Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 43
LÆKNAblaðið 2014/100 539 ið öðruvísi bragur á ristjórnarfundum og hvernig það var rekið en síðar varð eftir að ég tók við ritstjórninni. Með því er engan veginn öruggt að annað hafi verið betra en hitt, en bragurinn var að einhverju leyti ólíkur.“ Í hverju fólst þessi munur? „Í stórum dráttum var heildarmyndin svipuð. Við þrískiptum hins vegar fund- unum, þannig að ritstjórnarfulltrúi hafði sérlega afmarkaðan tíma til þess að ræða almenn atriði, til dæmis rekstur. Blaðamaður Læknablaðsins hafði sömuleiðis afmarkaðan tíma í upphafi hvers fundar. Þá breytti ég fundartímanum sem hafði um alllangt skeið verið í hádeginu. Það var oft á tíðum erfitt að fullmanna fundina á þeim tíma þar sem þetta var á miðjum vinnudegi, og kannski enn mikilvægara að halda formfestu við fundarstjórn til að nýta tímann. En með því að færa fundina í lok vinnudags gafst bæði rýmri tími en ella og, sérstaklega, aukin viðvera rit- stjórnar þó það væri áfram höfuðverkur að finna tíma sem hentaði öllum. Læknar eru störfum hlaðnir, bundnir af vöktum, stofu- rekstri, nefndar- og stjórnunarstörfum. Það er því ekki eingöngu innantómt formsatriði að halda vel utan um fundina heldur er tíminn mjög dýrmætur.“ Stundum höfuðverkur að finna hæfa ritrýna Jóhannes segir að skipan ritstjórnarinnar þurfi að endurspegla íslenska læknastétt í heild, enda Læknafélag Íslands félag allra íslenskra lækna og Læknablaðið eign þeirra allra, hvar sem þeir hafa valið sér starfs- vettvang. „Landspítalinn er langstærsti vinnu- staður íslenskra lækna og því eðlilegt að ritstjórnin endurspegli þá staðreynd. Þar eru fulltrúar nær allra sérgreina og þeir læknar sem lagt hafa sig hvað mest fram við rannsóknir og fræðistörf. En í ritstjórn- inni þurfa einnig að vera læknar sem starfa innan heilsugæslunnar og eru sjálf- stætt starfandi sérfræðingar. Ritstjórnin þarf að hafa breidd í þekkingu til að leggja mat á allt það efni sem berst blaðinu. Ferlið sem fræðigreinar fara í gegnum áður en fyrir liggur ákvörðun um birtingu er á þann veg að hverri grein er úthlutað um- sjónarmanni innan ritstjórnar sem velur ritrýna og fylgir greininni eftir, en þessu fylgir vitaskuld talsverð vinna. Mér þótti alltaf mjög ánægjulegt hvað allir þeir sem leitað var til um setu í ritstjórninni tóku því vel og voru fúsir til að leggja á sig tals- verða vinnu fyrir Læknablaðið. Það er sann- arlega umtalsverð fórn sem fólk færir með setu í ritstjórninni því hún er með öllu ólaunuð. Starf ritstjóra og ábyrgðarmanns var launað óverulega undir lok starfstíma forvera míns, fyrst og fremst táknræn viðurkenning á verulegu vinnuframlagi, „Það var mikil viðurkenning að komast inn á PubMed árið 2005 og staðfesting þess að birtar greinar í Læknablaðinu standist alþjóðlegar kröfur um fræðileg vinnubrögð,“ segir Jóhannes Björnsson í samtali um ritstjórnartíð sína á blaðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.