Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 41
LÆKNAblaðið 2014/100 537 Ú R P E n n a S T J Ó R n a R M a n n a l Í Heimilislæknar í heilsueflingu og forvörnum gegn sjúkdómum Þorbjörn Jónsson, formaður orri Þór ormarsson, varaformaður Magnús Baldvinsson, gjaldkeri Magdalena Ásgeirsdóttir ritari Arna Guðmundsdóttir Björn Gunnarsson Guðrún Jóhanna Georgsdóttir Hildur Svavarsdóttir Þórarinn Ingólfsson Fulltrúi FAL er Tinna Harper Arnardóttir Í pistlunum Úr penna stjórnarmanna LÍ birta þeir sínar eigin skoðanir en ekki félagsins. Síðastliðið ár hefur Félag íslenskra heimilis- lækna unnið að stefnuskjali varðandi for- varnir og heilbrigði með norrænum félögum sínum sem var undirritað af formönnum allra norrænu heimilislæknafélagana í ágúst 2013. Norrænir heimilislæknar hafa sam- einast um þá hugsjón að efling heilbrigðis sé jafn mikilvæg og friður, jafnrétti og jafn- ari skipting gæða. Skjalið er birt með það fyrir augum að hvetja stjórnvöld til að taka mið af heilsueflingu og forvörnum á öllum sviðum löggjafar og stjórnsýslu. Stefnuskrá norrænna heimilislækna byggir að verulegu leyti á skýrslunni „Fair Society, Healthy Li- ves“ eftir Michael Marmot og meðhöfunda. Ákvarðanir og aðgerðir á öllum sviðum samfélagsins í umsjá fjölmargra starfs- stétta tengjast forvörnum og heilsueflingu. Heimilislæknar koma víða að forvörnum og heilsueflingu, bæði við stefnumótun og framkvæmd þeirra. Í stefnuskránni koma fram hugmyndir um hvernig heimilislækn- ar geta helst orðið að gagni í daglegu starfi sínu og tillögur sem beint er til yfirvalda ríkis og sveitarfélaga varðandi stefnumótun og aðgerðir. Félag íslenskra heimilislækna telur brýnt að árétta að forvörnum og heilsueflingu fylgja djúpstæð álitamál, bæði siðferðilegs og vísindalegs eðlis. Við teljum að: • Leggja beri meiri áherslu á aðgerðir sem miðast að samfélaginu í heild og hópum innan þess heldur en einstaklingsmið- aðar fyrsta stigs forvarnir gegn tilteknum sjúkdómum. • Heimilislæknum ber að taka þátt í forvarn- arstarfi og stefnumótun og koma þekkingu sinni á framfæri við samstarfsaðila. • Efla þurfi heimilislækningar og skipuleggja þannig að heimilislæknum séu búnar aðstæður til að ræða við sjúklinga sína um þær forvarnir sem líklegast er að beri árangur. • Heimilislæknum beri að veita sjúklingum sínum ráð um heilsueflingu og forvarnir gegn sjúkdómum á grundvelli bestu þekk- ingar hverju sinni. • Við mat á sjúkdómsáhættu sé brýnt að taka tillit til alls þess sem hefur áhrif á einstaklinginn – líffræðilegra þátta jafnt sem persónulegrar reynslu, sjúkdóma í fjölskyldu hans og lifnaðarhátta. Margir algengir sjúkdómar eiga sér sameiginlegar orsakir og leggjast gjarnan á sömu ein- staklingana. Mestar líkur eru á að hægt sé að forðast að slíkt eigi sér stað ef ráðist er að rót vandans sem ekki síst er fólginn í skorti á félagslegu öryggi. • Við mat á því hvað stuðlar best að heil- brigði hvers einstaklings þarf að taka tillit til gildismats hans og þeirra aðstæðna sem hann býr við. Brýnt er að heimilislæknar sýni aðgát þegar þeir skipta sér af ákvörð- unum einstaklinga um eigið líf, en jafn- framt ber heimilislæknum að kappkosta að grípa tækifærið þegar líkur eru á að ráðgjöf um forvarnir geti borið árangur. Nýlegar rannsóknir á sviði læknavísinda og skyldra greina hafa stórum bætt þekk- ingu manna á tengslum félagslegra að- stæðna, lífskjara og heilbrigðis. Þessi þekk- ing staðfestir hve mikilvægt er að meta heilsufar einstaklingsins í ljósi þeirrar reynslu sem hann verður fyrir frá vöggu til grafar, þar sem tekið er tillit til félags- legra, menningarlegra og persónulegra aðstæðna. Heimilislæknar hafa einstaka möguleika á að stuðla að markvissum einstaklingsmiðuðum forvörnum. En árangur næst ekki nema slíkar forvarnir séu byggðar á traustum þekkingargrunni: Annars vegar er þörf á almennri læknis- fræðilegri þekkingu sem hefur gildi fyrir einstaklinga almennt. Hér er vísað til gagnreyndrar læknisfræði þar sem fyrst og fremst er stuðst við niðurstöður faralds- fræðilegra rannsókna og íhlutunarrann- sókna. Hins vegar er ekki síður þörf fyrir þekkingu á einstaklingnum, aðstæðum hans, kjörum og huglægri túlkun hans á eigin tilveru. Um þessar mundir ætlast ýmsir aðilar til að heimilislæknar leiti uppi einstaklinga sem eiga sérstaklega á hættu að fá sjúkdóma þótt einkennalausir séu og veiti þeim fyrir- byggjandi meðferð. Skilyrðislaust ber að tryggja að ekki sé ráðist í slíka áhættuleit nema fyrir liggi áreiðanlegar rannsóknir sem sýna að ávinningur sé verulegur og hugsanlegar aukaverkanir hafi verið metnar. Faglegar framfarir verða ekki í for- vörnum nema þessi atriði séu rædd opin- skátt. Meðal þess sem þarf að ræða er jafn- framt hve langt skal gengið í aðgerðum sem í þágu einkennalausra einstaklinga eru á kostnað annarra læknisfræðilegra aðgerða. Forvarnir í landinu í heild byggjast meðal annars á margvíslegum pólitískum ákvörðunum, opinberum reglugerðum og eftirliti, stefnumótun og ýmiss konar átaks- verkefnum. Vitað er að félagslegt öryggi skiptir sköpum fyrir heilsufar einstaklingsins. Því er grundvallaratriði í forvörnum að móta samfélag þar sem hverjum manni er sýnd virðing og honum gefst tækifæri til að leggja rækt við sjálfsvirðingu sína. Þar af leiðir að stefnumótun í skóla-, leikskóla- og fjölskyldumálum og aðlögun fyrir jaðarhópa skiptir miklu. Meðal áhrifaríkustu leiða til forvarna í heilbrigðismálum er að tryggja að öll börn njóti öryggis og samskipta við full- orðna sem axla ábyrgð á þeim. Markviss stefna yfirvalda til að draga úr neyslu tóbaks, áfengis og annarra vímuefna er mikilsverð. Sama máli gegnir um aðgerð- ir til að auðvelda almenningi að ástunda hreyfingu og aðrar almennar forvarnarað- gerðir gegn sjúklegri offitu. Taka ber tillit til þess að óheilsusamlegt líferni er oft afleið- ing af aðstæðum snemma á lífsleiðinni sem eru ekki á valdi einstaklingsins sjálfs. Hér hefur verið drepið á nokkur atriði og ég hvet alla til að kynna sér stefnuskjal Félags íslenskra heimilislækna varðandi for- varnir og heilsueflingu. Heilbrigði felst ekki í því einu að vera laus við sjúkdóma. Heilbrigði gerir ein- staklingum kleift að öðlast lífsfyllingu og samfélögum að vaxa og dafna. Stjórn lÍ 2014 Þórarinn ingólfsson heilsugæslulæknir í Efra-Breiðholti og formaður Félags íslenskra heimilislækna Thorarinn.Ingolfsson@heilsugaeslan.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.