáatriði en það er hins vegar ástæða til að vekja athygli á hve málfarslegu álitamálin eru mörg og hversu vel hefur tekist til þegar litið er á bókina í heild. Fyrsta málsgrein í fyrsta kafla bókarinnar vísar til nýlegra leiðbeininga Evrópska endurlífgunarráðsins um fram- kvæmd endurlífgunar. Þar með er sleginn mikilvægur tónn í efnistökum bókarinnar: Hún byggist á gagnreyndum upplýsingum og reynt er að vísa til nýlegra klínískra leiðbeininga þar sem því verður við kom- ið. Þótt ég hafi ekki haft tök á að rýna alla bókin af gaumgæfni virðast mér höfund- arnir trúir þeirri stefnu og jafnframt ná í ríkum mæli að tryggja að gögnin sem vís- að er til séu tímanleg. Reyndar hefði mátt ganga ennþá lengra í þjónustu við les- endur með því að birta í sérstökum kafla lista yfir nýjustu og veigamestu klínískar leiðbeiningar á efnissviði bókarinnar, hvar þær er að finna og hvaða breytingar hafa helstar orðið frá síðustu útgáfu þeirra. Margir munu sakna einhverra tiltekinna klínískra leiðbeininga sem eru mikilvægar fyrir starf þeirra. Undirritaður saknar þess til dæmis að ekkert er fjallað um klínískar leiðbeiningar um hinn mikilvæga lyfja- flokk statínlyf. Nánast enginn endurómur er í texta bókarinnar um mikla umræðu sem fram hefur farið um síðustu leiðbein- ingar um statínnotkun og í þeim tilvikum þar sem um þessi lyf er fjallað í bókinni er óljóst á hvaða grunni tilteknar ráðlegg- ingar byggjast. Það er hins vegar ekki markmið bókarinnar að vera tæmandi uppflettirit um allar hliðar fræðanna held- ur knappur texti og aðgengilegur og fyrst og fremst hagnýtur. Það hefur tekist með miklum ágætum og mjög skýrar myndir, töflur og fjölmörg prýðileg flæðirit styðja vel við þann tilgang bókarinnar. Nýjasta útgáfa Handbókarinnar auðgar íslenska lyflæknisfræð iog hagnýtir dýr- mæta og ört vaxandi þekkingu í þágu sjúklinga með fjölbreytt heilsufarsvanda- mál. Handbók í lyflæknisfræði, fjórða útgáfa Guðmundur Þorgeirsson lyflæknir og prófessor gudmth@landspitali.is Alls eru höfundar 52, Háskólaútgáfan gefur út. Bókin er tæpar 500 blaðsíður að lengd og skiptist í 30 kafla.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.