Læknablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 11
LÆKNAblaðið 2014/100 507
Inngangur
Kransæðahjáveituaðgerð er algengasta hjartaaðgerðin á
Vesturlöndum en hér á landi hafa verið framkvæmdar
yfir 4000 kransæðahjáveituaðgerðir frá því fyrsta
aðgerðin var framkvæmd á Landspítala í júní 1986.1
Sjúklingar með sykursýki eru í aukinni hættu að fá
kransæðasjúkdóm sem jafnframt er langalgengasta
dánarorsök þeirra, eða í rúmum tveimur þriðju tilvika.2
Sykursjúkir eru einnig oftar með dreifðan kransæða-
sjúkdóm þegar þeir greinast og sjúkdómsgangur þeirra
er hraðari en þeirra sem ekki eru með sykursýki.3Aðrir
áhættuþættir, eins og háþrýstingur og reykingar, geta
síðan aukið enn frekar á hraða og útbreiðslu kransæða-
sjúkdóms hjá sykursjúkum.4,5
Kransæðahjáveituaðgerð er kjörmeðferð við þriggja
æða kransæðasjúkdómi eða marktækum þrengslum í
vinstri höfuðstofni,6-9 sérstaklega hjá sjúklingum með
sykursýki eða hjartabilun.10,11 Þar sem sjúklingar með
sykursýki hafa oft dreifðan kransæðasjúkdóm þurfa
margir þeirra á kransæðahjáveituaðgerð að halda. Í
Bandaríkjunum eru allt að 36% sjúklinga sem gangast
undir kransæðaaðgerð með sykursýki.12 Á Norður-
löndum er þetta hlutfall heldur lægra, eða 23% í nýlegri
sænskri rannsókn sem byggði á Swedeheart-gagna-
grunninum.13,14 Hér á landi hefur hlutfall sykursýkis-
sjúklinga sem gangast undir kransæðahjáveitu ekki
verið þekkt. Gera má ráð fyrir að sjúklingum sem
inngangur: Sykursýki er einn af helstu áhættuþáttum kransæða-
sjúkdóms. Sykursjúkir einstaklingar þróa gjarnan þriggja æða kransæða-
sjúkdóm sem er í flestum tilvikum meðhöndlaður með kransæðahjáveitu-
aðgerð. Í þessari rannsókn voru könnuð áhrif sykursýki á snemmkomna
fylgikvilla kransæðahjáveituaðgerða.
Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á öllum sjúklingum sem
gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Landspítala á árunum 2001-
2012. Af 1626 sjúklingum voru 261 greindir með sykursýki (16%) og voru
þeir bornir saman við 1365 sjúklinga án sykursýki. Forspárþættir fylgikvilla
og dauða innan 30 daga voru metnir með aðhvarfsgreiningu.
niðurstöður: Aldur, kyn, útbreiðsla kransæðasjúkdóms og EuroSCoRE
voru sambærileg í báðum hópum, einnig hlutfall hjáveituaðgerða á sláandi
hjarta (21%). Sjúklingar með sykursýki höfðu hærri líkamsþyngdarstuðul
(30 á móti 28 kg/m2, p<0,01) og voru oftar með háþrýsting (82% á móti
60%, p<0,001) og gaukulsíunarhraða undir 60 ml/mín/1,73m2 (22% á móti
15%, p=0,01). Auk þess var aðgerðartími þeirra 16 mín lengri (p<0,001).
Tíðni djúpra bringubeinssýkinga, heilaáfalls og hjartadreps var sambæri-
leg í báðum hópum. Bráður nýrnaskaði var metinn samkvæmt RIFLE-
skilmerkjum og voru sykursýkissjúklingar oftar í RISK-flokki (14% á móti
9%, p=0,02) og FAILuRE-flokki (2% á móti 0,5%, p=0,01). Minniháttar
fylgikvillar (gáttatif, lungnabólga, þvagfærasýking og yfirborðssýking í
skurðsári) voru hins vegar svipaðir í báðum hópum. dánartíðni innan 30
daga var marktækt hærri hjá sjúklingum með sykursýki, eða 5% borið
saman við 2% í viðmiðunarhópi (p=0,01). Sykursýki reyndist ekki sjálf-
stæður áhættuþættur fyrir dauða innan 30 daga þegar leiðrétt var fyrir
öðrum áhættuþáttum með fjölþáttaaðhvarfsgreiningu (oR=1,98, 95% öB:
0,72-4,95).
Ályktanir: Sjúklingar með sykursýki eru í aukinni áhættu á að fá bráðan
nýrnaskaða eftir kransæðahjáveituaðgerð en sykursýki virðist ekki vera
sjálfstæður forspárþáttur 30 daga dánartíðni.
ÁGRIp
gangast undir hjáveituaðgerð og hafa sykursýki eigi eftir
að fjölga á næstu árum. Ástæðurnar eru aðallega aukið
algengi sykursýki en einnig góður árangur þessara að-
gerða hjá sykursjúkum.15,16 Algengi sykursýki af tegund
2 er að aukast víðast hvar í heiminum og hér á landi jókst
það á 30 ára tímabili úr 3,3% í 6,3% hjá karlmönnum og
úr 1,7% í 3% hjá konum.17 Þó er algengi sykursýki af
tegund 2 mun lægra hér landi en í Bandaríkjunum og
Þýskalandi þar sem það er þrefalt hærra.17,18
Í FREEDOM-rannsókninni, sem birtist nýlega, var
ótvírætt sýnt fram á kosti kransæðahjáveituaðgerða hjá
sjúklingum með sykursýki.19 Sjúklingar með sykursýki
og alvarlegan kransæðasjúkdóm (bráð tilfelli undan-
skilin) voru slembaðir í annaðhvort kransæðahjáveitu-
aðgerð eða kransæðavíkkun með stoðneti, að viðbættri
hefðbundinni lyfjameðferð. Samanlögð tíðni dauðsfalla,
heilablóðfalla og kransæðastíflu 5 árum frá aðgerð var
umtalsvert lægri hjá sjúklingum eftir hjáveituaðgerð.
Einnig var samanlögð tíðni dauðsfalla og tíðni endur-
aðgerða marktækt lægri hjá sykursjúkum sem gengust
undir kransæðahjáveituaðgerð.11,19 Er búist við því að
þessi góði árangur muni ýta undir notkun á hjáveituað-
gerðum sem kjörmeðferð alvarlegs kransæðasjúkdóms
hjá sykursjúkum.
Þó að kransæðahjáveituaðgerð sé besta meðferðin
fyrir sykursjúka með dreifðan kransæðasjúkdóm hafa
Greinin barst
25. febrúar 2014,
samþykkt til birtingar
19. ágúst 2014.
Engin hagsmunatengsl
gefin upp.
Snemmkominn árangur kransæðahjáveitu-
aðgerða hjá sjúklingum með sykursýki
Jónas A. Aðalsteinsson1 læknanemi, Tómas A. Axelsson1 læknir, Daði Helgason1 læknanemi, Linda Ó. Árnadóttir1 læknanemi,
Hera Jóhannesdóttir1 læknir, Arnar Geirsson3 læknir, Karl Andersen1,2 læknir, Tómas Guðbjartsson1,3 læknir
1Læknadeild Háskóla
Íslands, 2hjartadeild, 3hjarta-
og lungnaskurðdeild
Landspítala
Fyrirspurnir
Tómas Guðbjartsson
tomasgud@landspitali.is
R a n n S Ó k nStrattera er nú samþykkt til að hefja
meðferð við ADHD hjá fullorðnum
Heimildir:
1. www.serlyfjaskra.is. 2. Michelson D et al. Biol Psychiatry 2003; 53(2): 112–20.
3. Young JL et al. Clin Neuropharmacol 2011; 34(2): 51– 60. 4. Adler LA et al. J Clin Psycho Pharmacol 2009; 29(1): 44–50.
5. Adler LA et al. J Clin Psychiatry 2005; 66(3): 294 –9. 6. Adler LA et al. J Atten Diord 2008; 12(3): 248–53.
7. Wehmeier et al. Child Adolesc Phsychiatry Mental Health 2009; 3(1): 5.
– Eina lyfjameðferðin fyrir fullorðna með ADHD sem tilheyrir ekki
flokki örvandi lyfja1
– Dregur úr helstu einkennum ADHD og veitir stöðuga stjórn á
einkennum allan daginn yfir lengri tíma, borið saman við lyfleysu2-7
– Tekið einu sinni á dag1
– Staðfestar upplýsingar varðandi öryggi og þol sýna að Strattera er
góð meðferð fyrir sjúklinga sem þjást einnig af félagsfælni og áfengissýki1
Stöðug stjórn á
einkennum beinir
athyglinni frá ADHD
Strattera
LIL140901