Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 9
LÆKNAblaðið 2014/100 505 R i T S T J Ó R n a R G R E i n „Spítalinn okkar“, landssamtök um upp- byggingu nýs húsnæðis Landspítala voru stofnuð 9. apríl 2014 og voru stofnendur í upphafi 300, en eru nú orðnir um 500 og fjölgar stöðugt. Ég þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um þegar Jóhannes M. Gunnarsson fyrrverandi framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala bað mig að koma í stjórn þess- ara samtaka. Anna Stefánsdóttir, fyrrver- andi hjúkrunarforstjóri Landspítala, er for- maður samtakanna. Ég vildi gjarnan leggja þessu lið sem viðskiptafræðingur og með mikla reynslu sem þróunaraðili og verk- efnastjóri Háskólans í Reykjavík (HR) við nýbyggingu hans við Nauthólsvík. Áður starfaði HR á fjórum stöðum með öllu því óhagræði sem því fylgdi og samskiptaleysi milli starfsmanna. Erfitt var að byggja upp heilsteyptan starfsmannaanda og þjónustu við nemendur. Reynsla mín af heilbrigðis- kerfinu sem „viðskiptavinur“ er þar til við- bótar nokkur. Hlutverk Spítalans okkar er fyrst og fremst að fylkja okkur á bak við þetta verk- efni og styðja landsmenn við að koma því í framkvæmd. Sífellt fleiri eru að átta sig á mikilvægi þess að hefja sem fyrst endur- nýjun húsnæðis Landspítala. Brýnast er að reisa meðferðarkjarna og rannsóknarhús. Vel hefur verið staðið að þarfagreiningu og frumhönnun nýrrar Landspítalabygg- ingar. Með frestun framkvæmda er verið að ýta vandanum á undan sér og eftir því sem árin líða er hætta á að nauðsynleg reynsla og þekking á þessu flókna verkefni glatist. Ég þekki það af eigin reynslu eftir að hafa starfað sem verkefnastjóri við þarfagrein- ingu, hönnun og framkvæmdir nýbygg- ingar HR frá 2006 til 2010. Þar skipti sam- fella og sterk samstaða miklu máli og ekki síður fjárhagslegur bakhjarl. Á rúmlega fjórum árum tókst að ljúka þarfagreiningu og hanna og byggja 30.000 fermetra há- skólabyggingu. Því miður var samdráttartímabil áranna 2009-2013 ekki nýtt til að ljúka hönnun og hefja framkvæmdir við Landspítala. Ekki bólar enn á framhaldi verkefnisins. Vissulega skiptir máli að opnað hefur verið aðeins á verkefnið og fjármunir hafa verið settir í fullnaðarhönnun sjúkrahótels í tveimur síðustu fjárlagafrumvörpum. Sjúkrahótel er mikilvæg framkvæmd, en það er ekki upphaf að nauðsynlegri upp- byggingu meðferðarkjarna og rannsókn- araðstöðu Landspítala. Þetta er fyrst og fremst sérhæft hótel eins og nafnið ber með sér og hefði þess vegna mátt fara í einka- framkvæmd. Heilbrigðiskerfið, bæði rekstur Land- spítala og heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands, hafa á undanförnum áratugum þótt til fyrirmyndar hér á landi. Við meg- um ekki bíða eftir að vandamálin vaxi okk- ur svo yfir höfuð að velferð landsmanna sé í húfi. Smátt og smátt hellast yfir okkur vandamál sem brýn þörf er á að leysa: • Þjóðin er að eldast og það kallar yfir okkur á næstu 10-15 árum stóran hóp eldri borgara sem þurfa mikla læknis- þjónustu og vaxandi fjöldi ferðamanna bætist einnig við þann hóp. • Húsnæði og tækjabúnaður mætir víða ekki þörfum þjónustunnar og það tor- veldar mjög að íslenskir sérfræðingar snúi heim að loknu sérnámi erlendis. • Rekstur heilbrigðiskerfisins er dýrari og óhagkvæmari vegna dreifðrar starf- semi í óhentugu húsnæði. Landspítalinn er sjúkrahús allra Ís- lendinga og hlutverk hans sem slíks er þríþætt – þjónusta við sjúklinga, menntun heilbrigðisstétta og rannsóknir. Náin tengsl eru á milli þessara þátta. Til að ná góðum árangri í umönnun sjúkra, er mikilvægt að geta sinnt öflugu rannsóknar- og þróunar- starfi með háskólum og fyrirtækjum á sviði lífvísinda og tækni. Með þeim hætti getum við laðað til okkar nemendur og öflugt starfsfólk og aukið gæði í heilbrigðisþjón- ustunni. Vatnsmýrarsvæðið er mikilvægur staður í áframhaldandi þróun spítalans sem þjón- ustustofnunar enda eiga háskólasjúkrahús og þekkingarstofnanir, meðal annars á Vatnsmýrarsvæðinu, í sífellt fjölbreyttara samstarfi. Þverfagleg starfsemi eykst hratt, bæði milli greina innan háskóla, innan sjúkrahúsa og í samstarfi atvinnulífs og sjúkra- og menntastofnana. Má þar til dæmis nefna hversu mikilvægu hlutverki tölvutækni, tæknifræði og verkfræði gegna í þróun heilbrigðisvísinda auk læknisfræði og lífvísinda almennt. Bygging nýrra húsa á Landspítalalóð og endurbætur eldra hús- næðis spítalans við Hringbraut gegnir lykilhlutverki til að þjóðarsjúkrahúsið geti áfram sinnt hlutverki sínu. Stöndum saman um nauðsynlegar endurbætur á Landspítala. Leitum leiða til að fjármagna þetta verkefni og hrinda því í framkvæmd. Undirbúningsvinnunni er lokið. Það er kominn tími til aðgerða. Ís- lenska þjóðin þarf á því að halda. Þorkell Sigurlaugsson framkvæmdastjóri fjármála og fasteignareksturs HR, stjórnarmaður í Spítalanum okkar, landssamtaka um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala tsi@ru.is Hospital for all of us in iceland Thorkell Sigurlaugsson Executive director, Finance and facility management, Reykjavik University Spítalinn okkar ALLRA Xarelto® (rivaroxaban) ein tafla á dag Varnar heilablóðfalli og segareki að lágmarki til jafns við warfarín Sambærileg blæðingarhætta og í meðferð með warfaríni en marktækt færri innankúpublæðingar og dauðsföll vegna blæðinga Að taka lyf einu sinni á dag við hjarta- og æðasjúkdómum eykur líkur á því að lyfið sé leyst út af sjúklingi eykur líkur á því að sjúklingur taki lyfið eykur líkur á því að lyfið sé tekið á réttum tíma samanborið við lyf sem taka þarf oftar ♦♦ ♦♦ ♦♦ *sem fyrirbyggjandi meðferð gegn heilablóðfalli og segareki hjá fullorðnum sjúklingum með gáttatif án lokusjúkdóms og einn eða fleiri áhættuþætti, svo sem hjartabilun, háþrýsting, aldur ≥ 75 ára, sykursýki, sögu um heilablóðfall eða skammvinnt blóðþurrðarkast1 Heimildir: 1. Samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Xarelto. 2. Patel MR et al. N Engl J Med 2011; 365:883-891. 3. Bae JP et al. Am J Manag Care 2012; 18:139-146. 4. Craig IC et al. Curr Med Res Opin 2012; 28:669-680. Fyrsti beini hemillinn á storkuþátt Xa til inntöku 3 2 2 *1 4 4 L.IS.09.2014.0083
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.