Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.2015, Side 29

Læknablaðið - 01.06.2015, Side 29
LÆKNAblaðið 2015/101 317 eru þá ekki eingöngu notuð til að meðhöndla og koma í veg fyrir sýkingar, heldur er þeim einnig blandað í fóður til að örva vöxt dýranna. Sýklalyfjaónæmi þróast hratt við þessar aðstæður á búunum og í umhverfi þeirra. En sýklalyfjaónæmið berst einnig víðar frá þeim. Eitt af meginvandamálum við verksmiðjubú er hið mikla magn saurs sem kemur frá dýrunum og þarf að losa sig við, og er þá gjarnan notaður sem áburður á ræktarland. Sem dæmi má nefna að um 70 milljón tonnum af lífrænum áburði er dreift árlega á ræktað land í Bretlandi einu.37 Ræktað land og það sem verið er að rækta mengast þannig með áburðinum af sýklalyfjum og sýklalyfjaónæmum bakteríum sem geta síðan borist áfram í grunnvatnið og jafnvel mengað vatnsból. Á þennan hátt getur grænmeti, baunaspírur og ber mengast og síðan smitað menn sem oftast borða þessar vörur ferskar.38,39 Methisillínónæmir Staphylococcus aureus (MÓSA, enska MRSA) Staphylococcus aureus er einn af mikilvægustu sýkingarvöldum í mönnum og getur valdið fjölbreyttum sýkingum. MÓSAr eru ónæmir fyrir öllum lyfjum í flokki beta-laktam sýklalyfja og oft einnig fyrir öðrum sýklalyfjaflokkum. Þetta gerir meðferð mun erfiðari. MÓSAr hafa verið mun sjaldgæfari í mönnum á Íslandi en í flestum öðrum Evrópulöndum.40 Á Íslandi er leitað að þeim með kerfisbundnum hætti hjá sjúklingum sem hafa dvalið á erlendu sjúkrahúsi innan 6 mánaða og leggjast inn á sjúkrahús. Ekki er fylgst beint með næmi stafýlókokka hjá dýrum eða matvælum á Ís- landi, en eftirlit er með næmi Staphylococcus aureus þegar bakterían ræktast frá nautgripum með júgurbólgu (bovine mastitis). Þeir S. aureus stofnar sem hafa ræktast í eftirliti Matvælastofnunar með júgurbólgu hafa alltaf verið næmir fyrir methisillíni.41 Á undanförnum árum hafa MÓSAr fundist í búfénaði í nokkr- um löndum og geta þeir borist frá þeim til manna.42 Í Þýskalandi hafa menn miklar áhyggjur af útbreiðslu MÓSA í svínum, naut- gripum og kjúklingum þar sem þeir eru nú þegar farnir að valda sýkingum í mönnum. Smitleiðin er talin vera með beinni snert- ingu, mengun í umhverfi og neyslu á menguðu kjöti.43 Sýnt hefur verið fram á það með óyggjandi hætti að það eru raunverulegir dýra MÓSA stofnar sem geta borist í menn og sýkt þá.44 Árið 2007 virtust tilteknir dýra MÓSA stofnar vera algengastir í Hollandi, Belgíu, Danmörku og Austurríki.45 Í Hollandi voru MÓSAr algeng- ari í fólki á svæðum þar sem svínarækt var mest og í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum var hærri tíðni MÓSA í fólki sem bjó á svæðum þar sem svínasaur var dreift á ræktað land.46,47 Gram-neikvæðar stafbakteríur Gram-neikvæðir stafir af ætt Enterobacteriaceae eru flestir hluti af eðlilegri þarmaflóru manna og dýra og sumir þekktir sýkingar- valdar eins og Salmonella og Shigella. Ein mikilvægasta tegundin í þessum flokki er E. coli. Sýklalyfjaónæmi hjá þessum bakteríum tengist oftast svokölluðum beta-laktamösum, ensímum sem brjóta niður beta-laktam sýklalyfin. Karbapenemasar eru breiðrófs-ens- ím sem geta eyðilagt öll sýklalyf í flokki beta-laktam sýklalyfja og hafa verið að breiðast út um heiminn, einkum með bakteríunni Klebsiella pneumoniae. Því miður fylgir þessu oft ónæmi fyrir öðr- um sýklalyfjaflokkum og eru nú að breiðast út um heiminn stofn- ar ónæmir fyrir öllum sýklalyfjum. Það er því mikið áhyggjuefni að árið 2009 fannst karbapenemasi í fyrsta sinn á plasmíði, bæði í E. coli og Klebsiella pneumoniae í sænskum sjúklingi nýkomnum frá Indlandi.48 Plasmíð geta auðveldlega flust á milli baktería í ætt Enterobacteriaceae og er þessi þróun því mikið áhyggjuefni. Frekari rannsóknir á Indlandi hafa svo sýnt að slíkar ofurbakteríur er víða að finna í grunnvatni og neysluvatni og er áætlað að að minnsta kosti 100 milljónir Indverja beri þessa bakteríu í þörmunum.49,50 Þessar bakteríur hafa einnig náð fótfestu víðar, meðal annars í Grikklandi og Ítalíu.51 Mikilvægt er að koma í veg fyrir að þessar bakteríur berist til Íslands og nái þar fótfestu. Þær gætu borist með sjúklingum sem eru að koma af erlendum sjúkrahúsum, ferða- mönnum, matvælum og dýrafóðri. Á sjúkrahúsum á öllum Norð- urlöndunum er nú skimað fyrir þessum fjölónæmu bakteríum hjá sjúklingum sem hafa verið á sjúkrahúsum þar sem karbapenemasa- myndandi bakteríur gæti verið að finna. Ferðamenn frá svæðum þar sem þessar bakteríur eru algengar gætu einnig auðveldlega óafvitandi borið þessar bakteríur og aukast líkurnar mjög ef þeir hafa tekið inn sýklalyf á ferðalaginu og/eða fengið ferðamanna- niðurgang.52 E. coli getur auðveldlega borist með matvælum og dýrafóðri og er það áhyggjuefni að menguð matvæli geti flýtt fyrir útbreiðslu þessara fjölónæmu baktería um heiminn.39 Í drögum að nýrri aðgerðaráætlun Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar er meðal annars lögð áhersla á mikilvægi matvæla og umhverfis í dreifingu á fjölónæmum bakteríum.53 Nýlega fannst karbapenemasa-mynd- andi stafbaktería í smokkfiski í verslun í Kanada. Smokkfiskurinn hafði verið fluttur inn frá Suður-Kóreu.54 Þetta sýnir að mikilvægt er að fylgjast með sýklalyfjanónæmi í matvælum eins og reyndar er farið að gera á hinum Norðurlöndunum. Sýklalyfjamengun í landbúnaði og umhverfi er vandamál í flestum þéttbýlum löndum, einkum þar sem eftirlit með sýkla- lyfjanotkun er lítil sem engin. Það er áhyggjuefni að sum sýklalyf brotna mjög hægt niður í náttúrunni og því má ætla að sýkla- lyfjaónæmi tengt umhverfi og landbúnaði eigi eftir að verða mun meira vandamál í framtíðinni.55 Þýðing fyrir Ísland Hærri tíðni Campylobacter, Salmonella og EHEC í dýrum og matvæl- um utan Íslands þýðir að meiri líkur eru á því að smitast af þess- um sýklum með neyslu innfluttra en innlendra ferskra matvæla. Hvað Campylobacter og Salmonella varðar er áhættan aðallega tengd kjúklingum og verður að gera ráð fyrir hærra nýgengi Campylo- bactersýkinga í mönnum á Íslandi ef neysla á ferskum influttum alifuglaafurðum eykst. Hærra nýgengi leiðir af sér kostnað vegna fleiri veikra einstaklinga með tilheyrandi vinnutapi og á stundum sjúkrahúsinnlögnum. Aðaláhyggjuefnið er þó ekki hærra nýgengi Campylobactersýkinga, heldur innflutningur og útbreiðsla á Gram-neikvæðum stafbakteríum sem eru ónæmar fyrir flestum eða öllum sýklalyfjum. Erfitt getur verið að rekja uppruna inn- fluttra matvæla og fóðurs sem getur verið upprunnið utan Evrópu þótt það sé flutt inn frá öðru Evrópulandi. Fersk matvæli eins og grænmeti og kjöt geta borið fjölónæmar bakteríur. Ekki má gleyma dýrafóðri, en árið 2011 voru flutt inn yfir 83.000 tonn af dýrafóðri, þar af um 2000 tonn fyrir alifugla.56 Reynslan hefur þegar sýnt fram á áhættu af þessum innflutningi. Á árinu 2013 greindist Y F i R l i T S G R E i n

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.