Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 21
LÆKNAblaðið 2014/100 517 plástrar (fentanýl, Durogesic®) einnig uppleystir og notaðir til inndælingar. Alvarleg sýking var innlagnarástæða í 24 tilfellum (39%) og má þar nefna sýklasótt (n=11, 18%), hjartaþelsbólgu (n=7, 11%), sýk- ingu í miðtaugakerfi (n=3, 5%) og lungnabólgu (n=3, 5%). Fjöláverki var ástæða innlagnar í 5 tilfellum (8%). Í öllum til- fellum var um ofbeldisáverka að ræða, höfuðáverki í einu tilfelli, kviðarholsáverki í þremur tilfellum og brjóstholsáverki í einu til- felli. Ein innlögn var vegna sykursýkislosts. Þörf var á meðferð í öndunarvél í 30 tilfellum (48%) og nota þurfti æðavirk lyf vegna losts í 13 tilfellum (23%). Alls létust 9 einstaklingar í sjúkrahúslegu, allir á gjörgæslu- deild, og dánarhlutfall því 16%, meirihlutinn voru karlar (n=6). Dánarorsakir voru heilaskaði (n=2), hjartaþelsbólga (n=2), heila- himnubólga (n=1), fjöláverki (n=2) og fjölkerfabilun (n=2). Alls útskrifuðust 48 einstaklingar af gjörgæsludeild og síðar af sjúkrahúsi. Fimm ára eftirfylgni leiddi í ljós að 11 þeirra létust eftir sjúkrahúsleguna, eða 19% þeirra sem höfðu þurft gjörgæslumeð- ferð. Fimm ára dánarhlutfall þeirra sem þurfa gjörgæsluinnlögn vegna notkunar vímuefna í æð er því 35%. Mynd 2 sýnir Kaplan- Meier graf með langtímahorfum rannsóknarhópsins í samanburði við viðmiðunarhóp sem hefur dánarhlutfall 0,04% á ári. Meðaltími frá útskrift af sjúkrahúsi að andláti var 916 ± 858 dagar og miðgildi 794 dagar (210:1410, bil 21-2753). Réttarefnafræðilegar rannsóknir Á rannsóknartímabilinu létust alls 38 einstaklingar þar sem hægt var að finna tengsl við notkun vímuefna í æð. Þetta samsvarar 4,1 tilfellum/105/ár í aldurshópnum 15-59 ára, eða um 1,1% af áætl- uðum fjölda þeirra sem nota vímuefni í æð á Íslandi á ári. Af þeim létust 9 á sjúkrahúsi, allir á gjörgæsludeild, einsog fyrr var rakið, og 29 utan sjúkrahúss. Ekki var gerð réttarkrufning vegna 6 dauðsfalla á sjúkrahúsi þar sem dánarorsök var talin þekkt, en í öllum hinum tilfellunum var gerð réttarkrufning (n=32, 84%). Meðalaldur var 34 ± 10 ár og miðgildi aldurs 34 ár (25:43, bil 18- 52). Karlar voru nokkru fleiri og eldri (n=24 (63%), miðgildi aldurs 38 ár, 25:44, bil 15-52) en konur (n=14, (37%), miðgildi aldurs 32 ár, 28:39, bil 20-47). Allir höfðu áður komið á bráðamóttöku og 5 þeirra (13%) höfðu legið á gjörgæsludeild á rannsóknartímabilinu. Miðgildi tímalengdar frá komu á bráðamóttöku að dánardegi var 92 dagar (18:230, bil 3-1545). Reynt hafði verið að endurlífga 13 einstakling- anna (34%). Banvæn eitrun var réttarefnafræðilega staðfest dánarorsök í 20 tilfellum (53%). Aðrar dánarorsakir samkvæmt dánarvottorðum voru sjálfsvíg með öðrum aðferðum en eitrun (n=5, 13%), mann- dráp (n=2, 5%), skorpulifur (n=3, 8%), geðsjúkdómar (n=2, 5%), bráð hjartaþelsbólga (n=2, 5%), fjöláverki (n=1, 3%), flog (n=1, 3%), heilahimnubólga (n=1, 3%) og krabbamein (n=1, 3%). Miðgildi aldurs þeirra sem létust vegna eitrunar var 34 ár (25:44, bil 22-53), karlar voru 12 (60%) og konur voru 8 (40%). Algengast var að efni af flokki I væru metin meginorsök banvænnar eitrunar eða í 85% tilfella, morfín (n=10), metadón (n=2), fentanýl (n=1), tramadól (n=1) og kódein (n=1). Efni af öðrum flokkum voru kókaín (n=2), metýlfenídat (n=2) og amitriptylín (n=1). Lyfseðilsskyld lyf voru þannig helsti eitrunarvaldurinn í öllum tilvikum nema tveimur. Tafla I sýnir niðurstöður allra lyfjamælinga í blóði þeirra 20 ein- staklinga sem létust vegna eitrunar. Notkun nokkurra efna sam- tímis var algeng. Alls voru greind 29 mismunandi efni í blóði, að meðaltali fjögur (bil 2-6) hjá hverjum einstaklingi. Oftast var um að ræða amfetamínskyld efni, ópíöt og benzódíazepínlyf. Umræða Í þessari rannsókn er lýst alvarlegum afleiðingum neyslu vímuefna í æð frá tveimur sjónarhornum til að fá sem fyllsta mynd af þessu Mynd 2. Lifun vímuefnanotenda í æð sem þurft hafa meðferð á gjörgæsludeild í samanburði við almennt þýði, sýnt með Kaplan-Meier grafi. Eftirfylgni var frá árs- byrjun 2003 til ársloka 2012. Tafla I. Réttarefnafræðilegar rannsóknir á andlátum tengdum vímuefnanotkun í æð. Taflan sýnir niðurstöður mælinga hjá 20 einstaklingum með banvæna eitrun. Lyf N % Flokkur i Morfín 10 12,2 Metadon 2 2,4 Kódein 3 3,7 Kókaín 5 6,1 Fentanýl 1 1,2 Tramadól 1 1,2 alls 22 26,8 Flokkur ii amfetamín 14 17,1 Metamfetamín 1 1,2 MdMA 3 3,7 Metýlfenídat 5 6,1 Tetrahýdrókannabínól 1 1,2 alls 24 29,3 Flokkur iii benzódíazepín 14 17,1 Zolpídem 1 1,2 Karísópródól/mepróbamat 1 1,2 alls 16 19,5 Flokkur iV Etanól 3 3,7 önnur lyf 17 20,7 alls 20,0 Alls 82 100,0 R a n n S Ó k n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.