Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 13
LÆKNAblaðið 2015/101 301 Meðferð gallrásarsteina Algengasta meðferð við gallrásarsteini var röntgenrannsókn á gall- og brisrásarvegum með holsjá, og var hún framkvæmd hjá 36 sjúklingum (90%) (mynd 2). Hjá einum af þessum 36 var með- ferðin ófullnægjandi þar sem ekki gekk að þræða upp gallrás og var því framkvæmd gallrásarmyndataka með ástungu gegnum kviðvegg og lifur í kjölfarið. Meðferð var með opinni aðgerð hjá einum sjúklingi þar sem hann var með sarp (diverticulum) á skeifu- görn sem gerði röntgenrannsókn á gallvegum og brisgangi með holsjá tæknilega illframkvæmanlega og vegna stærðar steins var gallrásarmyndataka með ástungu gegnum kviðvegg og lifur ekki talin ákjósanleg. Þremur sjúklingum batnaði án meðferðar. Þrír sjúklingar af þeim sem fóru í röntgenrannsókn á gallveg- um og brisgangi með holsjá og totuskurð (8,3%) fengu fylgikvilla í kjölfarið. Einn fékk rof á gallrás og frítt loft í kvið og var hann meðhöndlaður með föstu og sýklalyfjum. Tveir sjúklingar fengu brisbólgu og voru þeir báðir meðhöndlaðir með föstu og verkja- lyfjum. Endurteknir gallrásarsteinar Af rannsóknarhópnum voru 7 sjúklingar (17,5%) sem fengu endur- tekið gallrásarsteina eftir gallblöðrutöku. Fimm af þessum 7 (71%) höfðu fengið fylgikvilla í kjölfar aðgerðar (n=2, 28,6%) eða eftir meðferð fyrsta gallrásarsteins (n=3, 42,9%). Sambærilegar tölur fylgikvilla eftir gallblöðrutöku eða meðferð fyrsta gallrásarsteins hjá þeim sem fengu gallrásarstein einu sinni voru þrír af 33 (9%), þar af tveir (6%) í kjölfar gallblöðrutöku og einn (3%) eftir röntgen- rannsókn á gallvegum og brisgangi með holsjá. Grunur um gallrásarstein fyrir aðgerð Fjórtán sjúklingar höfðu þessar vísbendingar um gallrásarsteina fyrir gallblöðrutöku: hækkun á gildi bílírúbíns (n=4, 28,6%), víkkun á gallgöngum (n=4, 28,6%) (gallrás eða gallblöðrugangi) og steinn í gallrás á myndgreiningu (n=6 , 42,9%). Af þeim fjórum sem voru með hækkun á gildi bílirúbíns fóru tveir í segulómun af gallrás og brisrás (MRCP) fyrir aðgerð. Hjá öðrum greindist gallrásarsteinn sem var staðfestur með mynd- rannsókn af gallrás við aðgerð og var ákveðið að fjarlægja hann með röntgenrannsókn á gallvegum og brisgangi með holsjá dag- inn eftir aðgerð. Þá fannst enginn steinn en gerður var totuskurð- R a n n S Ó k n ur. Hjá hinum fannst ekki gallrásarsteinn, hvorki við segulómun af gallrás og brisrás né við röntgenrannsókn á gall- og brisrásar- vegum með holsjá sem framkvæmd var í kjölfarið. Sá sjúklingur var einkennalaus í rúmlega fjögur ár eftir gallblöðrutökuna. Hinir tveir sem voru með hækkun á gildi bílirúbíns fengu enga frekari uppvinnslu. Hvorugur þeirra greindist með gallrásarstein á upp- haflegri myndgreiningu (ómun) en gallgangar utan lifrar voru tor- metnir. Báðir þessir sjúklingar greindust með gallrásarstein innan fjögurra mánaða frá aðgerð. Fjórir sjúklingar greindust með víkkun á gallgöngum en engan stein á upphaflegri myndgreiningu. Einn var með frábendingu fyrir segulómun af gallrás og brisrás. Því var reynt að gera rönt- genrannsókn á gallvegum og brisgangi með holsjá sem gekk ekki. Þegar hann kom til valaðgerðar var hann einkennalaus og mynd- rannsóknir því ekki endurteknar. Gallrásarsteinar greindust 5 mánuðum eftir gallblöðrutökuna. Hinir þrír fóru hvorki í segul- ómun af gallrás og brisrás né röntgenrannsókn á gallvegum og brisgangi með holsjá fyrir aðgerð. Hjá einum var gerð myndrann- sókn af gallrás við aðgerð, sem var eðlileg og var hann steinalaus í rúm þrjú ár. Annar fór í tölvusneiðmynd fyrir aðgerð sem sýndi víkkun á gallrás og grun um að steinn hefði gengið niður. Steinn var fjarlægður úr gallblöðrugangi við aðgerð, en ekki var gerð frekari myndrannsókn eftir aðgerð. Sjúklingur greindist með gall- rásarstein fjórum árum síðar. Þriðji sjúklingurinn greindist með víkkun á gallblöðrugangi á ómun fyrir aðgerð og grun um Mir- izzi-heilkenni. Gallrás var eðlilega víð. Sjúklingurinn fór í segul- ómun af gallrás og brisrás strax eftir aðgerð og aftur viku seinna vegna kviðverkja en í bæði skiptin voru niðurstöður rannsóknar eðlilegar. Ekki tókst að sýna fram á að gallrásarsteinn ylli þeim einkennum en þar sem önnur skýring fannst ekki var sú klíníska greining sett. Auk ofangreindra sjúklinga greindust 6 sjúklingar með gall- rásarstein á myndgreiningu fyrir aðgerð. Enginn þeirra var með hækkað gildi bílirúbíns. Þeir fóru allir í röntgenrannsókn á gall- vegum og brisgangi með holsjá fyrir aðgerð (n=5) og/eða mynd- rannsókn af gallrás við aðgerð (n=4). Umræða Almennt er talið að 1-2% sjúklinga sem gangast undir gallblöðru- töku fái síðar gallrásarstein.4 Á Landspítala eru árlega gerðar 400- 550 aðgerðir þar sem gallblaðra er fjarlægð og er áætlað algengi gallrásarsteina eftir gallblöðrutöku því um 2-3%. Gallrásarsteinn var oftast greindur á fyrstu tveimur árunum eftir gallblöðrutöku, það er hjá þremur af hverjum fjórum sjúklingum. Langflestir greinast á fyrsta mánuði eftir gallblöðrutöku og helmingur þeirra sem fá gallrásarstein eftir aðgerð hafa fengið einkenni um hann á fyrstu fjórum mánuðunum eftir hana. Miðað við algeng við- mið má álíta að þeir steinar hafi verið til staðar við aðgerð og að hugsanlega hefði mátt finna þá með frekari uppvinnslu.5,10 Hjá 11 sjúklingum komu gallrásarsteinar fram eftir tvö ár og má þá ætla að þeir hafi myndast síðar í gallrás og því ómögulegt að sjá þá fyrir eða bregðast við þeim þegar aðgerð var framkvæmd. Notkun myndrannsóknar af gallrás í aðgerð er mjög mismun- andi eftir löndum, spítölum og skurðlæknum. Sumstaðar er alltaf gerð myndrannsókn á gallrás, til dæmis í Svíþjóð þar sem haldin Mynd 2. Meðferð sjúklinga með gallrásarstein. Einn sjúklingur fór bæði í röntgen- rannsókn á gallvegum og brisgangi með holsjá (ERCP) og gallrásarmyndatöku með með ástungu gegnum kviðvegg og lifur (PTC). Heildarfjöldi 40 Totuskurður 6 Totuskurður og steinn fjarlægður 23 Steinn fjarlægður 23 Hvorugt 3 Fylgikvillar 3 Engin meðferð 3 opin aðgerð 1 PTC 1 ERCP 36

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.