Læknablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 13
LÆKNAblaðið 2014/100 509
blæðingar og bráður nýrnaskaði. Minniháttar fylgikvillar voru
hjartsláttartruflanir, lungnabólga, þvagfærasýking, yfirborðs-
sýking í skurðsári og aftöppun fleiðruvökva. RIFLE-flokkun var
notuð til að skilgreina nýrnaskaða eftir aðgerð og var stuðst við
mælingar á kreatíníni í sermi fyrir og eftir aðgerð.28 Magn blæð-
ingar í brjóstholskera fyrstu 24 klukkustundir eftir aðgerð var
skráð og fjöldi eininga af rauðkornaþykkni sem sjúklingunum var
gefinn í sjúkrahúslegunni.
Legutími var talinn í dögum og var skráður bæði legutími á
gjörgæslu og legudeild auk heildarlegutíma.
Upplýsingar voru skráðar í tölvuforritið Excel og tölfræði
unnin í tölfræðiforritinu R, útgáfu 2.15.3. Raðbreytur með normal-
dreifingu voru bornar saman með t-prófi, annars með Wilcox sig-
ned-rank prófi. Fyrir flokkabreytur var notast við Fischers exact
eða Kí-kvaðrat próf. Gerð var fjölþátta lógistísk aðhvarfsgreining
(multiple logistic regression) á áhættuþáttum dauða innan 30 daga
frá aðgerð (skurðdauða) og alvarlegum fylgikvillum. Marktækni
miðast við p-gildi <0,05.
Áður en rannsókn hófst fengust öll tilskilin leyfi frá Vísinda-
siðanefnd, Persónuvernd og framkvæmdastjóra lækninga á Land-
spítala.
Niðurstöður
Af 1626 sjúklingum voru 261 með sykursýki, eða 16% hópsins, en
65 þeirra (25%) tóku insúlín og voru 12 þeirra (12/261, 5%) greindir
með sykursýki af gerð 1.
Samanburður á áhættuþáttum er sýndur í töflu I. Flestir
áhættuþættir reyndust sambærilegir milli hópa eins og aldur og
kynjaskipting, reykingasaga og blóðfituröskun. Marktækt fleiri
sjúklingar með sykursýki reyndust hafa háþrýsting (82% á móti
60%, p<0,001) og líkamsþyngdarstuðull þeirra var hærri (30 á
móti 28 kg/m2, p<0,001) en hjá viðmiðunarhópi. EuroSCORE hóp-
anna var hins vegar sambærilegt.
Útbreiðsla kransæðasjúkdóms, (metið sem hlutfall sjúklinga
með þrengsli í vinstri höfuðstofni, og/eða þriggja æða sjúkdóm)
var sambærileg milli hópa. Það sama átti við um fyrri sögu um
hjartadrep, kransæðaþræðingu og hjartsláttaróreglu. Marktækt
hærra hlutfall sjúklinga með sykursýki reyndist hafa fyrri sögu
um hjartabilun (13% á móti 9%, p=0,03) og gaukulsíunarhraða
(GSH) <60 ml/mín/1,73m2 (22% á móti 15%, p=0,01) samanborið
við viðmiðunarhóp.
Hlutfall aðgerða sem gerðar voru með hjarta- og lungnavél
var 79% í báðum hópum og hlutfall bráðaaðgerða 4%. Fjöldi fjær-
tenginga var einnig sambærilegur, eða 3,5 hjá sykursjúkum borið
saman við 3,4 í viðmiðunarhópi (p=0,15). Ekki var heldur munur
á notkun vinstri brjóstholsslagæðagræðlings (LIMA) (96% á móti
93%, p=0,18) eða blæðingar í brjóstholskera á fyrstu 24 klukku-
stundunum (1081 ml á móti 969 ml, p=0,74). Fleiri aðgerðir voru
framkvæmdar með flýtingu í sykursýkishópi (52% á móti 45%,
p=0,05) en að auki var aðgerðartími þeirra 16 mínútum lengri að
meðaltali, eða 226 ± 55, borið saman við 210 ± 65 (p<0,01). Einnig
fengu sykursjúkir fleiri einingar af rauðkornaþykkni að meðaltali
eftir aðgerð, eða 3,4 einingar borið saman við 2,5 einingar hjá við-
miðunarhópi (p=0,03).
Minniháttar fylgikvillar eftir aðgerð voru sambærilegir í
báðum hópum (tafla II), til dæmis nýtilkomið gáttatif sem var
algengasti fylgikvillinn í báðum hópum, grunnar skurðsýkingar
í fæti og/eða bringu, þvagfærasýking, aftöppun fleiðruvökva og
lungnabólga.
Alvarlegir fylgikvillar eftir aðgerð reyndust einnig í flestum til-
vikum sambærilegir milli hópa (tafla III), svo sem hjartadrep, djúp
sárasýking, bringubeinslos og heilaæðaáfall. Bráður nýrnaskaði
var metinn samkvæmt RIFLE-skilgreiningunni en sykursýkis-
sjúklingar voru oftar í RISK-flokki (14% á móti 9%, p=0,02) og
FAILURE-flokki (2% á móti 0,5%, p=0,01). Munurinn á hópunum
var hins vegar ekki marktækur í INJURY-flokknum (4% á móti 2%,
p= 0,09).
Heildarlegutími var marktækt lengri að meðaltali hjá sykur-
sjúkum og munaði tæpum tveimur sólarhringum (1,8 dagar,
p=0,02). Meðaltal legutíma á gjörgæsludeild var sambærilegur,
eða tveir sólarhringar (p>0,1).
Dánartíðni innan 30 daga reyndist marktækt hærri í sykursýk-
ishópi, eða 5% (13/261) borið saman við 2% (29/1365) í viðmiðun-
arhópi (p=0,01). Sjúklingar á insúlíni voru með hærri dánartíðni
innan 30 daga, eða 8% (5/65) borið saman við 2% (37/1561) fyrir
þá sem ekki tóku insúlín (36/1561, p<0,01). Fyrir sjúklinga með
sykursýki af tegund 2 var dánarhlutfallið 5% (12/249) en 8% (1/12)
fyrir 12 sjúklinga með tegund 1.
Í töflu IV er sýnd fjölþátta aðhvarfsgreining á áhættuþáttum
dauða innan 30 daga þar sem athugað var sérstaklega hvort
sykursýki væri sjálfstæður forspárþáttur. Aldur, GSH<60 ml/
mín/1,73m2, útfallsbrot undir 30% og bráðaaðgerð reyndust allt
sjálfstæðir forspárþættir dauða innan 30 daga, en ekki sykursýki
(OR 1,98, 95% ÖB 0,72-4,95 p=0,16).
Tafla III. Samanburður á alvarlegum snemmkomnum fylgikvillum og legutíma.
Gefinn er upp fjöldi (%) nema fyrir legutíma þar sem gefin eru upp meðaltöl með
staðalfráviki.
Sykursýki
n=261
Ekki sykursýki
n=1365
p-gildi
Hjartadrep 11 (4) 65 (5) 0,82
Heilablóðfall 5 (2) 19 (1) 0,57
djúp sárasýking 4 (2) 11 (1) 0,28
Bringubeinslos 7 (3) 20 (1) 0,18
Nýrnaskaði (RIFLE-flokkur F) 11 (2) 14 (0,5) 0,01
Heildarlegutími, dagar 13 ± 9 11 ± 5 0,02
Tafla IV. Fjölþátta aðhvarfsgreining sem sýnir sjálfstæða forspárþætti dauða
innan 30 daga eftir aðgerð.
Áhættuhlutfall 95% öB p-gildi
Aldur 1,13 1,07-1,20 <0,001
Líkamsþyngdarstuðull kg/m2 1,01 0,92-1,10 0,82
Gaukulsíunarhraði (GSH) <60 ml/
mín/1,73m2
2,63 1,18-5,84 0,02
Útfallsbrot (EF) <30% 6,74 1,32-2,58 0,01
Háþrýstingur 0,82 0,36-1,94 0,63
Bráðaaðgerð 13,24 5,25-32,05 <0,001
Sykursýki 1,98 0,72-4,95 0,16
R a n n S Ó k n