Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 48
544 LÆKNAblaðið 2014/100 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R Grunnlaunin eru alltof lág Nú standa yfir samningaviðræður milli Læknafélags Íslands og samninganefndar ríkisins. Kröfugerð Læknafélagsins liggur fyrir frá því í vor þar sem bent er á að grunnlaun lækna hafi dregist verulega aftur úr launum starfsstétta með sam- bærilega menntun og ábyrgð. Arna bendir á að munur grunnlaunanna á Íslandi og Norðurlöndunum sé allt að þrefaldur. „Grunnlaun íslenskra lækna eru svo lág að til að ná upp í sæmileg laun til að framfleyta sér þarf að bæta miklum vöktum ofan á dagvinnunna eða vinna á mörgum stöðum. Þau laun sem fást með alltof mikilli vinnu eru síðan notuð sem rök fyrir því að læknar séu með ágæt laun. En það vill enginn vinna svona mikið. Ef þú getur haft hærri laun fyrir dagvinnunna eina á sjúkrahúsi í Svíþjóð eða Noregi, er þá eitthvað skrýtið að ungir læknar kjósi að hverfa úr landi?“ Arna fórnar höndum og heldur áfram: „Og það er liðin tíð að hægt sé að reikna með því að ungir sérfræðingar komi aftur til Íslands vegna ástar á íslenskri náttúru og samfélagi. Satt best að segja þá er að mörgu leyti betra að búa annars staðar en á Íslandi. Sérstaklega fyrir ungt fjöl- skyldufólk sem vill njóta þess að vera samvistum við börnin sín samhliða því að sinna starfinu.“ Ekki einkamál kvenna Á það hefur verið bent að samhliða auk- inni fjölgun kvenna í læknastétt hafi orðið merkjanlegar breytingar á því í hvaða sér- greinar mest er sótt. Arna segir að þetta sé þekkt erlendis og þá sæki læknar sér- staklega í þær greinar þar sem vaktaálag er lítið og hægt að vinna dagvinnuna nær eingöngu. Hún nefnir að mest eftirsókn kvenna sé í sérgreinar eins og húð-, augn- og röntgenlækningar í Bandaríkjunum. „Þetta höfum við kannski ekki ennþá séð hér heima. En kannski erum við að sjá þessa merki í þeirri þróun að sér- fræðilæknar eru í auknum mæli að draga úr starfshlutfalli sínu á Landspítalanum og auka á móti starfshlutfall sitt í stofu- rekstri. Áður var ekki óalgengt að menn störfuðu 20% utan spítala eða einn virkan dag á viku og 80% á Landspítala en þetta er að breytast, meðal annars vegna lágra dagvinnulauna á spítalanum og þetta hlýtur að gera skipulagningu verkefna þar innanhúss alla flóknari. Þetta er vissulega eitt af þeim atriðum sem þarf að hafa í huga þegar samið er um kaup og kjör og undirstrikar enn frekar mikilvægi þess að mönnun og kjör séu með viðunandi hætti. Gleymum því ekki heldur að ungir karlar í læknastétt í dag gera sömu kröfur og kon- ur til frítíma. Þetta er alls ekki einkamál kvennanna.“ Lögsóknum og kvörtunum fjölgar Önnur hlið á læknisstarfinu sem Arna segir mikilvægt að læknar séu meðvitaðir um er aukning kvartana og jafnvel máls- sókna á hendur læknum og heilbrigðis- starfsfólki. „Gæðakröfurnar verða æ meiri og ábyrgð lækna er undir stöðugri smásjá. Samhliða þessu eru gerðar sífellt meiri kröfur til hraða og afkasta, legutími sjúk- linga hefur styst verulega á undanförnum árum og með því gefst minni tími til skoð- unar og meðferðar. Í dag þekkist ekki að sjúklingar séu lagðir inn til rannsókna og hugsanlegrar meðferðar – elektívt – heldur eru allir lagðir inn akút í gegnum bráða- móttöku. Með öðrum orðum, sjúklingur verður að vera bráðveikur til að hann fáist lagður inn á sjúkrahús í dag. Jákvæða hliðin á þessu er auðvitað sú að almenningur er betur upplýstur og gerir kröfur um skjóta og góða þjónustu. Heilbrigðiskerfið verður á móti að vera tilbúið til að axla þessa ábyrgð, með vel menntuðu starfsfólki sem fær nægilegt svigrúm til að sinna vinnunni sinni í samræmi við þessar kröfur.“ Ólíkir hagsmunir innan félagsins Það er þá ekki úr vegi að spyrja að lokum hvernig Arna sjái hlutverk Lækna- félags Reykjavíkur í þessari flóknu sviðs- mynd sem blasir við. „Læknafélag Reykjavíkur er að mörgu leyti barn síns tíma og ég tel nærri fullvíst að á næstu árum verði gerðar einhverjar breytingar á samsetningu félagsins. Innan LR eru um 800 læknar og það eru nærri allir læknar á Íslandi, að stærstum hluta þeir sömu og eru í Læknafélagi Íslands. Það segir sig sjálft að innan þessa hóps eru margir smærri hópar sem hafa mjög ólíka hagsmuni og ef til vill væri hagsmunum sumra þeirra betur borgið í sérfélagi. Til þess þarf að stokka upp skipurit bæði LR og LÍ. Ég er ekki að boða róttækar breyt- ingar á þessu stigi en þetta er umræða sem læknastéttin verður að taka. Þetta gamla og að sumu leyti úrelta fyrirkomulag veldur ýmsum vandkvæðum við samn- ingagerð og aðra hagsmunagæslu félags- manna sem gæti orðið skilvirkari með breyttu skipulagi. Hugsanlega er þetta ein ástæða þess að kjör íslenskrar læknastéttar eru ekki betri en raun ber vitni.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.