Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 36
324 LÆKNAblaðið 2015/101 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Verkfallið hefur víðtæk áhrif Verkfall háskólamenntaðra starfsmanna á heilbrigðisstofnunum hefur nú staðið hátt í tvo mánuði án þess að hilli undir lausn við samningaborðið. Þær stéttir sem eru í verkfalli eru geislafræðingar, lífeinda- fræðingar, ljósmæður og náttúrufræðing- ar en störf þeirra snerta nær alla starfsemi spítalans á einn eða annan hátt. Læknablaðið leitaði til fimm yfirlækna sérgreina á Landspítala og bað þá að lýsa áhrifum verkfallsins á þeirra deildir og sérsvið. Þegar þetta er skrifað, 26. maí, eru allar líkur á að verkfall hjúkrunarfræðinga hefjist á miðnætti þann 27. og þarf enginn að velkj- ast í vafa um áhrif þess á heilbrigðiskerfið til viðbótar við nýlega afstaðin og yfirstand- andi verkföll heilbrigðisstarfsfólks. Í forstjórapistli sínum föstudaginn 22. maí sagði Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans: „Í dag eru 45 dagar frá því verkfall BHM hófst á Landspítala. Áhrifin eru afar alvar- leg; 54.500 blóðtökum hefur verið frestað og blóðsýni hafa skemmst vegna biðar, 6.100 myndgreiningarrannsóknum hefur verið frestað, 370 skurðaðgerðum, 1.700 komum á dag- og göngudeildir, auk þess sem áhrif á fæðingarþjónustu og á starfsemi blóðbanka eru mikil. Með þrotlausri baráttu starfsfólks og góðu samstarfi við þau stéttarfélög sem eru í verkfalli höfum við leitað allra leiða til að tryggja öryggi sjúklinga og koma í veg fyrir að fólk bíði varanlegt tjón. Hvort það hafi tekist er ekki ljóst. Ljóst er hins vegar að mjög langan tíma mun taka að glíma við afleiðingar þessara verkfalla, bæði félaga BHM sem og verkfalls læknafélaganna sem varla hafði verið byrjað að vinda ofan af þegar verkföll BHM hófust. Heilbrigðis- kerfið er þegar keyrt að mörkum og því ekki ljóst hvernig við tökumst á við það krefjandi verkefni þegar þessum verkfallsaðgerðum linnir. Að óbreyttu mun verkfall Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga hefjast næsta miðvikudag, 27. maí. Mun þá skapast for- dæmalaust ástand í íslensku heilbrigðis- kerfi. Fyrir því eru ýmsar ástæður. Í fyrsta lagi er við að eiga uppsafnaðan vanda fyrri verkfalla vetrarins. Í öðru lagi stendur verk- Maríanna garðarsdóttir röntgenlæknir og formaður Félags Íslenskra röntgenlækna Helstu áhrif verkfallsins á sérgrein mína eru þau að myndgreiningarrannsóknir sem þarf að framkvæma tefjast eða eru ekki framkvæmdar. Myndast hafa langir biðlistar á Landspítalanum þar sem ég starfa og óeðlilegar tafir hafa orðið, jafn- vel á þjónustu við inniliggjandi sjúklinga. Geislafræðingar eru nauðsynlegir til að framkvæma rannsóknirnar sem við lesum úr en þegar rannsóknirnar eru ekki fram- kvæmdar getum við ekki veitt þá þjónustu sem við læknar teljum nauðsynlega. Við styðjum auðvitað geislafræðinga og aðra í kjarabaráttu þeirra en það er framkvæmd verkfallsins sem hefur reynst okkur afar erfið og setur skorður sem við getum illa sætt okkur við. Það er erfitt að geta ekki sinnt þeim sjúklingum sem þurfa á myndgreiningarrannsóknum að halda til greiningar, meðferðar og eftirlits og ótt- umst við að áhrif verkfallsins á sjúklinga muni koma fram í langan tíma eftir að því lýkur. Þóra Steingrímsdóttir prófessor og yfirlæknir kvenna- og barnasviðs Á kvennadeildinni og í allri mæðravernd og á öllum fæðingadeildum á landinu erum við heft af ljósmæðraverkfalli, þar sem 70% fæðinga landsins eiga sér stað. Verkfall ljósmæðra hefur fyrst og fremst áhrif, þrjá daga í viku, en allt annað gerir okkur lífið líka erfiðara, lífeindafræðingar í verkfalli fyrir hádegi, geislafræðingar allan daginn og í dag varð mér ljóst að tölfræðiráðgjafi (náttúrufræðingur, BHM) sem við leituðum til í samstarfi um vís- indavinnu hefur verið í verkfalli í 6 vikur og vísindavinna verður víst seint talin bráðatilvik eða nauðsynleg heilbrigðis- þjónusta, svo þar hlaðast mörg verkefni upp og verða jafnvel vanrækt. Við þurfum að fresta skurðaðgerðum, keisaraskurðum og framköllun fæðinga, en á endanum verða flestar þessar aðgerð- ir nauðsynlegar og bráðar og eru gerðar undir þeim formerkjum. Verst er þó að jafnvel þótt verkfallsað- gerðirnar séu íþyngjandi fyrir okkur og sjúklinga og skjólstæðinga er þetta varla nógu beitt eða árangursríkt. Við styðjum samstarfsstéttir okkar heilshugar og svíður að sjá baráttu þeirra hálfmáttlausa. fall fjögurra aðildarfélaga BHM enn með allri þeirri truflun á starfsemi sem þau hafa í för með sér. Í þriðja lagi þá eru hjúkrunarfræð- ingar fjölmennasta stétt spítalans, þriðjung- ur allra starfsmanna Landspítala. Hjúkrun sjúkra er grundvallarþáttur í starfsemi hvers sjúkrahúss og ótímabundið verkfallið skellur af fullum þunga á sjúkrahúsinu og opinberri heilbrigðisþjónustu allri frá fyrsta degi. Því mun strax frá upphafi verða gífurleg röskun á starfsemi, þrátt fyrir að undanþágulistar muni koma til móts við þörf fyrir bráðaþjón- ustu.”

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.