Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 14
510 LÆKNAblaðið 2014/100 Þegar endapunktarnir dauði innan 30 daga, hjartadrep, heila- blóðfall og bráður nýrnaskaði í FAILURE-flokki voru sameinaðir, (12% í sykursýkishópi borið saman við við 8% í viðmiðunarhópi, p=0,06), reyndist sykursýki heldur ekki vera sjálfstæður áhættu- þáttur (OR 1,26, 95% ÖB 0,77-2,03), en í líkaninu var leiðrétt fyrir aldri, háþrýstingi, líkamsþyngdarstuðli, GSH<60 ml/mín/1,73m2 , útfallsbroti undir 30% og bráðaaðgerð. Umræða Í þessari rannsókn voru snemmkomnir fylgikvillar og dánartíðni eftir kransæðahjáveituaðgerð rannsökuð hjá sjúklingum með sykursýki. Í ljós kom að 30 daga dánartíðni var rúmlega tvöfalt hærri fyrir sjúklinga með sykursýki, eða 5% borið saman við 2% sjúklinga í viðmiðunarhópi. Sykursýki reyndist þó ekki vera sjálf- stæður forspárþáttur fyrir dauða innan 30 daga eftir að búið var að leiðrétta fyrir öðrum þáttum sem gætu haft áhrif á þennan mun í fjölþátta lógistískri aðhvarfsgreiningu, til dæmis hærri líkamsþyngdarstuðli, hærra hlutfalli sjúklinga með háþrýsting og skerta nýrnastarfsemi fyrir aðgerð. Þetta átti einnig við þegar alvarlegir fylgikvillar voru sameinaðir í fjölbreytugreiningunni (composite endpoints). Þetta eru mikilvægar upplýsingar þar sem 16% sjúklinga sem gengust undir kransæðahjáveitu á rannsóknar- tímabilinu voru með sykursýki. Auk þess fer algengi sykursýki vaxandi og því líklegt að þessi sjúklingahópur eigi eftir að stækka enn frekar. Í sambærilegum rannsóknum erlendis er algengi sykursýki í hópi skurðsjúklinga mun hærra en hér á landi, eða oftast á bilinu 20-25%20,23 og allt upp í 36%.12,20 Rétt er að hafa í huga að algengi sykursýki fer eftir því hvernig sjúkdómurinn er skilgreindur í mis- munandi rannsóknum. Við studdumst við skilgreiningu á sykur- sýki sem notuð hefur verið í sambærilegum rannsóknum erlendis, meðal annars í grein Leavitt og félaga. Þar voru þeir taldir sykur- sjúkir sem fengu greininguna í sjúkraskrá eða voru meðhöndl- aðir með töflum eða insúlíni vegna sykursýki.20 Í okkar rannsókn var ekki frekar en í áðurnefndri rannsókn gert sykurþolspróf hjá öllum og aðeins var miðað við sjúklinga sem höfðu greininguna staðfesta fyrir aðgerð. Því er hugsanlegt að einhverjir sjúklingar hafi verið vangreindir og algengi sykursýki hafi verið enn hærra. Við litum sérstaklega á árangur sjúklinga sem voru meðhöndl- aðir með insúlíni. Reyndist dánartíðni þeirra innan 30 daga vera aukin miðað við aðra sjúklinga í einbreytugreiningu (8% á móti 2%, p<0,01). Þessar niðurstöður eru í samræmi við rannsókn Carson og félaga en þar var áhættuhlutfallið 1,39 fyrir sjúklinga meðhöndlaða með insúlíni og 1,13 fyrir sykursýkissjúklinga á sykursýkistöflum, borið saman við sjúklinga án sykursýki.23 In- súlínmeðferð virðist því tengjast alvarlegri sykursýki af gerð 2 og um leið kransæðasjúkdómi, en flestir þessara sjúklinga, eða 52 af 65 (80%) voru bæði á insúlíni og töflumeðferð. Þetta kemur ekki á óvart þar sem sjúklingar með sykursýki 2 sem eru á insúlíni hafa oft verið með sjúkdóminn í langan tíma. Þeir eru því líklegri til þess að hafa útbreidda æðakölkun og aðra fylgikvilla sykursýki eins og skemmdir í nýrum, augum og taugum.20,23 Ekki reyndist unnt að kanna nákvæmlega árangur sjúklinga með sykursýki af tegund 1, enda aðeins 12 talsins. Þegar þessum sjúklingum var sleppt úr útreikningum breyttust niðurstöður þó ekki. Skýringin á því af hverju dánartíðni innan 30 daga reyndist hærri í hópi sykursjúkra virðist aðallega tengjast fylgikvillum eftir aðgerð. Þetta á sérstaklega við um bráðan nýrnaskaða sem var eini alvarlegi fylgikvillinn sem var marktækt algengari í sykursýkis- hópnum. Sennilega skýrir hærri tíðni nýrnaskaða að verulegu leyti að legutími sykursjúkra var tveimur dögum lengri að meðal- tali. Svipaðri tíðni alvarlegra fylgikvilla hefur verið lýst í erlendum rannsóknum þótt þar séu fylgikvillar stundum skilgreindir eftir öðrum skilmerkjum, eins og nýrnaskaði og hjartadrep.20,23 Ekki sást marktækur munur á öðrum fylgikvillum eins og gáttatifi og lungnabólgu. Tíðni sýkinga reyndist einnig sambærileg, sem kom á óvart, enda sýkingar, og þá ekki síst skurðsýkingar, yfirleitt al- gengara vandamál hjá sykursjúkum.24 Í þessu sambandi verður þó að hafa í huga að sumir þessara fylgikvilla eru sjaldgæfir, til dæmis djúpar bringubeinssýkingar, en einungis 15 sjúklingar í öllu þýð- inu fengu þann fylgikvilla. Því gæti þurft stærra sjúklingaþýði til þess að geta sýnt fram á raunverulegan mun milli hópa. Sjúklingar með sykursýki höfðu hærri líkamsþyngdarstuðul, oftar háþrýsting og oftar skerta nýrnastarfsemi. Við gátum hins vegar ekki sýnt fram á mismun á útbreiðslu kransæðasjúkdóms þar sem hlutfall þriggja æða sjúkdóms og vinstri höfuðstofns- þrengsla var sambærilegt milli hópa. Hjá sykursýkissjúklingum er þó þekkt að æðakalkanir ná lengra út í kransæðarnar og þær eru oft meira kalkaðar.29 Þetta gæti endurspeglað lengri aðgerðartíma hjá þessum sjúklingum þar sem erfiðara er að gera fjærtengingar á kalkaðar kransæðar. Sykursýki er flókinn sjúkdómur og ýmsir þættir sem tengjast efnaskiptum þessara sjúklinga geta haft áhrif á fylgikvilla og ár- angur aðgerðanna. Sýnt hefur verið fram á að hár blóðsykur hefur skaðleg áhrif á æðaþel og truflar fituefnaskipti í líkamanum, sem eykur áhættu á snemmkomnum fylgikvillum og hækkar dánar- tíðni.3,30 Einnig hefur verið sýnt fram á að góð blóðsykurstjórn með insúlíndreypi bæti árangur, til dæmis hjá sjúklingum með nýlegt hjartadrep.3 Helsti styrkleiki þessarar rannsóknar er að hún nær til heillar þjóðar á 12 ára tímabili. Allir sjúklingarnir voru skornir á sömu deild, af einungis 8 skurðlæknum, sem auðveldar skráningu fylgikvilla. Farið var yfir gögn hvers einasta sjúklings með stöðl- uðum hætti og skráðar yfir 120 breytur fyrir hvern þeirra, þar á meðal sykursýkislyf sem sjúklingar notuðu. Upplýsingar fengust úr Þjóðskrá og Dánarmeinaskrá Hagstofunnar um dánardag fyrir alla sjúklingana, sem verður að teljast mjög gott í svo stóru sjúk- lingaþýði. Helsti veikleiki rannsóknarinnar er að hún er afturskyggn og því eru á henni gallar sem fylgja afturskyggnum rannsóknum. Þetta snýr sérstaklega að skráningu einkenna og áhættuþátta sem er mun nákvæmari í framsýnni rannsókn. Einnig hefði mátt meta útbreiðslu kransæðasjúkdóms á nákvæmari hátt en með því að styðjast við kransæðaþræðingasvör, til dæmis með því að reikna út SYNTAX-skor í báðum hópum. En til þess hefði þurft að endur- skoða allar hjartaþræðingar sem er mjög tímafrekt. Ekki var held- ur litið á langtímafylgikvilla sjúklinga og lifun, en slík rannsókn er í bígerð. Eins og áður hefur komið fram hefði verið ákjósan- legt að skilgreina sykursýki á nákvæmari hátt og mæla fastandi blóðsykur hjá öllum sjúklingum fyrir aðgerð. Einnig hefði verið æskilegt að hafa stærra þýði sjúklinga með insúlínháða sykursýki R a n n S Ó k n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.