Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 4
292 LÆKNAblaðið 2015/101 F R Æ Ð I G R E I N A R 6. tölublað 2015 296 Sigurður Ólafsson Byltingarkenndar framfarir í meðferð lifrarbólgu C: Hvers eiga íslenskir sjúk- lingar að gjalda? Læknar sjúklinga með lifrarbólgu C um allan heim upplifa nú ævintýralega tíma. Komin eru á markað lyf sem lækna flesta af þessum alvarlega sjúkdómi og hafa litlar aukaverkanir. En samt hvílir skuggi yfir meðferð sjúklinga með lifrarbólgu C hér á landi. 299 Þórey Steinarsdóttir, Elsa B. Valsdóttir, Páll Helgi Möller Gallrásarsteinar eftir gallblöðrutöku á Landspítala 2008-2011 Gallsteinar og sjúkdómar tengdir þeim eru algeng vandamál þó margir sem hafa gallsteina séu einkennalausir. Algengi gallsteina er 10-20% í Evrópu og Norður- Ameríku og talið er að 8% hvítra kvenna í Norður-Ameríku fari í gallblöðrutöku á lífsleiðinni. Gallblöðrutaka er ein algengasta aðgerð á Landspítala og undanfarið hafa verið gerðar á bilinu 400 til 550 gallblöðrutökur þar árlega. 306 Steinunn Arna Þorsteinsdóttir, Herdís Sveinsdóttir, Jón Snædal Óráð eftir opna hjartaaðgerð: kerfisbundin samantekt á algengi, áhættuþáttum og afleiðingum Óráð er bráð tímabundin truflun á meðvitund, athygli, hugsun, skynjun og tilfinningum. Orsakir þess eru ekki að fullu þekktar en truflanir á taugaboðefnum og bólguviðbrögð eru mögulegir orsakaþættir. Óráð er algengt vandamál eftir opnar hjartaaðgerðir og afleiðingar geta verið alvarlegar. Þrátt fyrir það sýna rannsóknir að vandamálið er vangreint og fyrirbyggingu og meðferð er ábótavant. 313 Karl G. Kristinsson, Franklín Georgsson Innflutt fersk matvæli og sýkingaráhætta fyrir menn Aðgangur að mat og hreinu vatni er ekki sjálfgefinn. Íbúum jarðar fjölgar hratt, úr þremur milljörðum árið 1960 í rúmlega 7 milljarða í dag. Til að anna eftirspurn eftir matvælum og geta boðið ódýrari matvæli hefur verksmiðjubúskapur í auknum mæli tekið við af hefðbundnum búskap. Worldwatch Institute áætlaði að árið 2006 væru 74% kjúklinga, 43% nautgripa, 50% svína og 68% eggja í heiminum framleidd á þann hátt. Kjötframleiðsla í heiminum næstum tvöfaldaðist á árunum 1980-2004 og vöxtur- inn tengdist aðallega verksmiðjubúskap í þróunarlöndunum þar sem búskapurinn hefur jafnframt verið að flytjast úr dreifbýli í þéttbýli. Aðstæður á verksmiðjubúum eru ákjósanlegar fyrir útbreiðslu sýkla og getur verið erfitt að koma í veg fyrir þá þróun. 297 Ingibjörg Jónsdóttir Af hverju er ávísun á hreyfingu mikil- væg innan heil- brigðiskerfisins? Við erum á tímamótum. Stöndum saman í að vinna að áframhaldandi þróun og innleiðingu hreyfingar sem meðferðarúrræðis í íslensku heilbrigðiskerfi. Við megum engan tíma missa: nú er stóraukin tíðni sjúkdóma þar sem hreyfing gæti skipt sköpum. L E I Ð A R A R árgangar að baki Notkun sýklalyfja í dýrum í 25 Evrópulöndum árið 2011 mælt í mg/PCU (PCU, population correction unit, notað til að áætla sýklalyfjanotkun eftir þyngd búfénaðar og sláturdýra til manneldis).

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.