Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 7
LÆKNAblaðið 2014/100 503 R i T S T J Ó R n a R G R E i n Ebóla-faraldurinn sem nú geisar í Vestur- Afríku hefur þegar þetta er skrifað um miðjan september sýkt um 4300 manns og lagt um helming þeirra að velli.1,2 Líklega eru tilfellin miklu fleiri, kannski tugþús- undir. Ebóla-veiran greindist fyrst árið 1976 í Kongó og Súdan. Hún er af flokki þráð- veira (filoviridae), einstrengja RNA veira. Veiran hefur valdið fjölda faraldra, nær eingöngu í ríkjum Mið-Afríku. Dánartala er mjög há, 30-90%. Núverandi faraldur er sá mesti hingað til og sá fyrsti sem fram kemur í Vestur-Afríku. Hann hefur að mestu verið bundinn við Gíneu, Sierra Leone og Líberíu. Hann hófst í desember síðastliðinn með andláti tveggja ára barns, en hans varð þó ekki að fullu vart fyrr en í mars í landamærahéruðum Gíneu. Landa- mærin eru mjög opin, og för fólks mikil þar um, enda hefur faraldurinn farið sem eldur í sinu. Hann barst síðan til Nígeríu og síðar Senegal með flugfarþegum, lýsandi dæmi um hvernig sjúkdómurinn getur og mun berast milli landa. Ebóla veldur blæðandi hitasótt, einkenni eru svæsin og hröð, sjúklingarnir deyja úr blæðingum og fjölkerfabilun. Forðahýsill veirunnar eru líklega ávaxtaleðurblökur. Menn sýkjast einkum með snertingu við líkamsvessa veiks fólks, við það að sinna líkum eða við að eiga við eða neyta kjöts af dýrum merkurinnar (bushmeat). Veiran berst ekki með úðasmiti sem er ákaflega mikilvæg staðreynd, enda er talið að „ein- ungis“ 1-3 smitist út frá hverju tilfelli (basic reproduction number (R0)), samanborið við til dæmis 14-17 fyrir mislinga. Meðgöngu- tími er 2-21 dagar (6-10 dagar að meðaltali) og á þeim tíma er fólk ekki smitandi. Meðferð er engin þekkt. Innan við tugur sjúklingar (flestir Vesturlandabúar) hafa fengið tilraunalyfið ZMapp, blöndu þriggja einstofna manngerðra mótefna unninna úr tóbaksplöntu. Einnig eru bundnar vonir við lyf sem byggja á hömlun mRNA (RNA interference), en Nóbelsverðlaunin 2006 voru veitt fyrir rannsóknir á því sviði.3 Bóluefni er heldur ekki til reiðu, en gert ráð fyrir að tilraunir á mönnum verði hafnar nú í október. Hvers vegna er þessi faraldur öðruvísi en fyrri faraldrar ebóla? Þeir komu upp á afskekktum svæðum. Núverandi faraldur kom hins vegar upp á þéttbýlli svæðum þar sem landamæri eru fjölfarin og breiddist fljótt til borganna. Ef til vill er þó fátæktin og mikill skortur á innviðum sá samnefnari sem helst skýrir vandann.4 Siðir og venjur við frágang líka og við útfarir hafa einnig haft áhrif á gang faraldursins. Tortryggni og vantraust er mikið, ástvinir veikra eru hræddir við heilbrigðisstarfsmenn sem mæta í geimbúningum og taka sjúklinga í burtu. Veikt fólk (og lík) eru falin svo unnt sé að veita viðeigandi jarðarför, þar sem öll fjölskyldan kemur saman (rétt eins og hér á landi) en það auðveldar enn frekar út- breiðslu. Hver hafa viðbrögð alþjóðasamfélags- ins verið? Þau hafa verið sein og urðu loks sýnileg í júlí. Athygli vekur og áhyggjur að jafnalvarlegur sjúkdómur og ebóla skuli hafa gengið í endurteknum faröldrum allt frá 1976 án þess að gerðar hafi verið mark- tækar rannsóknir á lyfjameðferð eða bólu- efnum. Skýringin er að öllum líkindum sú að sjúkdómurinn hefur eingöngu lagst á íbúa fátækra landsvæða í Afríku. Ekki þarf mikla spádómsgáfu til að segja til um hvað hefði gerst ef þessi sjúkdómur hefði komið fram á Vesturlöndum. Vonandi er verið að ráða bót á þessu nú. En hvað með Vesturlönd, eru líkur á að sjúkdómurinn berist þangað? Hann getur vissulega gert það, annaðhvort með veikum flugfarþegum eða hjálparstarfsfólki sem kemur til baka til heimahaga. Hins vegar er útilokað að ebóla nái að breiðast út sem heimsfaraldur. Til þess er heilbrigðisþjón- usta og innviðir á Vesturlöndum of öflug. Óttinn er hins vegar mikill og skiljanlegur. Eins og áður sagði smitast veiran eingöngu við snertingu, ekki með úða. Sjúklingar sem fluttir hafa verið til Vesturlanda eða fólk sem grunað er um sýkingu hefur hins vegar verið sett í hástigs einangrun (high level isolation units, HLIUs) þar sem slíks er kostur. Í þessu efni praktíserum við ekki það sem við prédikum, og óttinn er skýr- ingin. Hvernig stöndum við að vígi hér á Ís- landi ef hingað kæmi einstaklingur sem gæti verið verið með ebóla? Íslensk heil- brigðisþjónusta er í reynd ekki undir svona tilvik búin. Áætlun um hvernig við brygð- umst við er vissulega tilbúin og byggir á reynslu af fyrri nýlegum faröldrum, HABL og fuglaflensu. Sjúklingum yrði sinnt og fengju viðeigandi meðferð. Hins vegar tæki slíkt mikinn toll, loka yrði heilli sjúkradeild og tilnefna stóran hóp starfsfólks sem gerði lítið annað. Tilvik af þessu tagi myndi setja starfsemi Landspítalans úr skorðum. Líkurnar eru mjög litlar, en komi til þessa verðum við að taka því sem að höndum ber, og bregðast við af raunsærri varkárni, ekki órýmilegum ótta. Heimildir 1. who.int/csr/disease/ebola/en/ - september 2014. 2. cdc.gov/ - september 2014. 3. Goodman JL. Studying „secret serums“ – toward safe, effective ebola treatments. N Engl J Med 2014. DOI: 10.1056/NEJMp1409817 4. Chan M. Ebola virus disease in West Africa – no early end to the outbreak. N Engl J Med 2014. DOI: 10.1056/ NEJMp1409859 Ebola and us Sigurdur Gudmundsson, MD, PhD Consultant in Internal Medicine and Infectious Diseases, Landspitali University Hospital, Professor, School of Medicine, University of Iceland Ebóla og við siggudm@landspitali.is Sigurður Guðmundsson læknir, sérfræðingur í lyflækningum og smitsjúk- dómum, ly Landspítala, prófessor, læknadeild Háskóla Íslands Meðferð við ofnæmiskvefi1 Meðferð við ofnæmiskvefi1 flútíkasónfúróat Hver sem ástæðan er, hver sem árstíðin er * Notist eingöngu í nef Ja nú ar 2 01 4 IS /F F/ 00 01 d/ 12 (1 ) AVAMYS nefúði, dreifa. Hver úðaskammtur gefur 27,5 míkrógrömm af flútíkasónfúróati. Ábendingar: Avamys er ætlað til notkunar hjá fullorðnum, unglingum og börnum (6 ára og eldri), Avamys er ætlað til meðferðar við einkennum ofnæmiskvefs. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir og unglingar (12 ára og eldri): Ráðlagður upphafsskammtur er tveir úðaskammtar í hvora nös einu sinni á dag. Þegar fullnægjandi stjórn á einkennum hefur náðst gæti minni skammtur, einn úðaskammtur í hvora nös, nægt til viðhaldsmeðferðar. Skammturinn skal stilltur á minnsta skammtinn sem viðheldur fullnægjandi stjórn á einkennum. Börn (6 til 11 ára): Ráðlagður upphafsskammtur er einn úðaskammtur í hvora nös einu sinni á dag. Sjúklingar sem sýna ekki fullnægjandi svörun við einum úðaskammti í hvora nös einu sinni á dag geta notað tvo úðaskammta í hvora nös einu sinni á dag. Þegar fullnægjandi stjórn á einkennum hefur náðst er mælt með því að minnka skammtinn niður í einn úðaskammt í hvora nös, einu sinni á dag. Börn yngri en 6 ára: Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá börnum yngri en 6 ára. Öryggi og verkun hjá þessum hópi hafa ekki verið vel staðfest. Aldraðir sjúklingar og sjúklingar með skerta nýrnastarfsemi: Engin þörf er á aðlögun skammta hjá þessum hópum. Sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi: Engin þörf er á aðlögun skammta þegar um væga eða miðlungsmikla skerðingu á lifrarstarfsemi er að ræða. Engar upplýsingar liggja fyrir um sjúklinga með mikið skerta lifrarstarfsemi. Frábendingar Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. MARKAÐSLEYFISHAFI: Glaxo Group Ltd, 980 Great West Road, Brentford, Middlesex, TW8 9GS, Bretland. Fulltrúi markaðsleyfishafa: GlaxoSmithKline ehf. Þverholti 14, 105 Reykjavík, Ísland, Sími 530 3700, Dagsetning endurskoðunar textans: apríl 2013. Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá –www.serlyfjaskra.is Pakkningar og verð (janúar 2014) Avamys nefúði 27,5 mcg/sk 120 skammtar R,G 2.849 kr Aukaverkanir má tilkynna á vef Lyfjastofnunar: www.lyfjastofnun.is/Aukaverkanir/tilkynna eða til GlaxoSmithKline í síma 530 3700. Heimildir: 1. www.serlyfjaskra.is. Nykær 68 DK-2605 Brøndby T +45 36 35 91 00 F +45 36 35 91 01 www.glaxosmithkline.dk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.