Læknablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 35
LÆKNAblaðið 2015/101 323
U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R
Þau rifja upp að samkvæmt
fyrri reglugerð hafi átt að starfa
matsnefnd á svipuðum forsend-
um og nýja reglulgerðin tilgreinir
en sú nefnd hafi lognast útaf
fyrir mörgum árum og ekki verið
endurvakin. „Ákvæði í reglugerð
er því ekki trygging fyrir að hlut-
irnir séu framkvæmdir og því
verður að fylgja þessu eftir og
tryggja að nefndin starfi sam-
kvæmt því sem kveðið er á um.“
Óskar bætir því við að
breytingar á stöðugildum og
rekstrarforsendum einstakra heil-
brigðisstofnana geti valdið því að
hæfi þeirra sem kennslustofnana
þurfi að endurskoða. „Mats- og
hæfisnefndin þarf því að fylgjast
vel með og gæta að því að öllum
skilyrðum sé fullnægt.“
Þórdís segir þetta einnig
mikilvægt þegar sérnáms-
læknar hyggja á framhaldsnám
erlendis eftir fyrrihluta sérnáms
hér heima sem boðið er upp á í
ýmsum greinum. „Okkar sérnám
þarf að standast kröfur erlendra
kennslusjúkrahúsa um marklýs-
ingar til að námslæknarnir fái
fyrrihlutanámið að fullu metið.“
Í reglugerðinni segir að í
marklýsingu sérnáms skuli meðal
annars kveðið á um inntöku í
sérnám, innihald, fyrirkomulag
og lengd sérnámsins og einstaka
námshluta, gæðakröfur, hand-
leiðslu og hæfismat.
Sérgreinar, undirsérgreinar
og viðbótarsérgreinar
Í reglugerðinni eru tíundaðar ná-
kvæmlega allar viðurkenndar sér-
greinar í læknisfræði ásamt und-
irsérgreinum og segja þau Óskar
og Þórdís Jóna að þessi listi hafi
verið uppfærður til samræmis
við þróun í sérgreinum og undir-
sérgreinum læknisfræðinnar á
undanförnum árum.
„Nú er til dæmis hægt að fá
viðurkenningu í hjartalækn-
ingum sem undirsérgrein við
lyflækningar sem aðalsérgrein en
einnig er hægt að fá hjartalækn-
ingar viðurkenndar sem aðalsér-
grein og stunda síðan sérnám í
einni af fjórum undirsérgreinum
hjartalækninga,“ segir Þórdís.
Einnig er að finna nýjung er
nefnist viðbótarsérgreinar en
samkvæmt henni er heimilt að
veita lækni sem hlotið hefur sér-
fræðileyfi í einni sérgrein viðbót-
arsérgrein í heilbrigðisstjórnun
og/eða lýðheilsufræðum. Þá er
einnig heimilt að veita lækni sem
hlotið hefur sérfræðileyfi í heim-
ilislækningum viðbótarsérgrein
í öldrunarlækningum. Til að
bregðast við hinni öru þróun sem
á sér stað í nútímalæknisfræði er
áréttað að ráðherra geti fellt undir
reglugerðina nýjar sérgreinar og
undirsérgreinar að fengnum til-
lögum landlæknis.
Um heildarnámstíma sér-
greina segir í reglugerðinni að
hann skuli vera að lágmarki
fimm ár (60 starfsmánuðir) í aðal-
grein og tvö ár (24 starfsmánuðir)
í undirgrein. Á þessu eru vissar
undantekningar gagnvart löndum
þar sem námstími sérgreina er
frábrugðinn en viðurkenndur af
íslenskum heilbrigðisyfirvöldum
og þess ríkis þar sem námið er
stundað.
„Þá er ákvæðum um starfs-
nám til almenns lækningaleyfis
(kandídatsár) breytt,“ segir Þórdís
Jóna en um það er fjallað sérstak-
lega í viðtali við Ingu Sif Ólafs-
dóttur kennslustjóra kandídata á
Landspítala.
Nýja reglugerðin er í heild
sinni á slóðinni:
http://stjornartidindi.is
Ný marklýsing
kandídatsársins
á Landspítala
Samkvæmt hinni nýju reglugerð
um lækningaleyfi er ákvæðum
um starfsnám til almenns lækn-
ingaleyfis (kandídatsár) breytt
þannig að nú er gerð krafa um
að minnsta kosti fjóra mánuði á
lyflækningadeild, tvo mánuði á
skurðdeild og/eða bráðadeild, og
fjóra mánuði á heilsugæslu. Gert
er ráð fyrir að breytingar þessar
muni taka allt að eitt ár áður
en þær verða að fullu virkar en á Landspítala hefur verið
unnið markvisst að marklýsingu kandídatsársins.
Inga Sif Ólafsdóttir lyf- og lungnalæknir hefur sinnt
starfi kennslustjóra kandídata frá október 2014. Síðan þá
hefur hún, ásamt Sigrúnu Ingimarsdóttur skrifstofustjóra
á menntasviði Landspítala, unnið ötullega að úrbótum á
kandídatsárinu með hliðsjón af breytingum í nýju reglu-
gerðinni. Að sögn Ingu Sifjar eru þær breytingar helstar
að samin hefur verið marklýsing sem hefur fagmennsku
og góða starfshætti lækna í öndvegi.
„Annar meginþáttur marklýsingarinnar er Kandídatinn
sem fagmaður og námslæknir. Þar er tekið á fagmennsku,
samskiptum og samtalsfærni við sjúklinga, öryggis- og
gæðamálum, siðfræðilegum og lagalegum atriðum,
kennslu og þjálfun, og því hvernig kandídat stuðlar að og
viðheldur góðum starfsháttum lækna.
Hinn meginþátturinn er Kandídatinn sem öruggur og
afkastamikill læknir og þar er farið í góða læknisþjónustu,
meðhöndlun bráðveikra sjúklinga, endurlífgun og með-
ferð við lífslok og umönnun sjúklinga með langvinna
sjúkdóma.“
Inga Sif segir að mestur hluti faglegrar og klínískrar
kennslu fari fram við umönnun sjúklinga á vinnutíma og
byggir námið á vinnutengdri reynslu á kandídatsárinu.
„Lykilatriði er handleiðsla kandídata og formleg matsblöð
sem meta kunnáttu, fagmennsku, skipulagsfærni og þekk-
ingu. Einnig 360 gráðu mat sem skoðar samskiptafærni
og teymisvinnufærni. Fyrst um sinn verða ný matsblöð
fyrir vinnutengda starfsþætti kandídata sem fylgja nýrri
marklýsingu aðeins notuð á lyflækningasviði en vonandi
víðar á næstu árum,“ segir Inga Sif.
Hún segir að lokum að formlegir móttökudagar verði
fyrir kandídata ár hvert í júní og september þar sem þeir
fái ítarlega kynningu á starfsemi spítalans og vinnuum-
hverfi sínu.