Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 20
308 LÆKNAblaðið 2015/101 aðgerð, frá því sem var fyrir aðgerð. Hjá þeim sem fengu óráð eftir aðgerð jukust heilsutengd lífsgæði minna.57 Niðurstöður rann- sóknar Loponen og félaga sýndu einnig að mun hærra hlutfall þeirra sem ekki fengu óráð eftir aðgerð voru á lífi þremur árum eftir aðgerðina, eða 96,1% á móti 77,8% þeirra sem höfðu fengið óráð. Fimm aðrar rannsóknir sýndu einnig fram á marktækt hærri dánartíðni meðal þeirra sem fengu óráð samanborið við þá sem ekki fengu óráð.33,42,46,54,58 Umræða Algengi óráðs var mjög mismunandi milli rannsókna, eða á bilinu 3-87%. Þessi munur skýrist líklega af breytileika úrtaka og greiningarviðmiða. Í rannsóknum sem hér voru skoðaðar fór fram beint klínískt mat á óráðseinkennum sem ýmist var framkvæmt af læknum eða hjúkrunarfræðingum. Það ætti að tryggja réttmætari niðurstöður en þegar óráð er metið út frá skráningu upplýsinga um einkenni í sjúkraskrá. Rannsóknir sem byggja greiningu óráðs á viðurkenndum greiningarviðmiðum og beinu klínísku mati sem framkvæmt er að minnsta kosti daglega og yfir nokkurra daga tímabil eru líklega þær sem gefa okkur réttasta mynd af raun- verulegu umfangi vandamálsins. Í þessari samantekt komu enda fram mun lægri algengistölur í þeim rannsóknum þar sem ekki fór fram reglulegt endurtekið mat óráðseinkenna.58,59 Áhugavert er að sjá niðurstöður rannsókna með ólík úrtök og sjá með því móti áhrif mismunandi breyta, svo sem vitrænnar skerðingar og aldurs. Það kom glögglega fram að algengi óráðs er hærra í þeim rann- sóknum sem ekki útilokuðu einstaklinga með vitræna skerðingu. Fjölmargir einstaklingsbundnir og meðferðartengdir þættir geta aukið hættu á óráði eftir opna hjartaaðgerð. Meðal áhættuþátta sem voru til staðar fyrir aðgerð voru hár aldur, vitræn skerðing, æðasjúkdómar og gáttatif. Saga um heilablóðfall eða skammvinna blóðþurrð í heila var einnig meðal áhættuþátta. Þunglyndi reynd- ist vera stór áhættuþáttur óráðs og þeir sem glímdu við alvarlegt þunglyndi fyrir aðgerð reyndust vera í allt að sexfaldri hættu á óráði samanborið við þá sem ekki glímdu við þunglyndi, óháð öðrum áhættuþáttum.36 Mögulegt er að í þeim rannsóknum þar sem þunglyndiseinkenni greindust fyrir aðgerð, hafi vanvirkni- einkenni óráðs ranglega verið metin sem þunglyndiseinkenni og hluti sjúklinganna því verið með ógreint óráð fyrir aðgerð. Þeirri spurningu hefur verið velt upp, hvort gleymska fyrir að- gerð geti stafað að einhverju leyti af undirliggjandi þunglyndi, en rannsóknarniðurstöður hafa sýnt fram á að þeir sem finna fyrir gleymsku fyrir aðgerð reynast í marktækt meiri hættu á óráði en þeir sem ekki fundu fyrir slíku.57 Ýmsir þættir tengdir skurðaðgerð og svæfingu reyndust óháðir áhættuþættir óráðs. Nokkrir af helstu áhættuþáttum óráðs sem upp koma eftir aðgerð tengjast súrefnisflutningi í líkamanum, svo sem gáttatif, lágt útfall hjarta og lágur súrefnisþrýstingur í blóði. Notkun morfínskyldra lyfja í verkjameðferð tengdist auknum líkum á óráði hjá skurðsjúklingum.61 Aðrar rannsóknir hafa hins vegar sýnt að verkir og notkun mjög lítilla skammta ópíóíða auki líkur á óráði.41,56,62 Engin þeirra rannsókna sem hér voru til skoð- unar sýndu hins vegar fram á að verkir eftir aðgerð væru beinn áhættuþáttur óráðs, en ein rannsókn sýndi fram á tengsl verkja fyrir aðgerð og óráðs eftir aðgerð.41 Með tilliti til rannsókna á öðr- frá 0-30. Þá fundust í einni rannsókn tengsl milli gleymsku fyrir og óráðs eftir hjartaaðgerð.57 Sjúklingar með alvarlegt þunglyndi fyrir aðgerð voru útsettari fyrir óráði en þeir sem ekki glíma við slíkt.36,39,52,54,60 Saga um heilablóðfall og skammvinnt blóðrek til heila tengdust aukinni hættu á óráði, sem og sjúkdómar í hálsslagæðum (carotis arterial disease).40,52,56,58 Aðrir áhættuþættir óráðs sem komu fram í fyrrgreindum rannsóknum voru: að vera karlkyns,50 gátta- flökt fyrir aðgerð,36,60 blóðleysi,39,54,60 verkir fyrir aðgerð,41,55 hækkað kreatíníngildi í blóði,42,56 langvarandi hjartabilun,58 sykursýki,41,47 skert geta til að sinna almennum athöfnum daglegs lífs (instrumen- tal activities of daily living)51 og lægri líkamsþyngdarstuðull.52 Útleysandi áhættuþættir óráðs Samantekt 17 rannsókna sýna hvaða þættir tengdir skurðaðgerð og svæfingu skipta máli varðandi hættu á óráði (tafla IV). Þeir sem fara í aðgerð á hjartalokum eða loku- og kransæðahjáveituaðgerð eru í aukinni hættu á óráði umfram þá sem fara eingöngu í krans- æðahjáveituaðgerð.6,35,41,57 Lengd skurðaðgerðar og svæfingar hefur áhrif, því lengri tími, því meiri er hættan á óráði.47,52 Tími á hjarta- og lungnavél og tangartími hefur einnig nokkuð að segja varðandi áhættuna.39,42,52,54,57 Tími sem viðkomandi er barkaþræddur og í þörf fyrir öndunarvél hefur fylgni við óráð.41,43,60,61 Nokkrir helstu áhættuþættir óráðs sem upp koma eftir aðgerð tengjast súrefnisflutningi í líkamanum, svo sem lágur súrefnis- þrýstingur og öndunarbilun,49,61 lungnabólga, lágt útfall hjarta,58 gáttaflökt57 og þörf fyrir blóðgjöf.54,57 Hækkun á bólgupróteininu CRP í blóði og staðfestar sýkingar hafa einnig fylgni við óráð eftir opna hjartaaðgerð.51,57,58 Afleiðingar óráðs eftir opna hjartaaðgerð Greint var frá afleiðingum óráðs eftir hjartaaðgerð, svo sem lengri gjörgæsludvöl, lengri sjúkrahúsdvöl, síður útskrift beint heim af sjúkrahúsi, minni færni við daglegar athafnir, lakari lífsgæði eftir aðgerð og hærri dánartíðni í 14 rannsóknargreinum (tafla V). Í töflu V er greint frá niðurstöðum sem reyndust tölfræðilega mark- tækar og þá miðað við p-gildi undir 0,05. Af þessum 14 rannsóknum sýndu 8 fram á lengri gjörgæsludvöl hjá þeim sem fengu óráð.35,37,42,50,54,58,60 Þeir hjartaskurðsjúklingar sem fengu óráð lágu marktækt lengur á sjúkrahúsi (10-18 dagar) en þeir sem ekki fengu óráð (7-15 dagar).36,37,42,43,47,49,57,58,60 Algengara var að þeir sem fengu óráð útskrifuðust á annað sjúkrahús, öldrunar- stofnun eða endurhæfingardeild, en þeir sem ekki fengu óráð.43,54 Rudolph og félagar51 skoðuðu hvort óráð í kjölfar hjartaaðgerðar hefði áhrif á getu til að sinna almennum daglegum athöfnum. Metin var geta til að sinna verkum eins og að ferðast milli staða, sjá um innkaup, taka inn lyf sem viðkomandi notar að staðaldri og fleira, bæði fyrir aðgerð og svo mánuði og 12 mánuðum eftir aðgerð. Niðurstöður sýndu fram á marktækt meiri hættu á skertri getu til að sinna þessum athöfnum mánuði eftir aðgerð hjá þeim sem fengu óráð. Að ári liðnu var ekki lengur um marktækan mun að ræða, þó niðurstöðurnar hölluðu í þá áttina. Langtímarannsókn var gerð á áhrifum óráðs eftir hjartaaðgerð á heilsutengd lífsgæði 6, 18 og 36 mánuðum eftir aðgerð. Niður- stöður sýndu að þeir sem ekki fengu óráð eftir aðgerð fundu frek- ar fyrir bættum heilsutengdum lífsgæðum 6 og 18 mánuðum eftir Y F i R l i T S G R E i n

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.